Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 36
36 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR V ið Íslendingar erum kaupóð- ir, en það eru takmörk fyrir öllu. Klukkan er að verða sex á föstudagsmorgni og það er enginn í Office 1 í Skeifunni. Verslunin hefur haft opið allan sólarhringinn síðan í maí. Það er sem sé hægt að bruna hingað ef maður vaknar með andfælum klukkan þrjú og þarf nauðsyn- lega að kaupa heftara. Kósí á kvöldin Halló? Er einhver hérna? Jú, þarna kemur einhver. Hann heitir Jan Henrik Winter og reynist vera finnskur. Talar þó pottþétta íslensku. „Þetta dettur niður upp úr mið- nætti, en það er mjög mikið að gera þangað til þá. Svo er maður bara að fylla í hillurn- ar og panta inn. Mjög gott,“ segir hann og kann vel við næturvaktirnar. „Maður vinn- ur í viku og á frí í viku. Ég vil miklu frekar vinna svona en að vakna kl. 8 alla morgna. Maður hefur allan daginn fyrir sig.“ Alræmdasta augnablik næturbúðanna í Skeifunni var þegar maður í sveppavímu ráfaði nakinn um búðirnar. Jan var ekki á vakt þá. „En það er nú samt mikið um að lið af djamminu komi um helgar og labbi í hringi. Besta spurningin sem maður heyr- ir er: „Kemur einhver á nóttunni?“ og það er bara eitt svar við því: Hva, ert þú ekki hérna?“ „Fólk vill bara fá að versla í friði og kann mjög vel við þennan möguleika að geta gert það utan vinnutíma,“ segir verslunarstjóri Office 1, Karl Gunnarsson. „Síðustu tvo mánuðina hefur kúnnum fjölgað stórkost- lega og það á örugglega eftir að aukast. Það er mun meira kósí að gera þetta á kvöld- in frekar en í einhverju stressi í pásu frá vinnu.“ Rúntur á nammibar Það er meira stuð í Hagkaupum við hliðina og margt starfsfólk að raða í hillur. Það er meira að segja einn kúnni. Mér sýnist hann vera að kaupa banana. Hann tekur á sprett þegar hann sér ljósmyndarann. Er þetta kannski fyrrverandi útrásarvíkingur? Eða vampíra? „Það þýðir ekkert annað en að spila sókn- arbolta í kreppunni,“ segir Gunnar Ingi Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. „Það hafði blundað í okkur lengi að bjóða upp á þetta, en okkur þótti þetta lengi vel einum of djörf hugmynd. Svo kýldum við á þetta fyrir sléttu ári og viðtökurnar hafa komið rosalega á óvart. Það er miklu meira að gera en við áttum von á.“ Gunnar segir að oftast sé mikið að gera á kvöldin. „Fólk kemur eftir kvöldmatinn þegar börnin eru komin niður. Það er drjúg traffík og kúnnar með heilu kerrurnar full- ar af sérvöru. Fólk er þegar byrjað að gera jólainnkaupin. Það kom okkur líka á óvart að það eru fjölmargir sem vinna ekki 9-5 vinnu, fólk sem er í öðrum takti, og það fjölmennir. Maður er að sjá ný andlit á nóttunni.“ Skemmilegasta tíma vikunnar segir Gunnar vera þegar klukkan slær miðnætti á aðfaranótt laugardags. Þá lækkar nammi- barinn um fimmtíu prósent. „Þá mætir rúnt- urinn á svæðið og krakkarnir fylla á sig. Það er nú betra að þeir séu að fylla á sig með nammi, en einhverju öðru.“ Svangt fólk Sú verslun sem byrjaði að hafa opið allan sólarhringinn var 10/11 í Lágmúla. Fljótlega var opnað líka í Austurstræti og nú eru allar verslanir 10/11 alltaf opnar. Stóra spurningin hlýtur að vera: Borgar þetta sig? „Við teljum svo vera, já,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri 10/11. „Eftir að við byrj- uðum að hafa eina og svo tvær búðir opnar allan sólarhringinn vildum við bara einfalda kerfið og hafa allar búðirnar opnar. Svo fólk gæti sleppt því að athuga hvenær væri opið. Viðbótarkostnaðurinn er ekki svo mikill.“ Hann segir eðlilega koma steindauða tíma inn á milli – helst á milli kl. 3 og 5 á nótt- unni – en svona í heildina sé næturvaktin að skila árangri. „Við erum að baka og fylla á búðirnar á nóttunni og það er alltaf renn- irí. Um helgar er þetta fjörugra. Menn koma svangir eftir puð á dansgólfinu og kaupa sér eitthvað að borða. Áður var náttúrlega bara hægt að fá pulsu og kók. Svo er fólk bara að kaupa venjulegar matvörur. Hjón koma af djamminu og kaupa mjólk og Cheerios til að hafa í ísskápnum þegar krakkarnir koma úr pössun.“ Nokkuð var talað um blóðug drykkjulæti í Austurstrætinu þegar búðin var opnuð þar fyrst, en Sigurður segir að það mál hafi aðal- lega komið til vegna þess að öryggismálin voru ekki nógu vel undirbúin. Nú eru þessi mál komin í fastar skorður og friður kom- inn á. Andri Már Friðriksson er á vakt í 10/11 í Austurstræti þegar ég mæti úr Skeifunni. Er þetta hættuleg vinna? „Nei, nei. Ekki þegar maður er með „bodyguard“ með sér á vakt,“ segir hann og bendir á fílefldan vörð í Secu- ritas-búningi. Strákarnir eru að raða í hillur. Það er dagrenning eftir þrjá tíma. Verslað í skjóli nætur Fjölmargar verslanir hafa nú opið allan sólarhringinn. Allar verslanir 10-11, tvær Hagkaups- búðir, Office 1 og bensínstöðvarnar. Dr. Gunni reif sig upp fyrir allar aldir til að tékka á stemningunni. Daníel Rúnarsson tók myndir. NÆTURVAKTIRNAR BESTAR Jan Henrik Winter vinnur á meðan aðrir sofa. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HALLÓ! ER EINHVER HÉRNA!? Office 1 kl. 6. ANDRI MÁR FRIÐRIKSSON Er með „bodyguard“ með sér á vaktinni. NAMMIGRÍSIR KOMAST Í FEITT Hagkaup kl. 06:15. Þegar sífellt fleiri landnámsmenn koma sér fyrir í sveitinni og glóandi hraun streymir yfir blómlega trölla- byggð eru tröllin í vanda. Hvað er til ráða? Spennandi tröllasaga byggð á íslenskri þjóðtrú eftir Steinar Berg og Brian Pilkington. TRÖLL ÍVANDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.