Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 28

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 28
Norrænt bakara- þing í Reykjavík dagana 26.-27. apríl 1978 Norrænt Bakaraþing er haldið á tveggja ára fresti og var í fyrsta sinn haldið í Noregi 1976. Að þessu sinni var þingið haldið á Islandi og kom mikill fjöldi fólks hingað til lands í tengslum við það. Var efnt til hópferða frá nokkrum landanna í því skyni að skoða land og þjóð. Landssamband bakarameistara lagði mikla vinnu í að skipu- leggja hópferðir um nágrenni Reykjavíkur og til Vestmannaeyja. Hópurinn kom til landsins sunnudaginn 23. apríl þar sem íslenskir bakarar buðu upp á framleiðslu sína. Föstudaginn 28. apríl hélt svo hópurinn heim eftir annasama en vel heppnaða daga á íslandi. Norræna bakaraþingið var haldið miðvikudag- inn 26. apríl og fimmtudaginn 27. apríl. Þingið hófst með því að Sveinn Hannesson, Landssam- bandi iðnaðarmanna, flutti stutt yfirlit um þró- unina í brauð- og kökugerð á síðustu árum. Því næst var fjallað um ýmis lög sem varða bakara á Norðurlöndunum og auk þess þær kröfur sem Jalle Lundström (Finnland) heiðrar Gisla Ólafsson og Kristin Albertsson. 22 yfirvöld viðkomandi landa gera til brauð- og kökugerðar. Fram kom að miklar kröfur eru gerð- ar á hinum Norðurlöndunum um magn ýmissa aukaefna í brauð- og kökugerð, s. s. litarefna, bragðefna og gervi sykurefna. Einnig gilda ýmis ákvæði um vörumerkingu, þannig eru t. d. í Dan- mörku lög sem segja til um verðmerkingu á vör- um og einnig er í reglugerðum kveðið á um að gefa skuli upp hvaða aukaefni notuð eru í vöruna. Einnig var fjallað um ýmis mál er varða umhverfi og vinnustaði. Upplýst var t. d. að í Danmörku hafa nýlega verið sett lög um öryggi og heilbrigð- iseftirlit á vinnustöðum, sem koma til með að hafa aukin kostnað í för með sér fyrir fyrirtæki. Sem dæmi má nefna að í 12 atvinnugreinum, þar sem sérstaklega er hætt við vinnusjúkdómum og slysum, skal sett á stofn hjúkrunarlið sem er skip- að 1 lækni, 1 sjúkraþjálfara, 2 hjúkrunarfræðing- um og 1 ritara. Skal hvert lijúkrunarlið annast 5000 starlsmenn og vera kostað af þeim fyrirtækj- um sem hafa það í þjónustu sinni. í Svíþjóð voru sett lög 1977 um þátttöku starfs- manna í stjónr fyrirtækja. Lög þessi hafa valdið ýmsum vandamálum, s. s. um hvernig túlka beri þau og getur í sumum tilfellum verið um að ræða fjársektir hjá fyrirtækjum þó þau liafi óaf- vitandi brotið lögin. Á fimmtudeginum voru tvö mál til meðferðar, markaðsmál og fræðslumál. Talsvert hefur verið unnið að markaðsmálum á hinum Norðurlönd- unum. Má nefna að Svíar hafa á síðustu tveim árum verið með mikla auglýsingaherferð í gangi þar sem lögð er áhersla á hversu brauð er holl og ódýr fæða. Herferðin hefur kostað talsvert fé eða u. þ. b. 300 millj. ísl. kr. Noregur, Danmörk og Finnland hafa einnig verið með auglýsingalier- TÍ marit iðnabarmanna

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.