Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 15
hendi og skal verðlagsnefnd vera búin að svara slíkri beiðni innan ákveðins tíma. I lögunum er kveðið á um að álagning skuli við það miðuð að I'yrirtæki fái inn kostnaðarþætti alla og auk þess, sanngjarnan hreinan hagnað. Einnig er í lögun- um ákvæði sem heimila að seld vinna sé útreikn- uð eftir ákveðnum föstum formúlum ef hún hef- ur ekki verið gefin frjáls. Þessi regla mundi þýða, að ekki þyrfti alltaf að sækja um hækkanir hverju sinni. Að öðru leyti eru í lögunum ýms þau á- kvæði sem verða örugglega mjög til bóta. 4. Vísitölumál Ekki hefur ennþá fengist sú leiðrétting sem margsinnis hefur verið lofað í lögum um verð- tryggingar. Þó er nú von til þess. Sá dómur sem féll í máli íbúðavals hf., er þáttaskil, en í þeim dómi hæstaréttar, var krafa Ibúðavals um greiðslu vísitöluhækkunar íbúðaverðs samþykkt að fullu, og má segja að þar hafi fengist mjög þörf stefnu- mörkun í þessu máli. í bréfi Seðlabanka Islands til lögmanns íbúðavals, er sett fram sú skoðun hans, að bainkinn hafi ekki úrskurðarvald í þessu máli, heldur verði að bíða úrskurðar hæstaréttar í þessu máli. — Mál það sem íbúðaval rak fyrir hæstarétti gefur að mínum dómi mjög skýra og lneina mynd af þessu máli. Þar var um að ræða hreinan kaupsamning og ekki deilt um neitt ann- að en vísitöluhækkanir á kaupsamning og er í því sambandi kröfuupphæð dæmd að fullu ásamt þeim vöxtum sem farið er fram á. Ég tel að eftir þennan dóm geti hvaða fyrirtæki sem er notað vísitölu til viðmiðunar í kaupsamninga sína fram- vegis. 5. Húsnceðis- og lánamál Lítið hefur miðað áleiðis í endurskoðun á hús- næðismálalöggjöfinni. Nefnd sú, sem skipuð var í það starf var aldrei kölluð samain á síðasta ári. Þó lagði formaður nefndarinnar fram í nóvem- ber á síðasta ári uppkast af liugsanlegum laga- breytingum og tilkynnti jafnframt að fundur yrði haldinn í janúar, en ekki liefur sá fundur þó verið boðaður ennþá. Ljóst er að verulegra breyt- inga er þörf á lánakerfi húsnæðismálastjórnar ef vel á að vera og að mínum dórni eru eftirfarandi atriði brýnust: Stórhækka þarf lánveitingu til þeirra sem eru að eignast íbúð í fyrsta sinn, helst í 80—90% af byggingarkostnaði eins og hanin er hverju sinni samkvæmt byggingavísitölu. Lánin ættu að greiðast út í tveimur áföngum, sá fyrri sem næst einum mánuði eftir að hús verða fok- held og sá seinni 6 mánuðum seinna. Fram- kvæmdalánakerfinu þarf að breyta verulega. Ekki má binda veitingu framkvæmdaláns verði íbúða, né í hvaða ástandi íbúðinni sé skilað. Þó er vert að staldra aðeins við áður en við förum fram á að fá að skila íbúðunum tilbúnum mndir tréverk eða styttra komnum. Ef baldið væri við þau ákvæði að skila íbúðunum fullbúnum, væri von til þess að iðnaðarmenn væru notaðir í rneira mæli til jness að ljúka verkum eims og t. d. máln- ingu, dúklagningu, veggfóðrun og frágangi tré- verks og hreinlætistækja, en eins og við vitum gera eigendur mikið af þessum verkum sjálfir þegar þeir fá íbúðirnar afhentar tilbúnar undir tréverk. Þess vegna er atluigandi að skoða þessa þætti málsiins nánar, áður en við biðjum um á- kveðnar breytingar í þá átt að opna þetta kerfi. í gangi hefur verið nefnd sem semja á lög um fé- lagslegar byggingar. Eiga þau lög að ná yfir bæði leiguíbúðakerfið, verkamannabústaði, fram- kvæmdanefndarbyggingar o. fl. Eins og menin muna var í yfirlýsingu ríkisstjórnar í síðustu samningum gengist inn á að byggðar væru undir slíku kerfi i/3 af öllum íbúðurn sem spá Frarn- kvæmdastofnuinar gerir ráð fyrir að byggja þurfi, hvort sem þörf væri fyrir eða ekki. Nú liggur fyr- ir rammi að þessari lagasetningu. Þar er kveðið skýrt á um tekju- og eignamörk þeirra sem geta fengið slíkar íbúðir, einnig að ekki skuli byggt TÍMARIT IÐ NAÐARMAN NA 9

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.