Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 4

Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 4
4 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR ALÞINGI Ríkið þarf ekki að ganga jafnlangt í skattahækkunum og ráðgert var í fjárlagafrumvarp- inu. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra greindi frá því á Alþingi í gær að „aðlögunar- þörf ríkissjóðs“ yrði 52 millj- arðar króna á næsta ári en ekki 72 milljarðar eins og áætlað var. Dregið verður úr áformum um skattahækkanir sem þessu nemur. „Við erum enn með aðilum vinnumarkaðarins að reyna að ná sátt um þá skattlagningu sem verður bæði á fyrirtækin og ein- staklingana,“ sagði Jóhanna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir ómarkvissa stjórn efnahagsmála og fyrir að reyna ekki að ná sátt um rík- isfjármálin næsta ár. Stöðug- leikasáttmálinn væri í uppnámi. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar yki á óvissu og óöryggi sem festi stöðnun og hnignun í sessi og dýpkaði og lengdi kreppuna. „Staðreyndin er sú að við erum að sjá sterkar vísbendingar um jákvæða þróun og að við getum unnið okkur tiltölulega hratt út úr kreppunni,“ sagði Jóhanna. Besta leiðin sé að halda í megin atriðum við gerðar áætlanir, sem byggja á samstarfi við AGS. „Allar vís- bendingar benda til að séum á réttri leið, þótt það sé erfiður vetur fram undan.“ -pg FOSSHÁLS 27 - 110 REYKJAVÍK | GATAN FYRIR OFAN NÝBYGGINGUNA HJÁ ÖLGERÐINNI | HOFDABILAR@HOFDABILAR.IS | S: 577-4747 BMW M5 E60 INDIVIDUAL Innfl uttur nýr 7/2007 ek 33 þ.km, V10 bensín 507hp SMG sjálfskipting. Sjálfskiptur og beinskiptur, 7 gíra skipting. Comfort-sæti, head-up display, hiti og kæling í sætum, voice-command kerfi . lyklalaust aðgengi, bluethooth, rúskin í topp, leður- mælaborð, ofl .ofl . 19” sumar og vetrardekk á felgum. Verð 11.900þ Rnr.126283 Skoðar skipti á ýmsum atvinnutækjum sem og öðrum bílum. Í Fréttablaðinu í gær var ranghermt að Sigurður Bollason sætti rannsókn skattrannsóknastjóra vegna erlendra greiðslukorta. Þá er rangt sem hermt var að Sigurður eigi sæti í varastjórn Imons. Sigurður Bollason hætti við- skiptum með Magnúsi Ármann í apríl 2006. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. LEIÐRÉTTING VIÐSKIPTI Lögmannsstofan Logos vann fyrir félag tengt Baugi, hinn 23. september, á sama tíma og lögmaður hjá Logos sá um uppgjör þrotabús Baugs. Umrætt verkefni mun hafa snú- ist um að senda út tilkynningu um breytingu á framkvæmda- stjórn JMS Partners, þegar Jón Ásgeir Jóhannesson varð fram- kvæmdastjóri þar. Samkvæmt upplýsingum frá Logos gerði stofan mistök með því að taka þetta að sér. Skrif- stofa Logos í Reykjavík hafi ekki áttað sig á því hverjir áttu JMS, en verkið hafi verið skráð á skrif- stofu Logos í Lundúnum. „Okkur þykir þetta miður,“ segir í til- kynningu. Framkvæmdastjóri Logos vill ekki ræða málið. - kóþ Lögmannsstofan Logos: Baugsvinna fyrir mistök Prófkjör á Nesinu Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Sel- tjarnarnesi fer fram í dag, laugardag- inn 7. nóvember, milli klukkan tíu og sex. Fimmtán manns gefa kost á sér í prófkjörinu, en það fer fram í sal flokksins á Seltjarnarnesi, að Austur- strönd 3 á þriðju hæð. STJÓRNMÁL Í Fréttablaðinu í gær var vitnað í Valdimar Árnason, sem hyggst opna farfuglaheimili á Selfossi í vor. Hann sagði „ …ekkert farfuglaheimili hér í kring, nema á Eyrarbakka.“ Annað farfuglaheimili er starfrækt í Gaul- verjaskóla í Flóahreppi. ÁRÉTTING Aðlögunarþörf ríkisins tuttugu milljörðum minni en talið hafði verið: Ekki sama þörf á skattahækkunum BJARNI BENEDIKTSSON JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR EFNAHAGSMÁL „Það hefur ekkert upp á sig að hlaða upp gjaldeyrisforða þegar vel árar ef fólk heykist á að nota hann á úrslitastundu. Hið opin- bera getur haft lengri sjóndeildar- hring en einkageirinn og því getur hann tekið stöðu með eða á móti eigin gjaldmiðli, jafnað sveiflur og grætt á öllu saman,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már var aðalræðumaður á morgunverðarfundi Viðskipta- ráðs Íslands í gær. Hann ræddi um stöðu efnahagsmála, þar á meðal gjaldeyrishöft í skugga fjármála- hrunsins. Hann benti á að einn af lærdómum fjármálakreppunnar sé að rétt beiting gjaldeyrisforða geti skipt sköpum hvað snerti varð- veislu peningalegs og fjármálalegs stöðug leika við erfiðar aðstæður. Hann benti á að Ástralar hefðu nýtt gjaldeyrisvaraforða sinn með árangursríkum hætti. Þá benti Már á að ekki mætti verja gengið gegnum þykkt og þunnt. Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkað um þessar mund- ir miðuðu að því að draga úr óstöð- ugleika gengisins og koma í veg fyrir „spírala gengislækkunar“. Hann sagði mjög hafa dregið úr inngripum bankans á gjaldeyris- markaði. Bankinn hafi fram til þessa notað átta milljónir evra, jafnvirði tæpra fimmtán milljarða króna á gengi gærdagsins. Krónan féll nokkuð fram eftir degi í gær. Gengisvísitalan rauf 240 stiga múrinn og hafði krónan ekki verið veikari á árinu. Hagfræði- deild Landsbankans bendir á að Seðlabankinn hafi gripið í taumana og selt þrjár milljónir evra, tæpar 560 milljónir króna, fyrir krón- Gjaldeyrisforða má nota í gróðaskyni Seðlabankastjóri segir inngrip á gjaldeyrismarkað miða að því að koma í veg fyrir lækkunarspíral. Aðalhagfræðingur bankans segir breytingu bankans á stýrivöxtum hafa mátt vera skýrari. „Ég viðurkenni það að þetta var ekki gegnsætt,“ segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðla- bankans. Hann sagði vaxtaákvörðun bankans á fimmtudag hafa verið lítils háttar slökun á peningalegu aðhaldi. Samhliða því að lækka stýrivexti um eitt prósentustig niður í ellefu prósent og innlánsvexti í níu prósent ákvað bankinn að gefa út innistæðubréf með 10,25 prósenta vöxtum. Bankinn hefur áður gefið út að markmið með útgáfu innistæðu- bréfa sé að soga fjármagn úr banka- kerfinu. Á þarsíðasta vaxtaákvörð- unarfundi sagði seðlabankastjóri bankana tútna út af peningum, sem enginn vilji taka að láni. Því verði að gefa bönkunum kost á að ávaxta féð með einhverjum hætti. Þetta hefur verið gagnrýnt mjög enda ólíklegt að féð leiti út á markaðinn og knýi efnahagslífið af stað þar sem Seðlabankinn bjóði betri vexti. „Það var vissulega ekki ætlunin að dulbúa eitthvað. Við vorum að laga vaxtaganginn svo við getum hreyft hann hvort heldur er upp eða niður,“ segir Þórarinn. EKKI DULBÚIN STÝRIVAXTAHÆKKUN ur með þeim árangri að veikingin gekk að hluta til baka. Gengið end- aði þó í rúmum 237 stigum, sem er með því veikara á árinu. Í nýrri spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að gengi evrunnar liggi nálægt núverandi gengi. Ein evra kostaði í gær 186 krónur. Horft er til þess að gengið styrkist á næstu þremur árum og kunni evran að lækka við það niður í 170 krónur. jonab@frettabladid.is FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA SEÐLABANKASTJÓRI Íslending- ar þurfa gjaldeyrisvaraforða til að geta staðið við afborganir erlendra lána til ríkissjóðs og stundað hófleg inngrip á gjaldeyrismarkaði. EFNAHAGSMÁL Helstu lykil tölur um efnahagsmál í ríkjum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar OECD sýna að flest sé nú á uppleið eftir kreppuna djúpu. Stofnunin spáir nú hagvexti á Ítalíu, í Frakklandi, Bretlandi og Kína auk þess sem hún segir að greina megi uppsveiflu í Kanada og Þýskalandi. Greini- legur bati er einnig sagður sjáan legur í Bandaríkjunum, Japan og öðrum aðildarríkjum stofnunarinnar. Stofnunin segir þó að þessi batamerki verði að taka með varúð. - gb Batamerki víða um heim: Hagvöxtur að komast á skrið LÖGREGLA Yfirheyrslum hjá efna- hagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjóra vegna notkunar á erlendum greiðslukortum miðar vel, segir Helgi Magnús Gunnarsson, yfir- maður deildarinnar. Búið er að yfirheyra allflesta þeirra nítján, sem boðaðir hafa verið í skýrslu- tökur. Grunur leikur á að kortin hafi verið notuð til að koma í umferð tekjum sem skotið hafði verið undan skatti. - jss Erlendu greiðslukortin: Yfirheyrslurnar langt komnar SJÁVARÚTVEGSMÁL Aflaverðmæti smábáta á síðastliðnu fiskveiði- ári var 16,6 milljarðar króna, að sögn Arnars Pálssonar, formanns Landssambands smábátaeigenda. Þetta eru meiri verðmæti en komið hefur verið með að landi frá upphafi. Útflutningsverðmæti þessa afla er 33 milljarðar. Heildaraflinn á bak við verð- mætin er 73.421 tonn. Þorskur, ýsa og steinbítur voru 87 prósent af heildaraflanum og þegar ufsa er bætt við fer hlutdeild þessara fjögurra tegunda í tæp 92 prósent. Alls veiddu smábátar 36.014 tonn af þorski sem er 21,4 prósent heildarþorskaflans og 21.697 tonn af ýsu sem er 24,3 prósent heildar- aflans. - shá Mestu verðmæti í sögunni: Afli smábáta gaf 33 milljarða Í REYKJAVÍKURHÖFN Hlutdeild smábáta í útflutningsverðmætum sjávarafla eykst ár frá ári. GENGIÐ 06.11.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 238,878 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,67 125,27 206,84 207,84 185,59 186,63 24,935 25,081 22,033 22,163 17,876 17,98 1,3759 1,3839 198,81 199,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 8° 7° 9° 11° 8° 4° 9° 9° 24° 10° 24° 11° 27° 5° 11° 17° 8° Á MORGUN Hægt vaxandi SA-átt síð- degis og þykknar upp. MÁNUDAGUR Stíf sunnanátt allra austast, annars hægari. 6 5 4 3 4 5 5 6 7 8 5 4 5 5 5 5 5 5 5 5 5 6 3 2 5 7 8 8 6 6 5 FER AÐ HVESSA Á MORGUN Síðdegis á morgun fer að hvessa af suðaustri sunnan- og vestanlands og þykknar upp. Annað kvöld verður vindur á bilinu 13- 18 m/s sunnan og vestanlands. Strax á mánudag lægir vestantil, en þá verður fremur stífur vindur austanlands fram á síðdegið. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.