Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 18

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 18
ert málefni er svo lítið að ekki séu haldinir um það 2—3 fundir, en nóg um það. Nú nýlega hefur náðst sá áfangi að koma á upp- áskriftarskyldu í Mosfellssveit. Það mun hafa ver- ið seint á síðasta sumri, sem sambandið kærði sveitarstjórnina þar fyrir Félagsmálaráðuneytinu og kröfðumst við þess að byggingarsamþykkt sem samþykkt var fyrir mörgum árum væri að fullu framfylgt. Ráðuneytið vísaði málinu til meðferð- ar sýsluneindar og 12. apríl s. 1., var samþykkt á fundi sýslunefndar, að hreppsnefnd skuli hlutast til um að öllum ákvæðum byggingarsamþykktar skuli framfylgt. Jafnframt er dæmd ógikl sam- þykkt lireppsnefndar um að fresta gildistöku kafla 1.9.1.—1.9.4., í byggingarsamþykkt ein slík samþykkt var gerð í hreppsnefnd f5. júní 1977. Þannig má segja að sigur hafi náðst í þessu máli, enda hefur byggingarfulltrúi þegar haft samband við mig, með beiðni um samstarf og aðstoð við að koma þessu á. Þessi úrskurður gefur okkur tæki- færi til að ná fram slíkri lagfæringu aninars stað- ar. Á skrifstofu sambandsins hefur sú breyting orðið, að Erlendur Garðarsson hætti starfi í febrú- arbyrjun, en nú hefur verið ráðinn í hans stað Ol- afur Gunnarssan. Ég vil nota tækifærið og þakka Erlendi hans störf og bjóða nýjan starfsmann vel- kominn til starfa og vona að við rnegum njóta hans sem lengst. Á síðustu mánuðum hefur talsvert verið rætt um framtíðarstöðu sambandsiins og annara heild- arsamtaka sem við erum í. Þessar vangaveltur koma eðlilega upp þegar menn fara að skoða töl- ur um fjármögnun allra þeirra félaga og sam- banda sem þeir eru í. Ég hef varpað fram þeirri hugmynd, að gera eigi Landssamband iðnaðar- manna að deildarsambandi, þannig að ein deild væri fyrir byggingariðnað, önnur fyrir málmiðn- að, sú þriðja fyrir raf- og útvarpsiðnað og sú fjórða fyrir önnur smærri félög. Hver deild hefði sinn sérstaka fulltrúa að minnsta kosti þær stærstu, sem að einhverju leyti eða öllu væri kost- aður af sínum starfsgreinum og sinntu þá þeirra sér málum með aðstoð og starfi annarra starfs- manna, framkvæmdastjóra og stjórn Landssam- bandsins. Slík samteinging væri tvímælalaust mik- ið hagkvæmari í rekstri og vænlegri til árangurs í framtíðinni. Einnig gæti slík tenging komið í áföngum og jafnvel ætti ekki að leggja M.B. nið- ur í þeirri mynd sem það er í dag. Slík samteng- ing byggðist þó á því að hægt verði að sameina Jæssa aðila innan sama húsnæðis. Það er að sjálf- sögðu frumforsenda. Ég vildi biðja fundarmenn að velta Jressum liugleiðingum mínum fyrir sér nú á fundinum. Mér finnst að við megum ekki eiimungis hugsa til dagsins í dag, heldur til fram- tíðarinnar og horfa til Jress hvernig best og hag- kvæmast við geturn byggt okkur upp í framtíð- inni og hvernig við getum mest og best komið okkar félagsmönnum til hjálpar í þeirra málum. Á þessum tímamótum, þegar sambandið er bú- ið að starfa í 20 ár, er vel þess virði að líta til baka og spyrja hverju við höfum áorkað. Ég held að Jaeir aðilar sem í fararbroddi voru á undan mér, fyrst Tómas Vigfússon, sem fyrsti formaður sam- bandsins í 2 ár og síðan Grímur Bjarnason í 11 ár, hafi tvímælalaust gert kraftaverk á þeirn tíma. Á þeim 7 árum sem ég hef verið formaður, hefur starfið að ýmsu leyti breyst. Félögum liefur fjölg- að úr 6 í 14 og hefur ])ví starfið farið meira í ým- is mál út á við, samskipti við opinbera aðila, að ógleymdum samningamálum. Ekki hefur verið hægt að sinna eftirlitsmálum að neinu marki, en Jrað voru mál sem í upphafi voru sett sem höfuð- markmið við stofnun sambandsins. Ég ætla að láta öðrum um það að dæma hvernig tekist hefur til á síðustu árum, Jró er það von mín að eitthvað hafi áunnist til hagsbóta fyrir félagsmenn okkar. Með Jreim orðum vil ég að endingu Jrakka sam- starfsfólki mínu á skrifstofunni fyrir frábær störf, félagsstjómum og félagsmönnum fyrir gott sam- starf og stjórn sambandsins fyrir hennar umburð- arlyndi og gott samstarf við mig á árinu. Aðalfundurinn var fjölsóttur og mörg mál til umræðu. Á fundinum störfuðu nefndir og sömdu ályktanir og eru þær birtar á öðrum stað hér í blaðinu, eins og þær voru endanlega samþykktar. Ummæli formanns um framtíðarskipulag sam- bandsins og annara heildarsamtaka sem samband- ið er aðili að vöktu athygli, og leiddu hugi manna að því að ekkert er varanlegt og sífellt Jrörf að skoða málin og lengi má bæta það sem fyrir er. Er ekki að efa, að sú breyting sem formaður ræddi myndi verða til mikilla bóta og einfalda marga þætti félagsmálastarfsins. í lok fundarins var lögð fram tillaga um að kjósa skipulagsnefnd til að fjalla um þessar hug- myndir til næsta aðalfundar og leggja Jrá fram til- lögur um þær breytingar er nefndin telur æski- legar. I nefnd þessa voru kosnir: Skipu lagsncjn d 1. Gunnar S. Björnsson, Reykjavík. 2. Sigurður Kristinsson, Hafnarfirði. 3. Ingólfur Jónsson, Akureyri. 4. Ólafur Jónsson, Reykjavík. 5. Guðmundur Magnússon, Suðurlandi. 6. Haraldur Sumarliðason, Reykjavík. 7. Axel Bender, Reykjavík. 8. Þórður Þórðarson, Reykjavík. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 12

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.