Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 39

Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 39
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög M örgum dettur fyrst í hug tangó þegar minnst er á Buen- os Aires. Og skyldi engan undra, tangóinn er inn- gróinn í menningu lands og þjóð- ar, mun dýpra en ætla mætti. Þá gildir einu hvort íbúar borgarinn- ar kunna fótafimi tangósins eða ekki, enda fer því fjarri að allir séu fagmenn á því sviði. En tang- óinn birtist með þrenns konar hætti; að horfa á tangó, að hlusta á tangó og að dansa tangó. Að horfa á atvinnumannasýningar í þar til gerðum húsum og áhugamanna- sýningar útí á götu eða á barnum, hlusta á tangótónlist á götunni, á veitingahúsum og börum, í leigu- bílum og frá einkaheimilum. Sjarminn við tangó í Argentínu er að allir dansa tangó og öllum er alvara. Enginn gerir grín að þeim sem „reynir“ að dansa tangó, því það er líkt og allir séu sama sinnis; það eiga allir að dansa tangó. Allir eiga að hlusta, heyra, sjá og njóta. Ekki þarf heldur að kynna arg- entínska nautakjötið, en þó er ákveðinni forvitni svalað með því að láta reyna á það fyrir alvöru. Og já, trúið mér, það stendur undir öllu því lofi sem yfir það hefur verið ausið. Lomo a la parilla, eða grilluð nautalund, er nokkuð sem allir veitingastaðir eru stoltir af. Grillið er reyndar í hávegum haft hér um slóðir, lykilatriði allra veit- ingastaða. „Evrópsk“ borg Buenos Aires er án efa „evrópsk- asta“ borgin í Rómönsku-Ameríku. Í ljósi sögunnar er það kannski ekki skrýtið, því um 90 prósent þjóðarinnar eru afkomendur Evrópubúa, sem er mun hærra hlutfall en í nokkru öðru landi Suður-Ameríku. Fyrir utan hin hefðbundnu og rótgrónu spænsku tengsl, þá fjölgaði innflytjend- um mjög til Argentínu á 19. öld og voru ítalskir suðvesturfar- ar þar fremstir í flokki. Af þeim sökum eru mörg ættarnöfn í Arg- entínu ítölsk og ekki leynir hann sér ítalski sönglandinn í hinum sérstaka spænskuhreim hér um slóðir. En það er ekki bara fólkið sem er „evrópskt” í hinum klassíska, miðalda, skilningi. Allt borgar- skipulagið minnir á evrópskar stórborgir, jafnvel þær allra stór- kostlegustu á borð við París og Madríd. Sá sem þetta skrifar hefur búið bæði í Frakklandi og á Spáni og fyllist vellíðunar-nostalgíu við það eitt að ganga um stræti og torg Buenos Aires. NÓVEMBER 2009 FRAMHALD Á SÍÐU 6 Skíðað í ítölsku Ölpunum Spennandi ferðir til Madonna og Selva. SÍÐA 8 TANGÓ, TÍSKA OG NAUTAKJÖT Glæsilegar byggingar, breiðgötur, mannþröng á strætum og torgum, gosbrunnar, kaffi hús á hverju strái, listasöfn og gallerí, hátískuhús og hönnun, tónlist við hvert fótmál. Við erum ekki í París eða Róm, heldur í Buenos Aires, syðstu stórborg Suður-Ameríku. Þorfi nnur Ómarsson veitir okkur innsýn í þessa óvæntu borg. Jól á fjarlægum slóðum Öðruvísi hátíðarhöld SÍÐA 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.