Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 76

Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 76
BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 48 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Úps! Lof mér að ná þessu upp úr! Ég verð að kom- ast héðan burt! Er þetta eðlilegt? Bless pabbi. Ég elska þig. Hvað sagði hann? Að hann elskaði þig! En hvað það var sætt! Og fallegt. Og hugul- samt. Og óvænt. Þetta getur ekki boðað gott. ÞAÐ ER FYLGST NÁIÐ MEÐ ÞÉR FÉLAGI! Flottur litur. Já, þessi blái tónn er miklu betri en venju- legur hvítur! Jæja, eigum við að prófa þær? Ertu brjálaður?? Ég læt ekki þessi skít- ugu föt inn í nýju þvottavélina mína! Ég líka. Ég hélt að ég myndi aldrei verða spennt yfir því að fá nýja þvottavél og þurrkara, en það er ég! Síendurtekin martröð Marcels Marceau Sko, ég er búinn að fara um hverfið og það heyrði enginn byssuskot. Byssu- maðurinn hlýtur að hafa notað hljóðdeyfi... Íslenskum fjölmiðlum er að vissu leyti vorkunn að vera ekki betri en þeir eru. Smæð markaðarins gerir það einfald- lega að verkum að fjármagnið leyfir ekki að fjöldi starfskrafta og vinnustunda á bak við hvern dálksentímetra sé sam- bærilegur við það sem gerist víðast hvar erlendis. Þetta er þó auðvitað engin afsök- un fyrir því almenna metnaðarleysi sem til dæmis lýsir sér í því hve allir íslensk- ir ritmiðlar virðast hafa einlægan áhuga á því hvort Amy Winehouse var í nærbuxum eða ekki síðast þegar hún fór á djammið. AUÐVITAÐ fjalla íslenskir fjölmiðlar mestanpart um alvarlegri mál. Nýlegt, skelfilegt mansalsmál, sem verið er að rannsaka, hefur þannig fengið talsverða umfjöllun og eðlilega vakið almennan óhug. Rannsókn hefur leitt í ljós svo víðtæk og fjölbreytt afbrot, ofbeldi og hvers konar svik, að nú er verið að rannsaka málið sem skipu- lagða glæpastarfsemi. Þó er ekki laust við að manni finnist ekki hafa komið alveg nægilega skýrt fram nákvæmlega hvað í man- sali felst. Það er í raun ekk- ert annað en þrælahald, oft í formi nauðungarvændis, þ.e.a.s. þaulskipulagðra raðnauðgana á fátækum stúlkum í ábataskyni fyrir þriðja aðila. Ástæðulaust er að fara fegri orðum um athæfið. ILLU heilli óttast ég að ástæða þess hve mikið hefur verið fjallað um þetta mál að undanförnu sé ekki sú hve ofbeldi af þessu tagi er einstaklega svívirðilegt, heldur sú að málið tengist sjúkri kynhegðun, lesefni sem allir óvönduðustu fjölmiðlar veraldar gera sér einmitt sérstakan mat úr að velta sér upp úr. Nýjasta útspilið sýnir nefni- lega að dómgreind og siðferði hafa ekki roð við dramatískum uppslætti. Þar var gert mikið úr því að handtaka konu nokk- urrar, sem tengist málinu, skyldi ekki fara fram í kyrrþey og að henni skyldi sýnd sú tillitssemi að bíða eftir ömmunni til að passa börnin áður en farið var með hana á lögreglustöðina til yfirheyrslu um meinta aðild hennar að viðurstyggðinni. Vafalaust er það áfall fyrir barn að sjá móður sína handtekna, en að óþægileg lífsreynsla af því tagi þyki eiga erindi í umfjöllun um þá lífsreynslu að vera haldið í þrælkun og nauðgað ítrekað lýsir engu öðru en sið- blindu af stærðargráðu sem engin orð fá gert tæmandi skil. EN KANNSKI er ekki við öðru að búast í landi þar sem engin pressa hefur markað sér þá meðvituðu ritstjórnarstefnu að vera aldrei hlandgul. Aumingja þrælasalinn Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.