Fréttablaðið - 07.11.2009, Page 38

Fréttablaðið - 07.11.2009, Page 38
38 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR V ið sitjum í huggulegri stofu í gamla Iðnskólan- um við Tjörnina þar sem skrifstofur Dómkirkj- unnar eru. Bókin ligg- ur á borðinu, ekki Bók bókanna heldur Hjartsláttur. Hjálmar sendir hana frá sér árinu áður en hann verður sextugur. „Það er alltaf einhver hvati að hlut- unum. Mér gafst tími til að staldra við og velta vöngum þegar ég fór í hjarta- aðgerð fyrir fimm árum. Raunar hafa nokkrir beðið mig um að skrifa svona bók á síðustu árum en ég hef hummað það fram af mér þar til nú. Ég vil líka sýna þakklæti fyrir kynnin af öllu því fólki sem ég hef átt samskipti við. Þetta er ekki hetjusaga og hún er ekki sögð til að sýna að ég sé eitthvað merkileg- ur, þetta er fyrst og fremst vitnisburður um gott fólk sem ég hef kynnst í lífinu. Reyndar er þetta ekki úttekt á heilli ævi heldur miklu frekar áfangaskýrsla ef svo má segja. Ég vil lifa nokkra áratugi enn.“ Sem barn og unglingur var Hjálmar nokkuð forn að því leyti að hann hafði áhuga á kveðskap og ættfræði. Hann neitar því að hafa verið skrítið barn en upplýsir hins vegar að hann stamaði og gekk til geðlæknis. „Ég stamaði það mikið að ég átti í vandræðum með að koma út úr mér heilli setningu. Og ef ég var í geðshrær- ingu var það enn erfiðara. Ég tala ekki beinlínis um það í bókinni en það liggur undir að ég varð fyrir ákveðnu einelti sem svo varð til þess að ég fór að hugsa um að setja mál mitt fram í hnitmiðaðri setningum. Þetta rifjast stundum upp þegar ég hitti barn sem líður illa og er óframfærið, fær ekki að blómstra. Þá sé ég mig í aðstæðum þess.“ Þverbresturinn Pabbi þinn og afi drukku meira en hóf- samt getur talist, setti það mark sitt á þig? „Já, ég efast ekkert um það og segi frá því í bókinni að drykkja þrúgaði líf mitt og okkar systkinanna. Heimilislífið var óeðlilegt, ég sé það betur í dag en þá. Á unglingsárunum var þetta feluleikur, ég skammaðist mín,“ segir Hjálmar en heldur til haga að þrátt fyrir þetta hafi faðir hans verið eldklár og skemmtileg- ur. Um það má líka lesa í bókinni. Við víkjum talinu aftur að börnum sem búa við erfiðar aðstæður og börn- um sem eru misnotuð. „Dóp og vændi er það skelfilegasta. Fullorðið fólk svipt- ir börnin sakleysi og í raun lífinu með illmennsku sinni.“ Hefur guðfræðin einhverjar skýr- ingar á þeim hvötum sem knýja menn áfram til slíkra illvirkja? „Þetta er þverbresturinn í mann- eskjunni, að gera hið illa í stað hins góða. Það er svo stutt í að fólk hugsi um sjálft sig til að njóta stundargróða eða stundaránægju af einhverju sem spill- ir fyrir öðrum. Ganga þannig um lífið að skemma fyrir öðrum í stað þess að lifa í sátt og samlyndi og hjálpast að í lífinu.“ Hjálmar vitnar í vin sinn, Einar Odd Kristjánsson, sem sagði stundum að nóg væri til handa öllum og að allir ættu að geta lifað þessu lífi sælir og ánægðir. „Það á að vera svo einfalt að hafa lífið gott og notalegt, standa saman gegnum erfið tímabil.“ Gagnrýndi trúna og kirkjuna Hjálmar gekk í Menntaskólann á Akur- eyri og ákvað undir lok vistar að fara í guðfræðideildina í Háskólanum. Reynd- ar var haft á orði í skírn Hjálmars að hann yrði prestur. Hann orgaði alla athöfnina. En hvað rak hann til náms og vígslu? „Ég gerði ekki mikið með trú á menntaskólaárunum heldur tók þátt í að tala niður til hennar og kirkjunn- ar. Vinsæl skoðun þá var að þetta væru úrelt fyrirbæri og að allt gengi betur án þeirra. Seinna fór ég að velta þessu betur fyrir mér og komst auðvitað að því að þetta kom ekki heim og saman við þau kynni sem ég hafði haft af trú og prestum og því samfélagi sem kirkjan skapar. Ég ögra stundum fólki með þessu í dag. Spyr það hver upplifun þess sé af kirkjunni, hvenær hún hafi gert annað en að óska því alls hins besta og viljað leggja sitt af mörkum til betra lífs. Ég spyr hvort kirkjan hafi einhvern tíma lagt stein í götu fólks, hvort hún hafi ekki þvert á móti viljað lyfta undir og hjálpa. Það er einmitt hugsjón kirkjunn- ar og sú hugsjón sem að mínum dómi er dýrmætust alls í þessu lífi. Að lyfta lífinu á hærra plan og beina því á ham- ingjubrautir. Þar skiptir trúin miklu máli.“ Í bókinni skrifar Hjálmar til varnar Hjartsláttur Hjálmars Jónssonar Út er komin ævisaga Hjálmars Jónssonar prests í Dómkirkjunni. Hjartsláttur heitir hún og í henni fer Hjálmar yfir lífshlaup sitt. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson segist Hjálmar telja samfélagið of upptekið af hruninu og að húmorsleysi geti verið hættulegt. HJÁLMAR JÓNSSON Þegar hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir fimm árum gafst honum tóm til að staldra við og velta vöngum. Úr varð Hjartsláttur sem hann kýs heldur að líta á sem áfangaskýrslu en úttekt á ævi sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR trúnni og þjóðkirkjunni sem honum finnst að sótt. Hann segir aðspurður að hvorugt sé yfir gagnrýni hafið – þvert á móti – en gagnrýnin sé oft og tíðum óverðskulduð eða beinlínis röng. „Í umræðunni verða helst einhverjar til- teknar stjórnvaldsaðgerðir í kirkjunni aðalatriði en ekki það að hún er hluti af þjóðskipulagi og samfélagsmynd.“ Pólitíkin er fyrir aðra Hjartsláttur Hjálmars er fullur af lífi og fjöri en auðvitað fær dauðinn sinn skerf. „Dauðinn er svo nærri lífi mínu og tilveru,“ segir hann. Á fimmtudag jarðaði hann konu sem er ári yngri en hann. Í gær jarðaði hann 29 ára gamlan mann. Í bókinni segir hann frá nokkr- um jarðarförum, til dæmis barna. Í starfinu felst að styðja aðstandendur sem á slíkum stundum glíma við sorg og erfiðleika. „Ég reyni að vinna með fólki í gegnum þetta ferli. Fara með því niður í dalinn svo það geti gengið hann upp aftur. Auðvitað verð ég sjálf- ur sorgmæddur. Það er ekki hægt að fara í gegnum svona störf öðru vísi. En það veitir mér styrk að vera með fólk- inu. Fylgja því í sorginni. Þarna sé ég líka kraftaverkin gerast þegar fólk rís undir ólýsanlegum byrðum og heldur áfram lífi sínu. Ég hef eignast suma bestu vini mína í gegnum þetta.“ Að þessu sögðu horfumst við rétt sem snöggvast í augu. Hjálmar spyr hvort við séum ekki of alvarlegir. Jú, segi ég og sný talinu að pólitík. Hjálmar sat á þingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í sex ár, hann hætti í stjórn- málum árið 2001, á miðju kjörtíma- bili, og varð dómkirkjuprestur. Lesa má milli línanna í bókinni að honum Við höfum verið of upptekin af tali um hrun og ég þori að fullyrða að ef fjöl- miðlunin í móðuharð- indunum eða spönsku veikinni hefði verið með þeim hætti sem nú er þá hefði ekki nokkur mað- ur lifað af. Líkt og Hjálmar segir undir lok viðtalsins kann hann æði margar vísur. Miklu fleiri en hann sjálfur hefur ort. Hér er ein sem Hákon Aðalsteinsson flutti Hjálmari að morgni prófkjörsdags 1994 en þá sóttust þeir Vilhjálmur Egilsson eftir forystusæti Sjálfstæðismanna í Norður- landskjördæmi vestra. Þetta er svokölluð ákvæðavísa. Vaki allt sem óskir þínar uppfyllt gæti, veki með þér kapp og kæti og komi þér í fyrsta sæti. Þegar Hjálmar hætti í stjórnmálum 2001 og varð dómkirkjuprestur kvaddi Stein- grímur J. Sigfússon hann með þessu: Á Alþingi við áttum prest, á honum var stólpakjaftur. Það var sem mér þótti best Þegar Drottinn tók hann aftur. Sjálfur orti Hjálmar eftir að Árni Johnsen hafði sparkað í rassinn á Össuri Skarp- héðinssyni í þinghúsinu, eins og frægt varð: Atvik í Þinginu athygli fékk, ungmeyjar grétu af trega Því Árni Johnsen að Össuri gekk og áreitti‘ hann kynferðislega. Nokkrar vísur Hjálmar fæddist í Borgarholti í Biskupstungum 17. apríl 1950. Ellefu ára flutti hann í Eyjafjörð og síðar til Akureyrar þar sem hann lauk stúdentsprófi 1971. Hann lauk guðfræðiprófi 1976 og stundaði framhaldsnám í St. Paul í Bandaríkjunum 1993. Hjálmar var sóknarprestur í Bólstaðarhlíðarprestakalli 1976-1980 og í Sauðárkróks- prestakalli 1980-1995. Hann var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1995-2001 og hefur verið prestur við Dómkirkjuna síðan. Hjálmar er kvæntur Signýju Bjarnadóttur líffræðingi og eiga þau fjögur börn. ➜ LEIÐIN ÚR BORGARHOLTI Í DÓMKIRKJUNA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.