Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 79
[vaka]
GENGI.
73
talið að vera allt að 1%. Et' skekkjan verður meiri og það
fer að borga sig að senda heldur gull en að kaupa á-
vísanir, streymir gullið út úr landinu eða til landsins,
eftir því á hvorn veginn skekkjan er. Gullið leitar
þangað, sem mest fæst fyrir það, eins og hver önnur
vara, ef engin höft eru á því. TiJ þess að varna þessu, að
kaupmáttur gullsins, sem gjaldeyririnn er lögbundinn
við, verði meiri í einu landinu en öðru hafa seðla-
bankastjórnir ýms ráð. Þegar gengið leitar niður, er
dregið úr útlánum, venjulega með hækkun forvaxta, en
þar sem forvaxtabeiting er áhrifalítil, eins og hér á
landi, verður að neita um lán, að svo miklu leyti sein
nauðsynlegt er talið. Inndráttur seðlanna dregur aftur
úr kaupgetu almennings, og þegar eftirspurnin minnkar,
lækkar verðlagið. Við það vex kaupmáttur gullsins heima
fyrir og kemst til jafns við kaupmátt þess i viðskiftalönd-
unum, en þá hverfur og eftirspurnin eftir gulli til útflutn-
ings. Öfugt er farið að, ef gengið leitar upp, þannig að
gjaldeyririnn verður verðmætari í erlendum viðskiftum
en gullgildi hans nemur. Þá eru útlánin aukin, venju-
lega með forvaxtalækkun, kaupgeta almennings vex og
hið innlenda verðlag leitar upp til móts við verðlag við-
skiftalandanna. Stöðvast þá gullstraumurinn til lands-
ins, þegar kaupmáttur gullsins er orðinn hinn sami i við-
komandi löndum. Þetta er aðaltilgangur gullinnlausnar-
skyldunnar, að knýja seðlabankastjórnirnar til að varð-
veita sama gullverðlag og ríkir i viðskiftaumhverfinu.
Réttlæti í viðskifta- og atvinnulífi er undir því komið,
að kaupmáttur gjaldeyrisins haldist sem stöðugastur
altaf og alstaðar, hvenær sem peningarnir eru not-
aðir og h v a r sem fyrir þá er keypl. Betra ráð en
þetta, að tengja pappírsgjaldeyririnn við gullið, til að
halda föstum kaupmætti hans, hai'a menn enn ekki
fundið. Auðvitað er gildi gjaldeyrisins þá háð verðbreyt-
ingum gullsins, en á venjulegum tímum er það sæmi-
lega verðfast, enda styður þetta samhand, sem lögboðið