Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 22

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 22
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 Karl ísfeld: Barállciii vSð myrkríð Undir helmyrkum skuggum norræns skamm- degis stíga heimsveldin nú sem óðast Hruna- dans sinn. Daglega berast til hinnar friðsælu eyjar í Atlantshafi ógnþrungnar fregnir um voveiflega atburði, æðisgengin eyðileggingar- störf vitfirrtrar veraldar. Heilar borgir eru lagð- ar í rústir, hlóð varnarlausra manna streymir um stræti og torg og litar malhikið rautt, skelf- andi angistarvein tæyrist úr rústum hruninna liúsa og blandast fallbyssugný og sprengjudyn, heilum skipalestum er sökkt í hið myrka djúp hafsins, það sem hefir tekið aldir að byggja er lagt í rústir á einni nóttu, það sem kostað hefir svitadropa og heilabrot þúsunda manna verður tortímingaröflunum að hráð á einni svipstundu, og svo virðist um skeið sem hoðið sé út megin- þreki og viljaorku alls þorra manna í því skyni að eyðileggja og fella í rústir á sem skjótastan hátt allt það, sem mannsandinn og mannshöndin hafa öldum saman verið að reyna að byggja upp, til þess að hæta og fegra þennan heim, gera hann byggilegri og mannkynið farsælla. Og enginn veit, hvenær þessu válynda örlaga- veðri slotar. Það getur jafnvel hvárflað að manni, hvort sól fari ekki að sortna og höfin að hækka, og manni verður á að spyrja með skáldinu: „Æ, til livers eru allir þessir menn?“ Hin fámenna þjóð okkar hefir ennþá að mestu leyti sloppið við þennan fárlega fellibyl, aðeins heyrt veðradyninn í fjarska. En hver veit, hvenær röðin kemur að okkur? Hver veit, livenær okkur verður þyrlað inn í hinn æðis- gengna Hrunadans, sem jörðin stynur nú undir. Okkur er hollí að vera við öllu búnir, reyna ekki að flýja örðugleikana, heldur sigra þá. En um sinn skulum við veita okkur hvíld í því að hverfa snöggvast í huganum aftur i liðna tíma og skyggnast þar um í skini minninganna. Um langan aldur hefir mannkynið háð bar- átlu við myrkrið. Hin langa, norræna skamm- degisnótt hefir valdið mönnum kvíðvænlegum hrolli, en jafnframt vakið heilabrot um það, livernig sigrazt yrði á myrkrinu. Það væri löng saga að skýra frá þeirri tæknilegu þróun, allt frá dögum kolunnar, sem stungið var í moldar- vegg og kveikt var á fifu, eins og stendur i vísunni: Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fífustöngum; Halla kerling felar fljótt framan eftir göngum — og' til vorra daga, þar sem skrautlegir salir eru lýstir marglitum ljósahjálmum. Við skulum snöggvast bera saman umhverfin, hina gömlu, islenzku torfhæi í sveitum til forna, þar sem kolatýran var eina Ijósið, og hina raflýstu höf- uðborg okkar nú á tímum. I dalkvos inni á hjarnhvítum heiðum ber fyrir augu liugans lágreistan hóndabæ. Það er kvöld í skammdeginu og rökkur hvílir yfir. En út um skjáinn her daufa skímu. Heimilisfólkið situr á hinni löngu vöku við tóvinnu. Ef til vill kveður húshóndinn, cða einhver annar, rímur eða les fyrir hitt fólkið. Og daufa skíman, sem gægðist úl um skjáinn, kemur frá kolunni, ofur- lítilli pönnu með skafti og er skaftinu stungið í vegginn. Eldsneytið er lýsi eða grútur, saman-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.