Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 26
Aðalfundur
Félags dráttar-
brauta og skipa-
smiðja
Félag dráttarbrauta og skipasmiðja hélt aðal-
fund sinn þann 5. maí s. 1. Var greinilegt af máli
fundarmanna, að þeir væru orðnir langþreyttir á
skilningsleysi því, er þeir Jiefðu átt að mæta um
áratugaskeið af liálfu stjórnvalda. Á fundinum
kom lram ánægja með undirtektir og skilning al-
mennings og fjölmiðla á Rauðanúpsmálinu svo-
nefnda. Hugsa félagsmenn gott til samstarfs við
þessa aðila í framtíðinni. Stjórn félagsins var öll
endurkjörin.
Hér á eftir fer úrdráttur ályktana fundarins:
1. Um uppbyggingu skipaiðnaðar
Hér á landi er fyrir liendi markaður og þekk-
ing á veiðitækni, ásamt þeirri tæknikunnáttu,
sem þarf til að smíða góð skip. Ljóst er, að á
næstu árum verður vaxandi eftirspurn eftir nýj-
um skipum og skipaviðgerðum, bæði vegna við-
lialds og endurnýjunar núverandi flota og eins
vegna Jrreyttra veiðiaðferða og nýtingu þeirra
fiskistofna, sem hingað til hafa ekki verið nýttir.
Islendingar með tóman gjaldeyrissjóð og minnk-
andi verkefni, hafa ekki lengur efni á að sjá er-
lendum þjóðum fyrir verkefnum í skipaiðnaði.
Félag dráttarbrauta og skipasmiðja vill því enn
einu sinni leggja álierslu á þörfina fyrir lánsfjár-
magn á viðunandi kjörum til uppbyggingar ís-
lensks skipaiðnaðar. Augljóst er, að langvarandi
fjársvelti hefur nú sorfið svo mjög að þessurn iðn-
aði, að til hreinna vandræða liorfir. Félagið skor-
ar á þá, sem með fjármál fara og varða iðnað
þennan, að leysa skjótt það ófremdarástand, sem
liér ríkir í þessum efnum.
2. Um viðgerðir og endurbœtur A skipum
Mörg verkefni við viðgerðir og breytingar á
skipum Jrafa farið úr landi á undanförnum ár-
um. Er það ekki að undra, þar sem lánakjör liafa
lengstum verið liagstæðari erlendis og víða eru
skipasmíðar og viðgerðir niðurgreiddar. Lána-
hlutföll vegna skipaviðgerða hérlendis bækkuðu
að vísu á síðasta ári. Gallinn er hins vegar sá, að
reglur þessar, sem settar voru að tilhlutan stjórn-
valda, eru ekki framkvæmdar af Fiskveiðasjóði.
Lánin eru skorin niður og afgreiðsla þeirra geng-
ur l)æði seint og illa, verkin tefjast og stöðvast
jafnveJ í miðjum klíðum. Virðist á stundum, að
leitað sé allra ltragða til að koma verkelnum úr
landi og að lánastofnanir láti það gott heita. Gerð
eru óaðgengileg málamyndaútboð fyrir innlenda
aðila. begar svo erlendu stöðvarnar hafa lokið
verkinu heyrir til undantekninga, ef endanlegur
kostnaður er í nokkru samræmi við tilboðin. Séu
innlend tilboð hins vegar lægri en erlend, er bor-
ið við ýmsum tylliástæðum til að flytja verkefnin
úr landinu. Félag dráttarbrauta og skipasmiðja
krefst þess, að stjórnvöld sjái til þess, að framfylgt
verði gildandi lánshlutföllum, og að afgreiðsla
lána gangi með eðlilegum hraða. Þá telur félag-
20
TÍMARIT I ÐNAÐARMAN NA