Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 8
Iðnaðarbanki Islands hf. 25 ára Valur Valsson Landssamband lönaöarmanna gaj Iðnaðarbankanum jánastöng á 25 ára ajmœli bankans. Stöngina smiðaði Björgvin Fredrik- sen. - Á myndinni ajhendir Sigurður Kristinsson formanni bankaráðs, Gunnari J. Friðrikssyni, gjöjina. Iðnaðarbanki íslands hf. hefur um þessar mundir starfað í 25 ár, en hann hóf starfsemi sína 25. júní 1953. Þá var náð takmarki, sem unn- ið hafði verið að um laingan tíma, og kostað hafði samtök iðnaðarins mikla baráttu. Hugmynd um stofnun sérstaks banka fyrir ís- lenskan iðnað var fyrst hreyft 10 árum áður, eða á sjöunda Iðnþingi Islendinga í september 1943. Þar var samþykkt áskorun til Alþingis, að það legði til hliðar 5 millj. króna af tekjum ársins 1943, og því fé yrði varið til stofnunar Iðnaðar- banka. A næstu tveimur Iðnþingum 1945 og 1947, eru endurteknar áskoranir til Alþingis um að samþykkja lög um stofnuin iðnaðarbanka og á 9. Iðnþinginu, sem haldið var árið 1947, var kosin sérstök nefnd til þess að vinna, ásamt stjórn Landssambands iðnaðarmanma, að gangi málsins. Nokkru síðar var skipuð samstarfsnefnd Lands- sambands iðnaðarmanna og Félags íslenskra iðn- rekenda um framvindu málsins og fékk sú nefnd j^að verkefni að semja drög að frumvarpi um iðn- aðarbanka. I þessari nefnd áttu sæti Sveinbjörn Jónsson, Þorsteinn Sigurðsson, H. J. Hólmjárn og Páll S. Pálsson. Nefndin skilaði ýtarlegu frum- varpi ásamt greinargerð í aprílmánuði 1949. Rök samtaka iðnaðarins um stofnun sérstaks iðn- aðarbanka voru í aðalatriðum þau, að enginn 2 ríkisbankanna þriggja liefði talið það skyldu síina að aðstoða iðnaðinn og hefði atvinnugreinin, sem þriðjungur landsmanna hafði framfærslu af, verið sett hjá í bönkunum. Árið 1950 leggur meirihluti iðnaðarnefndar neðri deildar Alþingis fram frumvarp samstarfs- nefndarinnar. Málið dagaði Jró uppi í þinginu í það sinn. Hins vegar er lrumvarpið borið fram að nýju árið eltir, og Jrrátt fyrir töluverða andstöðu var frumvarpið samjrykkt sem lög frá Alþingi 19. desember 1951. Hlutafé bankans var ákveðið 6,5 millj. króna og skyldi ríkissjóður eiga 3 milljónir króna, félögum samtaka iðnaðarins skyldi gefinn kostur á að kaupa hlutabréf fyrir 3 millj. króna, en 500 þús. kr. yrðu boðnar almenningi. Næstu mánuði var unnið af kappi að söfnun hlutafjár meðal iðnaðarmanna og iðnrekenda og var því verki lokið á tiltölulega skömmum tíma. Höfðu þá ellefu hundruð einstaklingar og fyrir- tæki skráð sig fyrir hlutafé í bankanum. Stofn- fumdur var haldinn 18. október 1952. Þann fund sátu á fjórða hundrað hluthafar. Þar voru lögð fram drög að samjjykktum fyrir bankann og einnig urðu miklar umræður um starfsemi hans almennt. Viku síðar, 26. október, er síðan haldinn framhalds stofnfundur, og þar voru bankanum settar samþykktir og reglugerð. Auk þess voru gerðar á fuindinum ýmis konar aðr- TIMARI T 1 ÐNAÐARMAN NA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.