Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 88

Fréttablaðið - 07.11.2009, Side 88
 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Í byrjun þessa áratugar vöktu tvær heimildamyndir Gríms Hákonarsonar um Varða sem fór á vertíð og til Evrópu verðskuldaða athygli. Hallvarður Ásgeirs- son, „Varði“ í myndunum, hefur ekki setið auðum höndum síðan þá og er nú að gefa út plötuna Observat- ion með hljómsveitinni The Coma Cluster. „Ég var við nám í Brooklyn og ég og vinur minn Sigþór „Siffvilni- us“ Hrafnsson vildum gera eitt- hvað saman,“ segir Hallvarður. „Við fórum að senda fæla á milli landa og smám saman varð platan til. Jón Indriðason, eða Pjotr Ver- stappen eins og hann kallar sig á plötunni, bjó í Danmörku á þessum tíma og kom inn í þetta. Svo feng- um við söngkonuna Yukiko Shim- izu sem bjó í Tókýó til að leggja í púkkið. Þetta var allt gert í gegn- um Netið. Hljómsveitin hefur aldrei spilað saman en samt hljóm- ar platan merkilega mikið eins og band.“ Platan var í smíðum frá 20. júlí 2008 til 22. október 2009. „Við köll- um þetta abstrakt speis-rokk. Þetta er ambient-kennt og framúrstefnu- legt,“ segir Hallvarður. „Ég hef gaman af King Crimson, metali, Sonic Youth og pönki. Sigfús hefur verið í mörgum verkefnum í gegn- um tíðina. Við spilum báðir á gítar og hann á orgel þar að auki. Plat- an var eiginlega bara unnin með því að beita útilokunaraðferð- inni.“ Varði er orðinn hámenntaður músíkant. Hann útskrifaðist úr tónsmíðadeild LHÍ 2006, tók kennsluréttindin og svo master í tónsmíðum frá Brooklyn Coll- ege. Hann kennir nú í Tónlist- arskólanum í Hafnarfirði. „Svo er maður að spila með hinum og þessum. Til dæmis með tónsmíða- félaginu S.L.Á.T.U.R. Annars er ég bara að komast niður á jörðina eftir Bandaríkjadvölina. Það var alveg frábær tími, en verst þegar gengið hrundi á miðju námsári. Maður var að drepast í nokkra mánuði en svo fóru þeir að borga út námslánin í dollurum svo þetta slapp fyrir horn.“ Coma Cluster-platan er eingöngu fáanleg á Netinu: comacluster.net. drg@frettabladid.is Plata með bandi sem hefur aldrei spilað saman ABSTRAKT SPEIS-ROKK Hallvarður Ásgeirsson er í The Coma Cluster. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA „PLÖTUUMSLAGIГ Anne Herzog, frönsk eiginkona Hallvarðs, hannaði það. METSÖLULISTI FOR L AGSINS 31.10.09 – 11.11.09 A Ð A L L I S T I 1 2 3 5 6 7 8 9 10 B A R N A - O G U N G L I N G A B Æ K U R SVÖRTULOFT Arnaldur Indriðason Nýjasta bók meistara spennunnar hefur fengið frábærar mót- tökur. Arnaldur hefur hlotið fjölda eftirsóttra bókaverðlauna. SKRÍMSLI Í HEIMSÓKN Áslaug Jónsdóttir Fyrri bækurnar um stóra og litla skrímslið hafa notið verð- skuldaðra vinsælda og hlotið margs konar viðurkenningar. KARLSVAGNINN Kristín Marja Baldursdóttir Einstök saga um ólíkar persónur og lífssögur þeirra eftir einn vinsælasta höfund þjóðarinnar. EF VÆRI ÉG SÖNGVARI Ragnheiður Gestsdóttir Þessi gullfallega bók geymir 120 kvæði sem öll fjölskyldan getur sungið saman. Geisladiskur fylgir. SNORRI ÆVISAGA SNORRA STURLUSONAR 1179–1241 Óskar Guðmundsson Stórbrotin örlagasaga manns sem barðist við heiminn fyrir átta öldum en sigraði hann að lokum með bókmenntunum. GULLGERÐARMAÐURINN Michael Scott Spennandi ævintýrasaga sem hefur farið sigurför um heiminn. Kvikmynd gerð eftir henni er væntanleg. AUÐUR Vilborg Davíðsdóttir Hér er sögð þroskasaga Auðar djúpúðgu landnámskonu sem rís úr djúpi aldanna, sterk og heillandi. LUBBI FINNUR MÁLBEIN Eyrún Ísfold Gísladóttir o.fl. Hér eru íslensku málhljóðin kynnt með stuttri sögu, skemmti- legri vísu og glæsilegum myndum. Geisladiskur fylgir. NÝTT TUNGL Stephenie Meyer „... lesendur setja lengdina ekki fyrir sig heldur fagna mjög og sökkva sér ofan í ævintýraríka frásögn.“ KOL BRÚ N BE RGÞ ÓR SD Ó T T I R / MORGU N BL A ÐI Ð HEIMSMETABÓK GUINNESS 2010 Heimsmetabókin kemur alltaf á óvart með furðulegum frásögnum af uppátækjum manna og kvenna um allan heim. HVÍTI TÍGURINN Aravind Adiga Frábærlega snjöll frásögn, háðsk og fyndin, heillandi og sláandi, sem hlaut hin heimsþekktu Booker-verðlaun 2008. SEX GRUNAÐIR Vikas Swarup Höfundurinn vakti heimsathygli með bókinni Viltu vinna milljarð? Þessi snjalla saga gefur henni ekkert eftir. HIMINNINN YFIR ÞINGVÖLLUM Steinar Bragi Nýjar sögur eftir Steinar Braga. Síðasta bók hans, Konur, sló í gegn svo um munaði. Einhver alsnjallasti höfundur landsins. w w w.forlagid.is 4 HYLDÝPI Stefán Máni Stílfimi höfundar og innsæi er enn á sínum stað og sögusviðið ískyggilegt sem fyrr. SÚPERAMMA OG SJÓRÆNINGJARNIR Björk Bjarkadóttir Fjórða bókin um þessar skemmtilegu persónur fyrir lesendur frá 4 ára aldri. Freyr Eyjólfsson / Rás 2 Sigríður B. Thorarensen / eyjan.is Felix Bergsson Úl ildur Dagsdó r / bokmenn r.is BÓK FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 9 TIL 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.