Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Síða 45
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941
ar hlupu, og svo hlupu hermennirnir og liirð-
meyjarnar.
Það var hræðilegt.
„Ég gefst upp,“ sagði aumingja prinséssan,
„mér verða svo aumir fæturnir, að ég held, að
þeir ætli að detta af mér.“
„Engin miskunn,“ sagði Gvendur.
„Þetta er voða!egt,“ sagði gamli kóngurinn.
Húfan var öll komin út í annan vangann eftir
hlaupin.
Svo hélt prinsessan áfram að lilaupa, kóng-
urinn hljóp og allir hlupu. Ef ein kind hljóp
til hægri, þá hlupu liinar níutíu og níu til vinstri.
Prinsessan varð stöðugt að vera á sprettinum
upp og ofan hæðirnar, út og suður, austur og
vestur. Og allar hirðmeyjarnar hlupu á eftir.
Þetta var Ijóta gamanið. Hirðmeyjarnar æjuðu
og veinuðu af þreytu og sársauka, svo að ekki
heyrðist mannsins mál.
„Engin miskunn,“ sagði Gvendur.
Allir urðu að lilaupa fram á rauða kvöld.
Loksins sagði Gvendur:
„Nú er dagsverkinu lokið og allir mega fara
heim.“
„Já, en nú skal ég — púh segja þér nokk-
uð, Gvendur — púh —“ sagði gamli kóngurinn
og þurrkaði af sér svitann með frakkalafinu
sínu, því að vasaklúturinn lians var löngu orð-
inn gegnblautur. „Ef prinsessan sofnar ekki á
augabragði, þegar við komuin heim — púh
þá verður ]iú bæði bengdur og hálshöggvinn
og meira að segja lúbarinn ob, púh —
„Allt í lagi, prinsessan sofnar, það er óbætt
um það,“ sagði Gvendur.
Nú var vögnunum ekið fram og svo lagði öll
bersingin af stað heim að höllinni. Hermenn-
irnir tóku Gvend og bundu hann, því að það
átti að taka bann af lifi, ef prinsessan sofnaði
ekki.
Sólin gekk lil viðar. Búsmalinn rölti lieim
úr liaganum og dalalæðan breiddi sig yfir lág-
lendið. Allt varð kyrrt og hljótt.
Prinsessan hvíldi á öllum svæflunum sínum
inni í vagninum. Veslingurinn, bún var svo
þreytt eftir blaupin og svefnleysið. En hvað
það var notalegt að halla sér út af. Vagninum
var ekið bægt og hann vaggaði henni svo þægi-
lega á dúnmjúkum svæflunum. Hún lét aftur
augun, andardrátturinn varð smám saman
dýpri, höfuðið hneig niður á koddann og litlu
síðar var hún steinsofnuð. Hún var orðin svo
dæmalaust ósköp þreytt, aumingja lilla jirins-
essan.
Hirðmeyjarnar opnuðu vagninn, þegar komið
var inn í hallargarðinn.
„Nei, sjáið þið nú bara!“ hvísluðu þær og
lögðu fingurna á varirnar. „Prinsessan er bara
sofnuð — steinsofnuð. Hamingjunni sé lof og
dýrð.“ Og svo grétu þær allar af gleði.
„Viljið þið lofa mér að sjá?“ hvíslaði gamli
kóngurinn og gægðist inn. „0, bvílik hamingja
fyrir landið og þjóðina.“ Og svo grét hann líka.
Hægindastóll kóngsins var settur við bliðina
á vagninum. Þarna ætlaði bann að sitja, þang-
að til prinsessan vaknaði.
IJann sofnaði á augabragði.
Hirðmeyjarnar settust á hallarþrepin og ultu
svo út af sofandi. Lúðrasveinarnir, sem áttu að
halda fólkinu vakandi, steinsofnuðu, og svo
sofnaði öll þjóðin.
Það varð svo bljótt í kóngsrikinu, að lieyra
mátti saunmál detta. Enginn rumskaði alla lið-
langa nóttina. Það var komið fram undir liá-
degi, þegar gamli kóngurinn vaknaði.
„Hvað er að tarna?“ kallaði bann dauðskelk-
aður. „Heyrðu, þjónn, komdu með títuprjón-
inn, ég sé ekki belur en að ég sitji hér í miðjum
hallargarðinum í hægindastólnum mínum.“
í sama bili gægðist prinsessan úí um glugg-
ann á vagninúm sinum.
„Góðan daginn, góðan daginn, pabbi minn,“
sagði bún og brosti svo yndislega við honum,
að liann fékk kökk í hálsinn. Augu hennar voru
perluskær og kinnarnar rósrauðar.
„Ég hefi sofið svo dásamlega vært,“ sagði
hún, „og nú líður mér svo vel. Hvar er Gvend-
ur? Ég vil endilega giftast honum sem allra
fyrst og fá hálft kóngsrikið."
„Ykkur er velkomið að fá það allt,“ sagði
gamli kóngurinn. „Ég er syfjaður ennþá og
nenni ekki að stjórna lengur. Gerið ])ið svo vel.
Takið þið það allt. Nú skulum við gleðjast og
byrja á undirbúningnum undir brúðkaupið, en
fyrst verðum við að fá eittbvað að borða. Bless-
43