Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 29
ferðir en ekki eins umfangsmiklar og hjá Svíum.
Þannig höfðu Danir um 10 millj. ísl. kr. til um-
ráða í auglýsingaherferð á síðasta ári. Hafa þeir
m. a. efnt til landskeppni meðal bakarameistara
með það sem markmið að finna 4 nýjar brauðupp-
skriftir. Heildarverðlaun í keppninni eru um 4
millj. ísl. kr. Keppnin hefur vakið mikla athygii
í Danmörku og má í Jrví sambandi nefna að
Danska sjónvarpið hefur óskað eftir að fá að taka
upp sjónvarpsþátt þegar uppskriftirnar verða
dæmdar. Á þinginu var ákveðið að skipa norræna
nefnd sem hafi Jrað verkefni að koma með tillögur
um samvinnu í auglýsingastarfsemi bakarameist-
ara.
í umræðunum um fræðslumál kom fram að
námstími í bakaraiðn er lengstur hér á landi, 4 ár,
en stystur í Noregi 2 ár. Sameiginlegt vandamál á
Norðurlöndunum er hve erfiðlega gengur að fá
fólk til að leggja fyrir sig nám í bakaraiðn. Ástæð-
urnar fyrir þessari þróun eru taldar m. a. of lág
laun og óheppilegur vinnutími bakara. Danir
telja þó að laun í bakaraiðn þar í landi séu síst
lægxi en í öðrum iðngreinum, en þess má geta að
til þess að geta samið um þau laun urðu atvinnu-
rekendur að segja sig úr Danska vinnuveitenda-
sambandinu.
Þinginu lauk með því að ákveðið var að næsta
þing yrði haldið í Finnlandi vorið 1980.
Landssamband baliarameislara heiðraði formenn systursam-
bandanna á Norðurlöndum. A myndinni eru f. v. Dýrleif Jóns-
dóttir, Kristinn Albertsson, N. R. Carstensen (Danm.), H. Hals
(Noregi), J. Lundström (Finnl.) og B. Orbjörn (Svipjóð).
Forseti L.i. afhendir formanni Landssambands bakarameistara
fána Landssambands iðnaðarmanna.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
23