Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 9
ar ályktanir, er snertu hag bankans. í fundarlok fór f'ram kosning fyrsta bankaráðsins og hlutu eftirtaldir menn kosningu: Einar Gíslason, Guð- mundur H. Guðmundsson, Helgi Bergs, Kristján Jóhann Kristjánsson og Páll S. Pálsson. Fyrstu endurskoðendur bankans voru kjörnir Eggert Jónsson, lögfræðingur og Pétur Sæmundsen, við- skiptafræðingur. Fyrsti fundur liins nýkjöma bankaráðs var haldinn 27. október 1952. Fór þá fram skipting starfa innan ráðsins. Páll S. Pálsson var kjörinn formaður, Einar Gíslason var varaformaður, Guð- mundi H. Guðmundssyni var falin fjárgæsla uns bankinn yrði opnaður og starfsfólk ráðið, og Helgi Bergs var kjörinn ritari bankaráðs. Eitt af fyrstu verkum bankaráðsins var að ráða bankastjóra og varð fyrir valinu Helgi Hermann Eiríksson, skólastjóri Iðnskólans og forseti Lands- sambands iðnaðarmanna fyrstu 20 ár þess. Hafði hann frá upphafi haft mikil afskipti af undirbún- ingi stofnunar bankans. Þá var unnið að því þessa fyrstu mánuði að út- vega húsnæði fyrir bankann og fyrir lipurð Loft- leiða hf. og stjórnarformanns Jtess, Kristjáns Jó- hanns Kristjánssonar, tókust samningar um að bankinn leigði hluta af húsnæði félagsins, er það hafði á leigu í húsi Nýja-bíós við Lækjargötu. Jafnframt var unnið að því að tryggja bankanum fjármagn auk hlutafjár. í því sambandi var vorið 1953 samþykkt á Alþingi heimild til ríkisstjórn- arinnar til að taka erlendis 15 milljón króna lán til að endurlána Iðnaðarbankanum. Lengi var beðið eftir því að þessi heimild væri notuð, sem Jdó aldrei varð. Iðnaðarbankinn hóf síðan starfsemi sína 25. júní 1953. Aðalbókari var í upphafi ráðinn Jón Sigtryggsson, og gegnir hann því starfi enn og er elsti starfsmaður bankans. Gjaldkeri var ráðinn Richard Richardsson, en hann hvarf Irá bankan- um eftir nokkurn tima. I stað hans var ráðinn Jón Bergmann, og hefur hann verið aðalféhirðir bankans síðan. Auk þeirra starfsmanna sem að framan greinir var Dagmar Jónsdóttir starfs- maður bankans við opnun hans fyrir 25 árum síðan. Þegar á fyrsta starfsári bankans var hafist handa um að tryggja bankanum framtíðarhúsnæði. í því skyni festi bankinn kaup á fasteigninni Lækj- IOnaÖarbanki íslands hf., aðalbanki. TÍMARIT IBNABARMANNA 3

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.