Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 38

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 38
35. gr. Brot á lögum þessum, reglugerðum og samþykktum settum samkvæmt þeim varða sektum, scm renna í sveitarsjóð. 1 refsimáli skal gefa sveitarstjórn kost á að koma með endurgjaldskröfu vegna kostn- aðar, sem sveitarsjóður hefur haft vegna brotsins. 36. gr. Ef aðili sinnir ekki fyrirmælum bygg- ingarfulltrúa eða byggingarnefndar innan þess frests sent sveitarstjórn setur, getur hún ákveðið dagsektir, þar til úr verður bætt. Hámark dagsekta skal ákveðið í byggingarreglugerð. Dagsektir renna í sveitarsjóð. Skjóta má slíkum málum til dómstóla. Byggingarnefnd getur látið vinna verk, sem hún hefur lagt fyrir að unnið skyldi, á kostnað þess, sem vanrækt hefur að vinna verkið. Dagsektir og kostnaður skv. 1. og 2. mgr. má innheimla með lögtaki. IX. KAFLI Gildistökuákvœði o. fl. 37.gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1979, sbr. þó 2. gr. Ákvæði 1. mgr. 20. gr. skulu að fullu komin til framkvæmda í árslok 1985, en jafnframt falla þá úr gildi ákvæði 5. gr. laga nr. 108/1915 (sbr. a-lið 3. gr. laga nr. 26/1948) um byggingarfulltrúa í sveitum. Við gildistöku laga þessara 1. janúar 1979 falla úr gildi eftirtalin lagaákvæði: Lög nr. 19, 20. október 1905 um bygging- arsamþykktir. Lög nr. 84, 16. desember 1943 um breyting á lögum nr. 19, 20. október 1905 um byggingarsamjtykktir. Lög nr. 108, 31. desember 1945 um bygg- ingarsamþykktir fyrir svcitir og jtorp, sem ekki eru löggiltir verslunarstaðir, að undantekinni 5. gr„ sbr. a-lið 3. gr. laga nr. 26/1948. Lög nr. 26, 1. apríl 1948 um breyting á lögttm nr. 108 frá 1945 um byggingar- samþykktir fyrir sveitir og þorp, sem ekki eru löggiltir verslunarstaðir, að undanteknum a-lið 3. gr. Lög nr. 61, 31. október 1944 um bygging- armálefni Reykjavfkur. Opið bréf 6. janúar 1857 um að stofna byggingarnefnd á verslunarstaðnum Akureyri. Lög nr. 55, 10. nóv. 1905 um breytingu á opnu bréfi 6. janúar 1857. Opið bréf 26. janúar 1866 um að stofna byggingarnefnd í kaupstaðnum ísafirði. Lög nr. 23, 20. október 1905 um breytingu á opnu bréfi 26. janúar 1866. Lög nr. 14, 6. nóvember 1897 um að stofna byggingarnefnd í Seyðisfjarðar- kaupstað. Enn fremur falla úr gildi önnur laga- ákvæði, sem brjóta í bága við þessi lög. Ahvícði til bniðabirgða. Almenn byggingarreglugerð skv. 4. gr. skal sett innan 3ja mánaða frá gildistöku laga þessara. Samþykkt á Alþingi 3. maí 1978. V er ðlaunasj óður iðnaðarins í marsmánuði s. 1. var í annað skipti úthlutað verðlaunum úr Verðlaunasjóði iðnaðarins, sem fyrirtækið Últíma hf. stofnaði í tilefni 35 ára af- mælis fyrirtækisins og eins og segir í skipulagsskrá sjóðsins er stofnframlag sjóðsins af gefendum helgað minningu þeirra fjölmörgu hugvits- og liagleiksmanna, sem fyrr og síðar hafa lifað og starfað á Islandi, og misjafnrar umbunar notið fyrir verk sín. Stjóm sjóðsins er skipuð 4 mönnum tilnefnd- um af eftirtöldum aðilum: Stjórn Últímu hf., Iðnaðarbanka íslands hf., Félagi íslenskra iðn- rekenda og Landssambandi iðnaðarmanna. Fyrsti verðlaunahafi sjóðs þessa var Sveinbjörn Jónsson hin gamla kempa, hugsjóna- og hugvits- maður, sem um langan aldur hefur barist í fylk- ingarbrjósti fyrir framgangi íslensks iðnaðar. Eins og í upphafi segir var nú í marsmánuði í annað sinn úthlutað verðlaunum og hlaut þau Fjólmundur Karlsson, vélvirkjameistari á Hofs- ósi, og sést hann hér til hliðar á myndinni á verk- stæði sínu. Fjólmundur er löngu kunnur fyrir hagleik sinn og frumkvæði og óskar blaðið honum til ham- ingju með þessa viðurkenningu. TÍMARIT IÐNABARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.