Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 62

Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 62
8 FERÐALÖG UPPÁHALDSVEITINGASTAÐUR- INN: Terra Nerra 18 rue de Fossés St. Jacques í fimmta hverfi. Einstaklega skemmtilegur ítalskur staður sem Delphine og Raym- ondo frá Napolí reka, man ekki eftir neinum frönskum sem ég held meira upp á. FLOTTASTI BARINN: Café-livre beint á móti St. Jacques-turnin- um þar sem fimm þúsund bækur eru, ekkert sérstaklega mikill tískubar en skemmtileg verönd og gott lífrænt ræktað hvítvín. SKEMMTILEGASTI NÆTUR- KLÚBBURINN: Er alveg að detta út úr klúbbastemningunni en hef alltaf gaman af Black Blanc Beur (svart hvít arabískt) tedansinum á sunnudögum þar sem blandast saman fólk af ýmsum kynþáttum og tónlistin um leið. Sumir af vinum mínum úr Karíbahafinu segja að ég sé svartur inn við beinið. BESTU GÖTURNAR/HVERFIÐ TIL AÐ KAUPA FÖT: Haussmann- búlvarðurinn sameinar stóru magasínin og búðir eins og Zöru og fleiri og nú síðast var opnuð japönsk búð, Uniglo, sem þykir flott. Svo er Mýrin góð fyrir þá sem eru fyrir nýstárlega hönnuði. BESTI STAÐURINN TIL AÐ VERA Á MEÐ BÖRN: Vincennes-skógur- inn sem er skammt frá endastöð metró 1, Chateau de Vincennes er einstakur á sumrin og nóg pláss þar. Lúxemborgarhallar- garðurinn er ágætur líka. HVERJU MÁ ALLS EKKI MISSA AF Í NÓVEMBER? Jólaverslunin byrjar og því er ómissandi að sjá útstillingargluggana fyrir framan stóru verslanirnar á Haussmann- búlvarði. BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ? Leyndarmálin eru mörg en eitt þeirra er hallargarðarnir Palais Royal sem eru hinum megin við Louvre miðað við Rivoli-götu og margir taka ekki eftir. HEIMAMAÐURINN  París BERGÞÓR BJARNASON TÍSKUGÚRÚ H jónin Einar Sigfússon og Anna K. Sigþórsdóttir hafa áratugs reynslu við fararstjórn til ítölsku Alpanna. Í vetur býður ferðaskrif- stofan Vita upp á ferðir til Madonna di Campiglo og Selva, en bæði þessi skíðaþorp hafa verið geysilega vin- sæl hjá Íslendingum undanfarin ár. „Það verður flogið út á laugardög- um með Icelandair til Verona á Ítalíu og svo tekur við um það bil þriggja tíma rútuferð með stoppi upp í ítölsku Alpana. Fólk getur keypt skíðapassa strax í rútunni og verið tilbúið á skíðin næsta dag,“ útskýrir Einar, sem bætir við að skíðasvæðið sem um ræðir sé ein- staklega fjölbreytt. „Allar skíðalyftur eru nýjar og snjór er framleiddur á allar brautirnar áður en skíðatímabilið hefst. Færið er því afskaplega gott og veðurfar á þessum slóðum er þurrt og Ítalirnir hér stæra sig af þrjú hundruð sólardögum á ári.“ Einar mælir með því að allir nema færustu skíðamenn fari í skíða- skóla og þá sérstaklega börnin sem hafa verulega gaman af. „Það hefur einnig færst í vöxt að fólk leigi sér skíði þegar þangað er komið og verðið á slíku er nokkuð hag- stætt.“ Bæði þorpin eru sérstaklega sjarmerandi og státa af óviðjafnan- legu útsýni. Í Selva, sem er afskap- lega fallegt þorp, sameinast helstu einkenni úr menningu og hefðum Ítala og Austurríkis manna og mat- seldin verður sérlega skemmtileg blanda af matarvenjum beggja landa. „Við erum með skíðapró- gramm á hverjum degi í báðum þorpum til að kynna skíðamögu- leikana fyrir fólki og það er alveg frjálst val hvaða daga fólk tekur til að fara í slíkar ferðir. Það er hægt að skíða yfir í aðra skíðabæi og uppi í fjöllunum eru líka ótal veitinga- staðir sem vert er að prófa.“ Frekari upplýsingar eru á www. vita.is - amb SPENNANDI SKÍÐA- FERÐIR TIL ÍTALÍU Vita býður upp á skemmtilegar ferðir til Selva og Madonna di Campiglio. Fjölbreyttar brekkur Á Ítalíu eru brekkur fyrir byrjendur og lengra komna. Gott færi Snjór allan veturinn. Frábær staðsetning Útsýnið í Selva er stórbrotið og fallegt. Veitingastaðurinn Silfur Hádegi: 3.500,- Fim. - lau. kvöld: 6.900,- Sun. - mið. kvöld: 5.900,- Pantaðu tímanlega Kemur þú langt að?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.