Fréttablaðið - 07.11.2009, Page 61
BORGARFERÐIRFERÐAST TIL SUÐUR-AMERÍKU
FERÐALÖG 7
Á Rodriguez Peña götunni, milli
Santa Fe og Arenales, eru nokkr-
ir ódýrir en góðir veitingastaðir,
bæði argentínskir og mexíkósk-
ir.
Skammt undan er Como en
Casa, á Riobamba 1239, en þar
færðu guðdómlegar súkkulaðikök-
ur og ýmsar aðrar syndsamlega
góðar tertur með kaffinu. Þarna
er líka tilvalið að snæða hádegis-
verð, ekki síst í hinum opna bak-
garði í góðu veðri.
Varla er hægt að koma til Buen-
os Aires án þess að kíkja niður
að hinni silfruðu á. Hér minnir
áin reyndar meira sjóinn, enda á
mörkum beggja. Íbúar gætu orðið
móðgaðir ef þú hefur orð á því hve
menguð hin dumbrauða á er, því
„hún hefur alltaf verið svona“
verður svarið. Það er nokkuð til í
því, þarna er á ferðinni jarðvegur
allt frá Brasilíu og Paragvæ.
Á bak við Casa Rosada, for-
setahöllina, er Puerto Madero
bryggjuhverfið sem hefur nýlega
verið byggt upp af myndarskap.
Glæsilegasta brúin er Puente de
la Mujer, eða Mæðrabrúin, en þar
allt í kring eru kaffi- og veitinga-
hús og breiðar gangstéttar. Ef þú
tekur línuskautana með þér, þá er
tilvalið að hefja rúllið hér og halda
inn í verndaða græna svæðið,
Costanera sur. Fleiri góðir staðir
til að skokka á eða um ganga eru
grænu svæðin neðst í Recoleta og
Palermo.
Vetrartilboð
Palermo Hátískuverslanir á hverju strái.