Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2009, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 07.11.2009, Qupperneq 18
18 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Í pólitískum vopnaburði er meir skírskotað til hugmyndafræði en áður. Áhugavert er að að skoða hvort bilið milli stjórnmálaflokka í hug- myndafræðilegum skilningi hefur í raun breikkað. Algengasta yfirlýsing ráðherr- anna, að undanskildum þeim sem fara með viðskipta- og dómsmál, er sú að frjálshyggjan sé úr sögunni. Stundum fylgir með að kapítalism- inn hafi sungið sitt síðasta. Þetta eru skýr skilaboð. Hvað á að koma í stað- inn? Svarið við því er líka afdráttar- laust: Norræn velferðarhugsjón. Málið verður ekki hugmynda- fræðilega flókið fyrr en sú stað- reynd er dregin fram að allar grundvallarleik- reglur viðskipta- lífsins hér voru þær sömu og í hinum norrænu velferðarhag- kerfunum. Að stærstum hluta byggir sú lög- gjöf á alþjóðleg- um samningum. Enginn hefur nefnt að þeim eigi að rifta. Forysturíki hins alþjóðlega mark- aðsbúskapar vinna nú að því að herða reglur um fjármálastarfsemi. Við fetum í þau fótspor. Grundvöllur endureisnarinnar felst í samstarfssamningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Lykil- atriðin í honum eru aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum, ströng peningamálastefna og endurreisn bankakerfisins. Markvisst hefur verið unnið að því að erlendir kröfu- hafar eignist bankana. Áður fyrr fengu ráðstafanir af þessu tagi heitið: Gömlu íhaldsúrræðin. Þessar staðreyndir benda ekki til að sá hugmyndafræðilegi ágreiningur, sem veifað er í umræð- unni, risti eins djúpt og af er látið. Segja má að saklaust sé að veifa hugmyndafræðilegum slagorðum meðan gömlu íhaldsúrræðin eru framkvæmd. Gömlu íhaldsúrræðin Ýmsir rekja hrunið til einkavæðingar gömlu ríkisbankanna. Hún hófst með sameiningu Útvegs- bankans við einkabankana í byrj- un tíunda áratugarins. Í þeirri ríkisstjórn sem þannig hóf einka- væðingu ríkisbankanna sátu bæði núverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra. Fyrr hafði bankamálaráðherra Alþýðu- flokksins reynt að selja SÍS Útvegs- bankann, skömmu áður en rekstur þess hrundi. Sumir tengja hrunið við frjálsa sölu veiðiheimilda. Ríkisstjórn sem núverandi forsætisráðherra og fjár- málaráðherra sátu í átti frumkvæði að þeirri löggjöf. Um áhrif hennar má deila en höfundarrétturinn verð- ur ekki tekinn af eigendunum. Skattalækkanir fyrir kosningarn- ar 2003 og 2007 hafa verið teknar sem dæmi um aðgæsluleysi í ríkis- fjármálum. Þegar að er gáð kemur í ljós að allir flokkar boðuðu skatta- lækkanir 2003 þrátt fyrir við- skiptahalla. VG var hógværast. Samfylkingin og þáverandi ríkis- stjórnarflokkar rifust hins vegar um hver biði best. Í aðdraganda kosninganna 2007 var lækkun skatta á matvæli samþykkt með atkvæðum þingmanna allra flokka. Við fjárlagagerð fyrir árið 2007 ákvað þáverandi ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks að stefna að níu milljarða afgangi á rekstri ríkissjóðs til þess að vinna gegn þenslu. Einn af þingmönnum stjórnarflokkanna, Einar Oddur Kristjánsson, gagnrýndi þetta markmið. Hann taldi að afgangur- inn þyrfti að vera margfalt meiri ella myndi ofþenslan enda með ósköpum. Þau tímamót urðu við þessa fjár- lagagerð að stjórnarandstaðan, Samfylkingin og VG, sameinuð- ust um stefnu í ríkisfjármálum. Hún gekk út á að eyða þeim litla og ónóga afgangi sem ríkisstjórnar- flokkarnir þó höfðu náð. Engu var líkara en þeir tryðu því að ríkis- sjóðstekjur sem byggðust á við- skiptahalla væru heilbrigðar og varanlegar. Þeir töldu enga þörf á aðhaldi í ríkisfjármálum gegn þenslu. Allt bendir þetta til að í aðdrag- anda hrunsins hafi hugmynda- fræðilegur ágreiningur verið minni en af er látið. Hugmyndafræðin í aðdraganda hrunsins Er þá enginn hugmynda-fræðilegur ágreiningur? Jú, hann er fyrir hendi. Segja má að hann komi fyrst og fremst fram í skatta- málum og að því er varðar orku- nýtingu. Hugmyndir um markmið og leið- ir við endurreisn efnahagslífsins voru ekki mikið til umræðu í síð- ustu kosningum. En að svo miklu leyti sem draga má ályktanir af kosningaumræðunni sýnast grundvallarhugmyndir Sjálfstæðis- flokks, Samfylkingar og Fram- sóknarflokks á þessum sviðum vera innan brúanlegra marka. VG fylgir annarri hugmynda- fræði. Hún felst einfaldlega í and- stöðu við markvissa nýtingu orku- linda til þess að vinna þjóðina út úr kreppunni með verðmætasköpun. Í skattamálum leggur flokkur- inn mesta áherslu á aðferðir sem hamla verðmætasköpun, frum- kvæði og erlendri fjárfestingu. Breytingin er sú að VG hefur tekist að draga Samfylkinguna til vinstri á þessum málasviðum. Á þessum afmörkuðu sviðum er verið að fara hugmyndafræðilega lengra til vinstri en dæmi eru um áður. Fyrir vikið verða pólit- ísk átök um þessi mikilvægu mál meiri en vera þyrfti. Kjósendur máttu vitaskuld gera sér grein fyrir því að á þennan veg myndi fara. En það breytir ekki hinu að ætla má að stærri hluti kjósenda sé nær miðjulausnum bæði í skattamálum og orkumálum. Að því leyti endur- spegla ákvarðanir Alþingis á þessum sviðum ekki hugmynda- ágreining kjósenda. Um hvað greinir menn nú á? Þ að fer ekki hjá því í svo fjölmennri hreyfingu sem Þjóðkirkju Íslendinga að þar verða atburðir og atvik sem valda ágreiningi og skaða eða jafnvel sorg. Þessir atburðir og þau sem bera ábyrgð á þeim vekja athygli og fjölmiðlar gera einatt talsvert úr þeim. Eðlilega eru miklar kröfur gerðar til forystumanna og starfsmanna Þjóðkirkj- unnar, meðal annars í einkamálum og siðferðilegum efnum, og ævinlega vekja veikleikar og syndir óblandna athygli og áhuga margra – og stundum beinlínis ánægju. Vissulega er það til umhugsunar og umræðu að fjölmiðlar finni hjá sér hvöt til að birta ekki síður fregnir og upplýsingar um allt það góða og uppbyggilega starf sem stöðugt er unnið á vegum Þjóðkirkju Íslendinga að sönnum þjóðþrifum og raunverulegum siðbótum. Þjóðkirkjan, Rómarkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir vinna ótrúlega víðtæk störf að menningu, listum, líkn, umhyggju, uppeldi, fræðslu, ráðgjöf við einstaklinga, heimili og hópa og að öðrum kærleiksverkum. Íslensk menning er afkvæmi kristninnar og hefur grunnmótun sína frá kirkjunni, allt frá keltneskum áhrifum í byrjun yfir í blómaskeið Rómarkirkjunnar og síðan inn í þá einingu sem evangel íska lúterska kirkjan, sem er Kirkja fagnaðarerindisins, og íslenska þjóðin mótuðu með sér um aldir. Þáttur kirkjunnar í mótun þjóðerniskenndar og í alhliða endur- reisn Íslendinga og menningarsókn verður aldrei fullmetinn – ein- faldlega vegna þess að þjóð og kirkja voru eitt. Og enn á okkar dögum – í allri fjölbreytninni og fjölmenningunni svonefndu – er þetta samfélag órofið. Áður voru ýmsir skráðir í söfnuði kirkjunn- ar sem vildu þó lítið eða ekkert hafa með kirkju eða kristni að gera. Nú hefur náðst sá kristilegi árangur í þjóðfélaginu að enginn þarf að finna sig knúinn til slíks lengur. Söfnuðir Þjóðkirkjunnar eru þeim mun samstæðari og sterkari félagseiningar fyrir vikið. Þjóðkirkja Íslendinga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Þjóðkirkjan hefur að verulegu leyti losnað úr þungu og þrúgandi faðmlagi ríkisvaldsins. Þjóðkirkjan hefur eflst að mun við þetta. Nú orðið er mjög fjölbreytt frjáls starfsemi í flestum kirkjum flesta daga. Þjóðkirkjan hefur breyst úr opinberri stofnun í lifandi almannahreyfingu. Ásamt öðrum kristnum söfnuðum og stofnunum er þetta bæði grundvöllur, veggir, þök og himinn íslensks samfélags, þjóðlífs og menningar. Mjög mikil þátttaka er víða í starfseminni sem fram fer í kirkjum landsins. Þátttaka í messum hefur aukist og þá ekki síst þátttaka almennings í heilagri kvöldmáltíð utan sérstakra kirkju- hátíða. Sígild kristin messa er sungin miklu víðar og oftar en áður tíðkaðist lengi á nýliðinni öld. Þessi reynsla hefur gefið söfnuðum Þjóðkirkjunnar kröftugan byr undir vængi og hlýtur að beina athygli þátttakendanna að þeim tækifærum sem fullt veraldlegt sjálfstæði og sjálfsábyrgð geta falið í sér fyrir Þjóðkirkjuna. Margir kristnir menn munu á því máli að aðeins með slíkum hætti megi móta hér stríðandi kirkju með brennandi anda og logandi áhuga á boðun fagnaðar- erindisins öllum mönnum til líknar og endurlausnar, kirkju sem er fær um baráttu í heiminum. Ytra skipulag er vitanlega aukaatriði andspænis innblæstri og anda. En ef hæfa er í þessu mati, verður slík breyting besta gjöfin sem framtíðinni verður færð. Framlag kirkjunnar verður seint fullmetið. Þjóðkirkja Íslands JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR FRAMSÓKN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.