Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 70

Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 70
42 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR UPPISTAND Jóhann og Ari kynntust í MR og urðu miklir mátar þrátt fyrir nokkurn aldursmun. Auk uppistandsins með Mið-Íslandi er Ari einn af sex handritshöfundum Áramótaskaupsins í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI G rínhópurinn Mið-Ísland hefur undanfarið vakið töluverða athygli fyrir frammistöðu sína á uppi- standskvöldum víða um miðborgina, þar sem oftar en ekki er troðið út úr dyrum og almenn gleði í loftinu. Hópurinn er skip- aður fimm fyndnum Íslendingum á þrí- tugsaldri, þeim Bergi Ebba Benedikts- syni, Árna Vilhjálmssyni, Dóra DNA og viðmælendunum Ara Eldjárn og Jóhanni Alfreð Kristinssyni. Öfund og afbrýði Meðlimir hópsins hafa allir þekkst síðan á menntaskólaárunum og gangast Ari og Jóhann fúslega við því að þeir hafi gant- ast mikið hver í öðrum í gegnum tíðina. Fyrst fór þó að komast mynd á hópinn í kjölfar fyrsta uppistandskvölds þeirra Bergs Ebba og Dóra á Prikinu í apríl síðastliðnum. „Þeir höfðu lengi manað hvor annan upp í þetta, og slógu loksins til. Við Jóhann fórum saman að horfa á þá og urðum alveg uppnumdir,“ segir Ari. „Það bærðust alls kyns tilfinningar innra með okkur eftir þetta kvöld,“ bætir Jóhann við. „Við fundum fyrir öfund og það örlaði á afbrýði, en auð- vitað samglöddumst við þeim líka því kvöldið tókst afar vel. Í öllu falli urðum við mjög ánægðir þegar Bergur Ebbi hafði samband og bað okkur um að vera með á næsta kvöldi. Uppistand hafði aldrei verið inni í myndinni hjá okkur, en við gátum ekki verið minni menn eftir að þeir riðu á vaðið.“ Nafnið Mið-Ísland kemur frá Bergi Ebba, en hann hefur einnig verið umsjónarmaður samnefnds vikulegs útvarpsþáttar á Rás 2 þar sem allir í hópnum hafa átt gestainnkomur. Full- skipaður hópurinn hefur troðið upp reglulega síðan í vor og Ari og Jóhann tóku strax eftir hinu jákvæða umtali sem fylgdi uppákomunum frá upphafi. „Kannski er það fákeppninni að þakka að fólk virðist kunna að meta okkur,“ segir Ari og glottir við tönn. Jóhann lumar á annarri mögulegri útskýr- ingu á vinsældunum. „Það sem skiptir ekki minnstu máli er að áhorfendurnir hafa verið móttækilegir. Þeir eru lang- mikilvægasti hlutinn af þessu. Uppi- stand er form sem gengur hreinlega ekki upp nema salurinn sé jafn til í tuskið og skemmtikraftarnir. Þetta hefur verið hreint út sagt ótrúlega gaman.“ Ari tekur í sama streng. „Við erum rosalega fegnir að hafa drifið í þessu. Það liggur við að við sjáum eftir að hafa ekki kveikt á þessu fyrr, því þá værum við núna orðnir reynsluboltar í brans- anum.“ Bombið er óhjákvæmilegt Mið-Íslandshópurinn hefur þann háttinn á að hver meðlimur kemur fram í um tuttugu mínútur, þótt tímalengdin geti teygst til hjá hverjum og einum eins og gengur. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort það krefjist ekki mikils undir- búnings að semja slíka dagskrá. „Það liggur töluverð vinna að baki hverri sýningu,“ segir Ari. „En okkur þykir gaman að undirbúa eitthvað sem á að vera skemmtilegt. Við höfum auðvitað bara verið að fikta í þessu í nokkra mán- uði, á meðan margir íslenskir grínistar hafa kannski unnið við þetta í mörg ár. Það er örugglega ekkert alltaf gaman. Dagskráin byggir líka að nokkru leyti á hlutum sem maður hefur talað um, pirrað sig á eða gert grín að í partíum í mörg ár. Sumir brandararnir mínir eru alveg tíu ára gamlir.“ Uppistandarar eru oftast aleinir á sviðinu og þurfa að reiða sig alfarið á dagskrána. Er það ekki ógnvekjandi reynsla? „Einhvers staðar las ég um banda- ríska könnun sem leiddi í ljós að það sem flestir hræðast mest er að tjá sig á opinberum vettvangi. Dauðinn var númer tvö,“ segir Ari. „Við höfum auðvitað verið að koma fram fyrir tiltölulega öruggan hóp, innan gæsalappa, aðallega fólk milli tvítugs og þrítugs. Okkur langar til að gera grín fyrir alla aldurshópa,“ segir Jóhann. „Fólk á sjötugsaldri er gróft og vill heyra grín. Það er áskorun að standa fyrir framan hóp af fólki á þeim aldri, en við erum til í hvað sem er.“ Ari segir óhjákvæmilegt að mistak- ast, eða bomba eins og sagt er á fagmáli, endrum og eins. „Öll kvöldin okkar hafa gengið eins og í sögu hingað til, en ef maður er alltaf að fela sig fyrir mis- tökunum lærir maður minna. Grínar- inn Dave Chapelle hefur til dæmis sagt frá því hversu mikill léttir það var að bomba í fyrsta skipti, því þá þurfti hann ekki að vera hræddur lengur.“ Stéttarfélag vinnustaðagrínara Ari og Jóhann eru sammála um að hópurinn búi yfir mikilli breidd. Hver meðlimur hafi sinn sérstaka stíl og efn- istökin séu því fjölbreytt. Til að mynda hefur Ari getið sér gott orð fyrir að herma eftir nafntoguðum einstakling- um á borð við Bubba Morthens, Hrafn Gunnlaugsson, Björgvin G. Sigurðsson og fleiri. Þá er Jóhann sérfræðingur hópsins í efnahagsvandræðum Íslands. Þeir kynntust fyrst við nám í Mennta- skólanum í Reykjavík. Ari var á loka- árinu en Jóhann busi, og þar að auki einu ári á undan í skóla. Þeir urðu strax miklir mátar. „Mér þótti Jóhann fyndnasti maður sem ég hafði hitt á ævinni, en hann var svo helvíti ungur að þetta kom ekki nógu vel út,“ segir Ari. „Við þurftum þess vegna að fela sam- bandið mjög lengi. Þetta var erfitt. Svo útskrifaðist Ari úr skólanum, en hann útskrifaðist ekki úr lífi mínu það vorið,“ bætir Jóhann við og í kjölfarið hefjast, af einhverjum ástæðum, miklar umræð- ur um Óskarsverðlaunamyndina Broke- back Mountain. Ari starfar sem textasmiður hjá aug- lýsingastofunni Jónsson & LeMacks, en Jóhann stundar laganám við Háskóla Íslands og er auk þess í hlutastarfi hjá Fjölmiðlavaktinni. „Við erum báðir vinnustaðagrínarar,“ segir Ari, „sem er reyndar sérstak- lega sorglegt í tilfelli Jóhanns þar sem hann vinnur heima. Ég get þó pínt sam- starfsfólk mitt í hádegishléum. Það er á stefnuskránni hjá okkur að setja á fót stéttarfélag vinnustaðagrínista. Þá getum við farið í verkfall og fylgst með samfélaginu hrynja til grunna.“ „Vinnustaðagrínarar eru límið í sam- félaginu,“ segir Jóhann. Þeir vinna lengur en flestir aðrir, eyða miklum tíma í undirbúning og hljóta enga viður- kenningar fyrir störf sín aðrar en hlát- urrokur.“ Ari segir vinnustaðagrínið hafa byrj- að þegar hann vann í nokkur sumur hjá verktaka sem unglingur. „Ég missti eitt- hvað út úr mér einn daginn og eftir það varð ekki aftur snúið. Vinnufélagarnir voru komnir á bragðið, vissu að ég gat verið fyndinn og heimtuðu skemmtun í pásum. Best var ef brandararnir tengd- ust starfinu á einhvern hátt.“ „Til dæmis er eitt verkfæri sem heitir kínverji. Það hefur væntanlega verið tilefni til nokkurra brandara?“ spyr Jóhann og Ari játar því. Grínhátíð í Loftkastalanum Aðspurðir segjast Ari og Jóhann ekki eiga sér neinar sérstakar fyrirmyndir í uppistandinu. „Maður getur lært eitt- hvað af öllum sem maður sér, hvort sem þeir eru góðir eða lélegir,“ segir Ari. „Á YouTube er reyndar hægt að finna kennslumyndbönd í uppistandi, þar sem einhverjir massíft harðir gæjar kenna helstu undirstöðuatriðin. Þar lærir maður til dæmis hvernig á að taka á „heckler“, áhorfanda sem angrar skemmtikraftinn með frammíköllum, og alls konar fleiri bransatrix.“ „Svo hafa verið margir ágætis grín- istar hérna á Klakanum í gegnum árin,“ heldur Ari áfram. „Við erum af Fóstbræðrakynslóðinni, ólumst upp við Sigurjón Kjartansson, Jón Gnarr, Þor- stein Guðmundsson og félaga og þykir þeir ennþá mjög fyndnir.“ „Svo verða gamlar kempur aldeilis dregnar á flot á Reykjavík Com- edy Festival í næstu viku. Til dæmis Radíusbræður og Kaffibrúsakallarnir. Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir væru núna styrktir af kaffifyrirtæki og hétu Kaffitárakarlarnir,“ segir Jóhann. „Væru Kaffibrúsakarlarnir ekki pólskir í dag?,“ veltir Ari fyrir sér. Þeir segjast mjög spenntir fyrir hátíð- inni í Loftkastalanum. „Þetta hefur aldrei verið gert áður og það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út. Það eru tveir fyrir einn ef fólk kaupir miðana í forsölu núna um helgina og við erum tilbúnir,“ plöggar Ari að lokum. Þurftum að fela sambandið Grínhópurinn Mið-Ísland er meðal þeirra sem stíga á svið á hátíðinni Reykjavík Comedy Festival í Loftkastalanum í næstu viku. Kjartan Guðmundsson ræddi við tvo meðlimi hópsins, þá Ara Eldjárn og Jóhann Alfreð Kristinsson, um grínið, lífið og dauðann. Einhvers staðar las ég um bandaríska könnun sem leiddi í ljós að það sem flestir hræð- ast mest er að tjá sig á opinberum vettvangi. Dauðinn var númer tvö. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N Reykjavík Comedy Festival er ekki fyrsta grínhátíðin sem haldin er hér á landi, þótt sums staðar hafi hátíðin verið auglýst sem slík. Vorið 1996 stóðu nokkrir grínistar úr Hafnarfirði, þeir Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann Magnús son Radíusbræður, Sigurður Sigurjónsson, Laddi og Magnús Ólafsson, fyrir átta daga hátíð undir yfirskriftinni „Djók – Alþjóðlega hafnfirska grínhá- tíðin.“ „Skarplega athugað,“ segir Davíð Þór þegar blaðamaður ber erindið undir hann. „Sennilega var þetta fyrsta grínhátíðin á Íslandi og eflaust sú eina þar til nú.“ Ýmislegt var í boði á hátíðinni fyrir utan hefðbundnar grínsýn- ingar. Til að mynda voru settar upp víkingabúðir og leiktæki við Íþróttahúsið í Strandgötu þar sem skopteiknarar voru einnig á staðnum. Keppt var í tertukasti og haldin hláturkeppni, karlakór- inn Þrestir tók nokkur djóklög og Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék brandaralög, eins og sagði í auglýsingum á sínum tíma. Þá rúntaði svokallað grínsendiráð um bæinn á forláta Hummer- bifreið. Hátíðinni lauk svo með mikilli grínsýningu í Kaplakrika. Spurður hvernig til hefði tekist með hátíðina er Davíð Þór stuttorður. „Þetta var ekki endurtekið.“ Blaðamaður gengur á hann og fær þá örlítið nánari útskýr- ingar. „Þetta er auðvitað gleymt og grafið og skiptir ekki máli, en þegar á leið kom í ljós að aðkoma bæjarins var ekki fólgin í miklu öðru en að leyfa okkur að halda hátíðina. Aðsóknin var upp og ofan, en mig minnir að aðsóknin hafi verið ágæt á þá atburði sem best voru sóttir.“ Samhliða hátíðinni sendu fimmmenningarnir frá sér grín- hljómplötuna Djók. „Ég hef ekki hlustað á hana nýlega, en leyfi mér að efast um að mér þyki hún mikið betri nú en þá,“ segir Davíð. „En ég held reyndar að hún hafi öðlast dálítið költ-fylgi.“ Sameinaðir Radíusbræður koma fram í fyrsta sinn síðan 2006 á Reykjavík Comedy Festival. Reykjavík Comedy Festival í Loftkastalanum stendur yfir frá miðvikudeginum 11. nóvember fram á laugar- dagskvöldið 14. nóvember. Skemmtikraftar sem fram koma eru Mið-Ísland, Þorsteinn Guðmundsson, Helga Braga Jónsdóttir, Radíusbræður, Kaffibrúsakarlarnir, Halldóra Geir- harðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sveinn Waage, Þórhallur Þórhallsson, Brynja Valdís Gísladóttir, Rökkvi Vésteinsson, Phil Nichol, Tom Stade, Steve Hughes, Eric Lampaert og Joel Dommett. Kynnir er Freyr Eyjólfsson. Miðasala er í Loftkastalanum og á Midi.is. ➜ REYKJAVÍK COMEDY FESTIVAL DJÓK ´96 – ALÞJÓÐLEGA HAFNFIRSKA GRÍNHÁTÍÐIN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.