Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 21
[vaka]
SJALFSTÆÐI I'SLANDS.
15
eignalán bæði til ræktunar landsins og húsabygginga.
Stofnun slíks sjóðs veitir oss léttar en öðrum þjóðum af
þvi, að peningarenta er hér yfirleitt há og hærri en í
öðrum lönduin. Slikur sjóður getur vaxið ákaflega ört
hjá oss, einkum þegar frá líður og hann er orðinn nokk-
uð stór, og hámarki sínu nær hann þegar eftir 84 ár eða
jafnvel miklu skemur, ef vextirnir eru tiltölulega háir.
Með 4%% vöxtum er hann orðinn 3571,4 stærri eftir
84 ár en öll iðgjöld hans námu 1. árið, ef menn byrja að
horga i hann, þá er þeir eru orðnir fullra 1(5 ára að
aldri.
í inanntalinu 1910 var tala 1(5 ára gamals fólks i
landinu 1725 manns. Borgaði nú hver þessara manna
8 kr. 79 au. í iðgjöld á ári í 40 ár, þá ætti sjóðurinn
eftir 11 i'yrstu árin að vera orðinn 1% mill. kr.
5 mill. —
--------- 10% mill. —
liðl. 22 mill. —
--------- „ 39 mill. —
,, 50 mill. —
— 20 --------------
— 30 ——-----
— 40
— 50
— 84 --------
og hefir hann þá náð hámarki sínu. Peningavextir af
þessu fé voru aðeins reiknaðir 4Y2%. Ef hver maður frá
því er hann væri 1(5 ára legði sem svaraði 10 kr. í sjóð
þenna í 40 ár, fengi hvert mannsbarn í landinu útborgað-
ar 227 kr. 00 au. upp úr 03. aldursári cg fram til æviloka.
Þetta er upphæð, sem vitanlega enginn getur lifað á ein-
vörðungu nú lengur hér á landi; en styrkur gæti þetta
þó orðið t. d. gömlum örvasa hjónum, ef þau fengju
samtals liðugar 450 kr. á ári. Og auðvitað mætti hækka
fúlgu þessa með því að borga t. d. tvöfalt iðgjald. Ef
hjónin t. d. hvort um sig borguðu helmingi meira á ári
i 40 ár, fengju þau fram undir 1000 kr. árlega; og ef þau
hel'ðu til samans horgað 50 kr. á ári, fengju þau um
1140 kr. á ári o. s. frv.
Auðvitað má haga ellitryggingu þessari með ýmsu
móti og meðal annars borga svo hátt og svo stutt iðgjald,