Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 24
þann megin tilgang í huga, að þetta megi verða til
þess að stuðla að enn frekari menntun stéttarinn-
ar á sínu sviði, þeim og öðrum landsmönnum til
góðs“.
Á þessum tímamótum voru þrír af stofnendum
félagsins gerðir að heiðursfélögum. Það voru þeir
Jón Jónsson, Daníel Þorkelsson og Eiríkur K.
Jónsson. Þá var Jón Björnsson málarameistari og
John Lund málarameistari frá Noregi gerðir að
heiðursfélögum. Nokkrum aðilum var veitt þjón-
ustumerki félagsins fyrir góð og gagnleg störf í
þágu stéttarinnar.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Ólafur Jónsson formaður
Páll Guðmundsson varaformaður
Sigurður Bjömsson ritari
Sigurður Ingólfsson gjaldkeri
Jens Jónsson meðstjórnandi.
Svipmynd frd móttöku i Skipholti 70, 26. febrúar 1978.
Svipmynd frá móttöku i Skipholti 70, 26. febr. 1978: Ólafur
Jónsson afhendir einum elsta málara borgarinnar heiðurs-
merki félagsins.
Málaraiðnin 100 ára
Kristján Guðlaugsson málarameistari
Eftirfarandi erindi flutti Kristján Guðlaugsson
málarameistari á afmælishófi Málarameistarafé-
lags Reykjavíkur 3. mars sl. að Hótel Borg.
Á þessu ári eru liðin 100 ár frá því að fyrsti
faglærði málarinn hóf hér störf, 50 ár eru liðin
síðan Málarameistarafélag Reykjavíkur var stofn-
að og 10 ár frá því að Félag eiginkvenna málara-
meistara var stofnað. En þessu afmælisflóði er
ekki lokið. Það eru liðin 85 ár frá því að fyrstu
iðnfræðslulögin voru sett, 50 ár frá því að lögin
um iðju og iðnað voru sett, sem segja má að hafi
ráðið mestu um félagslega uppbyggingu iðnaðar-
mannafélaganna, og það eru líka liðin 50 ár frá
stofnun Málarafélags Reykjavíkur. Allt eru þetta
viðburðir sem að meira eða minna leyti hafa kom-
ið við og hafa verið örlagavaldar í sögu málara-
iðnarinnar.
Á tímamótum sem þessum staldra menn gjam-
an við og líta yfir farinn veg eins og segir í kvæði
Einars Benediktssonar, Aldamót:
„Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja,
án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt.“
Dag einn fyrir 100 árum þegar bæjarbúar lögðu
leið sma upp á Kjaftaklöppina við Bergstaðastíg-
inn eða upp að Skólavörðu til að líta eftir skipa-
komurn. Og þegar segl bar við himin út við sjón-
deildarhringinn út á flóanum, þá var fylgst með
siglingunni þar til henni lauk og segl voru felld
og akkeri látið falla á legunni innan við Örfiris-
ey. Slíkar skipakomur vöktu að vonurn alltaf
nokkra athygli. Við skulurn því slást í hóp þeirra
sem stóðu upp á malarkambinum sem hrannast
hafði upp fyrir ofan flæðarmálið við Knudsons-
bryggjuna fyrir utan Strandvejen sem í dag heitir
Hafnarstræti. Þetta er nánast á þeim slóðum þar
18
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA