Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 57
vaka]
HELGAR TILGANGURINN TÆKIN?
51
einhverrri sérstakri stærð og gerð hjóls, að hann vildi
keyra það inn í hverja vél, hvorl sem það ætti þar
heima eða ekki. En engu betur í'er þeim, er með harðri
hendi vilja keyra fram breytingar á skipun þjóðfélags-
ins, er hvergi koma heim við það, sem fyrir er. Allt
heilbrigt þjóðlíf er þróun, fólgin í því að samþýða hið
nvja hinu gamla. Hvert málefni þarf því sinn vaxtar-
tíma með þjóðinni, mislangan eftir því, hvers eðlis það
er og hvernig öllum hag þjóðarinnar er farið. Að knýja
mál fram með öllum illum látum, áður en það hefir
fengið að dafna með þjóðinni fyrir vaxandi skilning,
er þvi líkt sem að teygja l)arn úr öllum liðum, er það
þykir of seint vaxa.
„Svo er og um guðsríki sem maður kasti sæði á jörð-
ina og sofi og fari á fætur nótt og dag, og sæðið grær
og vex, hann veit eigi með hverjum hætti: af sjálfri sér
ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið, þá fullt hveiti-
korn í axinu. En er ávöxturinn er þroskaður, sendir
hann þegar lit kornsigðina, því að uppskeran er kom-
in“. (Mark. 4, 26—29).
Sé það nú sýnt, að það er hverju góðu málefni til
bölvunar, að hið illa sé tekið i þjónustu þess, þá er
það ein hin í'yrsta skylda hvers manns að standa þar
á verði, bæði um sjálfan sig og aðra. í sögunum um
kirkjusmíðina lætur óvætturin af starfi sínu jafn-
skjótt og hún er nefnd réttu nafni. Kemur þar
fram skilningur á því, að bezta vopnið gegn óvættum
mannlífsins, lygúm, rógi, svikum og ofbeldi er að
nefna þau undir eins réttum nöfnum, hvar sem þau
reyna að klæðast gerfi kirkjusmiðsins. Rétt nafngift
er upphaf vizkunnar og réttrar breytni.
Guðm. Finnbogason.