Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 39
Sunnudaginn 19. mars 1978 var haldinn fund-
ur á Hótel Loftleiðum um atvinnumál á höfuð-
borgarsvæðinu. Landssamband iðnaðarmanna
boðaði til þessa fundar, en aðalræðunraður var
Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjórinn í
Reykjavík. Einnig fluttu erindi þeir Þórður
Gröndal, verkfræðingur og Gunnar S. Bjöms-
son, húsasmíðameistari. Að því loknu voru al-
mennar umræður.
Því er ekki að leyna, að það olli vonbrigðum
live þátttaka á fundinum var dræm, en um 60
manns sátu fundinn. Fundurinn hófst kl. 14.00
með því að forseti L.i., Sigurður Kristinsson,
setti fundinn og bauð menn velkomna og rakti
aðdraganda Jressa fundar. Gat hann Jiess að auk
ræðumanna hefðibæjarstjórum7 nágrannasveitar-
félaga verið boðið til fundarins og bauð hann sér-
staklega velkomna þá er voru mættir, Garðar Sig-
urgeirsson, bæjarstjóra í Garðabæ, Sigurgeir Sig-
urðsson, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi og Jóhann
Einvarðsson, bæjarstjóra í Keflavík.
Tók þá til máls borgarstjórinn í Reykjavík,
Birgir ísleifur Gunnarsson, ræddi hann atvinnu-
málaskýrslu sína. Byrjaði hann á að rekja undir-
búning og forvinnu skýrslunnar. Síðan sagði hann
að höfundar skýrslunnar bentu á, að mikil aukn-
ing hafi orðið í þjónustugreinum en ekki í fram-
leiðslustörfum. Þess vegna væri nauðsynlegt að
leggja meiri rækt við framleiðslustörfin. ítrekaði
borgarstjóri að ekki væri vá fyrir dyrum í at-
vinnulífi Reykjavíkur, nægur tími væri til að-
gerða, þannig að ekki Joyrfti að grípa til hræðslu-
aðgerða. Ennfremur, til að tryggja atvinnuöryggi
í Reykjavík í framtíðinni, væri nauðsynlegt að
efla framleiðslu, sérstaklega á sviði iðnaðar og
sjávarútvegs.
Síðan ræddi borgarstjórinn skýrsluna og tók
hvern kafla fyrir sig, og verður hér drepið á nokk-
ur atriði.
Stjórnun: Hún fellur undir hagfræðideild
Reykjavíkurborgar og ber henni m. a. að greiða
fyrir nýjungum, efla samstarf fyrirtækja, vinna að
sjálfstæðri upplýsingaöflun o. fl.
Skipulagsmál: Fyrirliuguð eru nánari sam-
skipti við atvinnulífið um skipulagsmál.
Orkumál: Reykjavíkursvæðið er öruggasta
orkusvæði á landinu og býður hitaveitan upp á
ódýrari varmaorku en annars staðar á landinu.
Hafnarmál: Nauðsynlegt er að halda áfram
uppbyggingu hafnarinnar, en Reykjavíkurhöfn
er eina höfnin á landinu sem fjármagnar sínar
framkvæmdir sjálf.
Atvinnumálafundur
L. i.
Lóðamála og gatnagerðagjöld: Lagt er til að
gatnagerðagjöld á atvinnurekstri verði lækkuð,
en á móti hækkuð lóðarleiga, eins getur komið
til greina að veita lengri gjaldfrest á gatnagerða-
gjöldum. Þá er lagt til að léttur iðnaður og versl-
unarsvæði verði færð inn á íbúðarsvæði og að séð
verði um að framfylgja því. Þá er lagt til að út-
hlutun íbúðalóða verði sem jöfnust og í meira
mæli til stærri byggingaraðila og eins til aðila
byggingariðnaðarins, til að þeir geti úthlutað til
sinna félaga. En til að þetta geti orðið taldi borg-
arstjóri nauðsynlegt að byggingariðnaðurinn
skipuleggi sig betur sjálfur.
Iðngarðar: Samstarf við samtök innaðarins um
byggingu iðngarða æskilegt.
Innkaup og útboð: Lagt er til að innkaupum
verði sem mest beint til innlendra aðila og taldi
borgarstjóri að verð innlendra aðila mætti vera
15% hærra, ef varan væri að öðru leyti sambæri-
leo-
Jöfn aðslaða fyrirtœkja: Stefnt verði að Jjví að
fjármagnsfyrirgreiðsla verði sú sama og annars
staðar á landinu.
Framkvœmdasjóður Reykjavikurborgar: Hans
verkefni eiga að vera, að taka tímabundinn Jrátt í
rekstri fyrirtækja, að ábyrgjast lán fyrirtækja og
að standa að ýmsum rannsóknaverkefnum.
Að máli borgarstjóra loknu fluttu erindi Jreir
Þórður Gröndal, verkfræðingur og Gunnar S.
Björnsson, húsasmíðameistari og ræddu þeir um
afstöðu L.i. til atvinnumála á svæðinu.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
33