Fréttablaðið - 07.11.2009, Page 96

Fréttablaðið - 07.11.2009, Page 96
68 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Sjö ár eru liðin síðan Manchester United tókst að vinna Chelsea á Stamford Bridge í Lund- únum en þar munu liðin á morgun eigast við í toppslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er á toppnum eins og er og getur með sigri aukið forystu sína á Man. Utd í fimm stig. Sigri United kom- ast þeir rauðklæddu hins vegar á toppinn. United hefur þó aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum á heimavelli Chelsea. Alex Ferguson, stjóri liðsins, vill bæta úr því. „Við viljum bæta árangur okkar á þessum velli,“ sagði Ferguson í gær. „Hann hefur ekki verið það góður á undanförnum árum. Við höfum gert nokkur jafntefli en ekkert meira en það. Okkur gekk áður fyrr mun betur á Stam- ford Bridge en höfum gefið eftir á síðustu árum. Leikmenn vita hversu mikilvægur leikurinn er og frammistaða þeirra skiptir miklu máli.“ Ferguson á von á því að þeir Nemanja Vidic og Dimitar Berbatov verði báðir klárir í slag- inn en þeir hafa átt við meiðsli að stríða. Rio Ferdinand og Ji-Sung Park eru þó báðir meiddir og þá verður Gary Neville í banni. Hjá Chelsea er Jose Bosing- wa enn meiddur en allir aðrir eru klárir í slaginn, einnig þeir Yuri Zhirkov og John Obi Mikel sem hafa verið að glíma við meiðsli. Á sama tíma í fyrra var Chel- sea með fimm stiga forystu á United í deildinni. United varð þó meistari um vorið og lauk tímabilinu með sjö stiga forystu á Chelsea. Það getur því margt breyst enn þó svo að Chelsea nái aftur fimm stiga forystu nú. „Í mínum huga er þetta ekki úrslitaleikur um titilinn,“ sagði Ferguson. „Þetta gæti vissulega verið mikilvægur leikur og það kann að vera gott að hafa unnið þennan leik þegar við hugsum til baka í maí næstkomandi. En það er erfitt að koma fyrir sig mikilvægi leiksins nú.“ United hefur byrjað mun betur í haust en það gerði á síðasta tíma- bili og það kann að valda andstæð- ingum þeirra áhyggjum. Chelsea er þó á góðu skriði og hefur skor- að alls níu mörk í síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Didier Drogba er í miklu stuði og hefur til þessa skorað tólf mörk í fjór- tán leikjum í öllum keppnum með Chelsea. „Þetta verður mjög áhugaverður leikur og við erum ánægðir með að þessi leikur skuli fara fram nú því okkur hefur gengið mjög vel,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chel- sea. „En við vitum að þetta verður erfiður leikur. Manchester United er með mjög sterkt lið og er komið áfram í Meistaradeildinni, rétt eins og við. Þeim gengur einnig mjög vel í úrvalsdeildinni. En öll lið hafa sína veikleika og það er ekkert lið ósigrandi.“ Chelsea er eina liðið sem hefur enn ekki tapað fyrir öðru stórliði í ensku úrvalsdeildinni í haust. Chelsea vann 2-0 sigur á Liverpool en síðarnefnda liðið vann Unit- ed með sama mun um þarsíðustu helgi. United vann að sama skapi góðan sigur á Arsenal í haust. Hafa ber einnig í huga að þar sem Chelsea og United mætast inn- byrðis um helgina er kjörið tæki- færi fyrir Arsenal að blanda sér enn meira í toppbaráttuna. Liðið er sem stendur þremur stigum á eftir United en á leik til góða. Liðið mætir Wolves í dag en Arsenal hefur ekki tapað þar síðan 1978. Umferðinni lýkur svo á mánu- dagskvöldið þegar Liverpool tekur á móti Birmingham sem hefur reyndar ekki tapað síðustu þremur leikjum sínum á Anfield. Ef úrslit annarra leikja um helgina verða Liverpool óhagstæð getur liðið verið komið niður í níunda sæti deildarinnar þegar leikurinn hefst á mánudagskvöldið. eirikur@frettabladid.is United ekki unnið á Brúnni í sjö ár Chelsea tekur á morgun á móti Manchester United í toppslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Með sigri getur Chelsea tryggt sér fimm stiga forystu á toppnum áður en tveggja vikna landsleikjafrí tekur við. USS Patrice Evra sendir Michael Ballack skilaboð þegar United og Chelsea áttust við í leiknum um Samfélagsskjöldinn í ágúst síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen hefur jafnað sig á axlarmeiðslum sínum og getur spilað með AS Monaco í frönsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Hann hefur verið frá í þrjár vikur en gæti feng- ið tækifæri í dag þegar Monaco mætir botnliði Grenoble klukkan 18 í dag. Eiður Smári hefur aldrei spilað heilan leik með Monaco. Þrívegis hefur hann verið í byrjunarliðinu og einu sinni kom hann inn á sem varamaður. Hann á enn eftir að skora sitt fyrsta mark í Frakk- landi. Monaco hefur þó gengið vel síðan hann kom til liðsins. Liðið tapaði að vísu fyrir toppliði Bordeaux um síðustu helgi, 1-0, en er í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig eftir ellefu leiki. Grenoble hefur hins vegar gengið skelfilega í haust, tapað öllum ellefu leikjum sínum til þessa og er með markatöluna 5-23. Fleiri leikmenn Monaco hafa náð sér af meiðslum og geta spil- að í dag. Juan Pablo Pino hefur verið frá síðan í september vegna meiðsla á kálfa en er klár í slaginn í dag. Þá er Chu- Young Park búinn að jafna sig eftir smávægileg meiðsli sem hann hlaut á æfingu í síðustu viku. - esá Eiður Smári Guðjohnsen: Orðinn heill heilsu á ný EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN FÓTBOLTI Fernando Torres er farinn til Spánar þar sem hann er sagður ætla að leita sér læknisaðstoð- ar vegna þeirra meiðsla sem hafa plagað hann að undanförnu. Torres hefur verið að glíma við meiðsli í nára og hefur af þeim sökum ekki náð að beita sér fyllilega í leikjum Liverpool í haust. Læknar Liverpool hafa reynt að leysa vandann en nú hefur Torres ákveðið að leita sér einnig læknisaðstoðar í Valencia á Spáni. Margir leikmenn Liverpool hafa átt við meiðsli að stríða en orðrómur hefur verið á kreiki um að bæði Steven Gerrard og Torres þurfi að gangast undir aðgerð til að fá bót meina sinna. - esá Liverpool hefur áhyggjur af meiðslum Torres: Spænskir læknar skoða meiðsli Torres TORRES Spilaði sárþjáður gegn Lyon í Meistaradeildinni. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Alþjóðadómstóll íþrótta- mála (CAS) hefur tekið til greina áfrýjun enska úrvalsdeildarfélags- ins Chelsea gegn banni við leik- mannakaupumsem alþjóðaknatt- spyrnusambandið (FIFA) dæmdi Lundúnafélagið í. Samkvæmt banni FIFA mátti Chelsea ekki fá til sín nýja leik- menn fyrr en árið 2011 vegna þess að félaginu var gefið að sök að hafa sannfært hinn átján ára gamla Gael Kakuta um að svíkja samn- ing sinn við franska liðið Lens til þess að skrifa frekar undir samn- ing við Chelsea. CAS ákvað að áflétta banninu þangað til endanleg niðurstaða yrði tekin í málinu en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær það gæti orðið. Að öllu óbreyttu getur Chelsea nú tekið þátt í félagaskiptaglugg- anum sem opnast í janúar. Líklegt er að Lundúnafélagið muni þá stökkva til og fjárfesta grimmilega, ekki síst þar sem lykil- mennirnir Didier Drogba, Salomon Kalou, Michael Essien og John Obi Mikel eru líklegir til þess að missa af stærstum hluta janúarmánaðar vegna Afríkukeppninnar. Samkvæmt breskum fjölmiðlum er Chelsea sagt tilbúið að eyða í það minnsta fimmtíu milljónum punda í nýja leikmenn í janúar. - óþ Leikmannakaupabanni Chelsea aflétt tímabundið: Chelsea getur keypt á ný í janúar UPP MEÐ VESKIÐ Chelsea getur líklega keypt menn í janúar. NORDIC PHOTOS/GETTY TOPPSLAGUR! Á MORGUN KL. 15:30 5.290 KR.Á MÁNUÐI Í 3 MÁNUÐIFYRIR KREDITKORTHAFA VISA FRÁBÆRT ÁSKRIFTARTILBOÐ Á AÐEINS CHELSEA MAN.UTD.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.