Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Síða 19

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Síða 19
Jólahefti Tímarits iðnaSarmanna 1941 Útgáfa Menningarsjóðs af Heimskringlu á bókbandsstofunni. eða minna leyti bundið við jólin, jólamarkaðinn. Ég liefi ekki valið mér jólabókina ennþá — bandið á hana mun, eins og oftast, verða að bíða betri tíma. Alltaf þykjumst við verða vís- ari með ári hverju. Ég þykist bera betra skyn á bækur nú en fyrir nálega fimmtíu árum og ætti því að vera liæfari til þess að velja jóla- bókina banda mér. Þess vildi ég óska, þó að ég viti, að sú ósk muni ekki rætast, að sú bók, sem fyrir valinu verður, gæti hrifið mig eins innilega og bækurnar, sem systur mínar fengu á jólunum endur fyrir löngu og ég fékk að njóta með þeim. Ég brosi nú að þeim heilabrotum, sem þær ollu mér, og að þeim atriðum, sem mér þótti furðu eðlileg, en er þá skilningurinn meiri nú í lilutfalli við aldurinn? Sé skilning- urinn meiri, þá er hitt vist, að hrifningin, fögn- uðurinn er minni. Við skulum nú aftur líta í kringum okkur hér heima, líta á hókamarkaðinn í ár. Ástæð- urnar liafa breytzt frá því á námsárum minuin 1905—1908. Samgöngurnar eru ólíkt greiðari. Strandferðir og bílferðir eru nú nokkurnveginn allt árið, róin eða næðið, sem áður var að vetr- inum, að mestu horfið, það lieitir þá á nútíma- máli „atvinnuleysi“ og er mesta hörmungin, sem yfir landslýðinn kemur. Kvöldvökur með sama sniði og áður munu varla þekkjast, þvi miður. En útgáfutími bóka liefir varla eða ekki breytzt. Við höfuin ekki, þegar þetta er skrifað, yfir- lit um jólamarkaðinn í ár, en eftir öllnm sólar- merkjum að dæma mun hann verða meiri en nokkru sinni áður. Mikið hefir komið út af góðum bókum og mikið á eftir að koma út, sem verið er að vinna að — merkar bækur, vandaðar að frágangi — og allt er það að meira 17

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.