Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 21

Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 21
LAUGARDAGUR 7. nóvember 2009 21 Nýsköpun knýr áfram vöxt og velgengni Nýsköpun eins og t.d. Unloader One spelkurnar frá Össuri hf. og genaprófið deCODEme frá Íslenskri erfðagreiningu ehf. hefur í för með sér fjárhagslegan ávinning fyrir fyrirtækin sem að þeim standa. Í efnahags- niðursveiflum freistast margir til að segja að nýsköpun sé of dýr og verði að víkja fyrir dag- legum rekstri en nýjar vörur sem byggja á nýsköpun og nýt- ast neytendum vel er einmitt það sem knýr áfram vöxt og vel- gengni fyrirtækja. Þeir sem koma út úr efnahags- niðursveiflum með pálmann í höndunum eru nánast alltaf þeir sem hafa sigrast á samkeppn- inni á grundvelli nýjunga. Þau fyrirtæki sem nota tímann til að vinna að nýsköpun í efnahags- niðursveiflum ná oft að skapa sér tækifæri til að koma út úr henni með markaðsforskot og því sterk- ari en áður. Í síðustu niðursveiflu vann Apple fyrirtækið m.a. að þróun iTunes og iPod og þegar neysla jókst og uppsveiflan hófst hafði fyrirtækið óvefengjanlegt markaðsforskot. Í íslenskum fyrirtækjum eigum við mikið og gott hugvit sem hægt er að virkja til nýsköpunar núna í niðursveiflunni. Það er hins vegar á ábyrgð þeirra sem fyrirtækjunum stjórna að skapa grundvöll fyrir menningu sem getur af sér ný vöru- og þjónustu- undur. Höfundur er verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Sex vinir alveg óháð kerfi Bestu vinir þínir eru bestu vinir þínir og Síminn elskar alla jafnt. Í Sex vinir óháð kerfi hjá Símanum velurðu þér sex vini hjá hvaða farsímafyrirtæki sem er og sendir þeim SMS eða hringir í þá fyrir núll krónur.* Skráðu þína sex vini á siminn.is, í næstu verslun Símans eða í síma 800 7000. 800 7000 • siminn.is Það er Sími Internet Sjónvarp * Mánaðarverð 1.990 kr. og upphafsgjald 5,90 kr. Þú hringir og sendir SMS á vini þína fyrir 0 kr., 1.000 mín. / 500 SMS á mánuði. Sóttvarnalæknir hvetur vanfærar konur og sjúklinga í tilgreindum forgangshópum til að panta þegar í stað tíma fyrir bólusetningu gegn inflúensu A(H1N1) á næstu heilsugæslustöð. Þúsundir manna úr þessum hópum hafa látið bólusetja sig og fengið þar með vörn gegn veikinni en betur má ef duga skal. Starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar hafa vissar áhyggjur af því að þessir sjúklingar í skilgreindum forgangshópum skili sér ekki til bólusetningar eins og æskilegt væri, sjálfra þeirra vegna og samfélagsins. Landsmenn allir geta pantað tíma á heilsugæslustöðvunum fyrir bólusetningu gegn inflúensunni frá og með mánudegi 16. nóvember. Mánudaginn 23. nóvember verður byrjað að bólusetja þá sem fyrstir skrá sig og þar með hefst almenn bólusetning gegn inflúensunni hérlendis. Afleiðingar inflúensufaraldursins geta verið mjög alvarlegar eins og dæmin sanna hérlendis og erlendis. Bólusetning er því sjálfsagður hlutur enda fullvíst og margsannað að bóluefnið veitir góða vörn gegn veikinni. Ekki er vitað um nein tilfelli alvarlegra aukaverkana bólusetningar, hvorki hérlendis né erlendis. Nánari upplýsingar um bóluefnið og bólusetningu vegna A(H1N1) er að finna á . Tilkynningar og upplýsingar um viðbúnað vegna inflúensu A(H1N1) eru á og á . Landlæknisembættið sóttvarnalæknir Ríkislögreglustjórinn almannavarnadeild
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.