Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 45

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 45
verulega til var stofnað. Þetta er eitt meginvanda- mál byggingariðnaðar í dag og án lausnar þess- ara mála, er ekki bjart framundan í íslensku efnahagslífi. Þessi atvinnugrein sem um 12% þjóðarinnar liefur framfæri sitt af og er með um 9% af vergri þjóðarframleiðslu á árinu 1976, verður að búa við þau fjármögnunarskilyrði að hún geti tileinkað sér og fullnýtt þær tæknifram- farir sem óhjákvæmilega fara hjá garði íslensks byggingariðnaðar miðað við núverandi aðstæður á íslenskum lánamarkaði, sem eru í fullkomnu ó- samræmi við þjóðfélagsgildi hans. Meginatriðin eru: : i. Stefnt sé að því að öll vinna við byggingar sé sé unnin af byggingariðnaðarmönnum og íbúðum þannig skilað fullbúnum til notk- unar. ii. Að veita byggingariðnaði stóraukinn aðgang að hagstæðu fjármagni til stofnkostnaðar og rekstrar í fullu samræmi við aðra atvinnu- vegi þjóðarinnar. ni. Flýtt verði endurskoðun húsnæðismálalög- gjafarinnar og í því sambandi lögð sérstök á- liersla á eftirfarandi: Að lán hækki verulega, þannig að heildarlán húsbyggjanda frá Húsnæðismálastjórn og viðkomandi lífeyrissjóði, verði a. m. k. 80% kostnaðarverðs meðalíbúðar. Að rýmkuð verði ákvæði laga um fram- kvæmdalán, þannig að þau geti numið fast að fullri upphæð endanlegs Bygg- ingarsjóðsláns. iv. Að framleiðendum verksmiðjuframleiddra húsa og húshluta sé ekki mismunað gagnvart öðrum framleiðendum, eða innflutningi er- lendis frá m. a. með söluskattsskyldu. v. Byggingalán verði greidd út í tveimur áföng- um, fyrri hluti sem næst einum mánuði eftir að fokheldisvottorð liggur fyrir og seinni hluti 6 mánuðum seinna. Mikilvægt er að húsbyggjandi geti treyst á slíka afgTeiðslu lána. vi. Bankar eða sparisjóðir úti á landi geti á sarna hátt og Veðdeild Landsbankans afgreitt lán og séð um virðingar húsa og annað sem að því lítur í umboði Veðdeildar. vii. Tækni- og rannsóknarþjónusta iðnaðarins verði efld, seljendum og kaupendum í hag, enda er slík þjónusta forsenda fyrir jn'í að hægt sé að nýta til fulls tækniframfarir nú- tímans. Stjórn Iðntælmi- r stofnunar Islands Samkvæmt 4. gr. laga nr. 41, 18. maí 1978 um Iðntæknistofnun íslands hefur iðnaðarráðherra skipað stjórn stofnunarinnar í samræmi við til- nefningar, eftirtöldum mönnum: Bragi Hannesson, bankastjóri, og hefur hann jafnlramt verið skipaður formaður Sigurður Kristinsson, málarameistari, tilnefndur af Landssambandi iðnaðarmanna Guðjón Sv. Sigurðsson, rannsóknarmaður, til- nefndur af Landssambandi iðnverkafólks Sveinn Vall’ells, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Félagi íslenskra iðnrekenda Guðjón Jónsson, járnsmiður, tilnefndur af Al- þýðusambandi Islands Varamenn í stjórn eru: Þorvarður Alfonsson, aðstoðarmaður ráðherra Þórður Gröndal, forstjóri Gunnlaugur Einarsson Eggert Hauksson, lramkvæmdastjóri Magnús Geirsson, rafvirki Stjórnin kom saman á sinn fyrsta fund 19. þ.m. og var fyrsta verkefni stjórnar að taka afstöðu til umsókna um starf forstjóra stofnunarinnar. Sam- þykkt var einróma að mæla með því við iðnaðar- ráðherra að Sveinn Björnsson, verkfræðingur, yrði skipaður forstjóri hinnar nýju Iðntæknistofn- unar Islands, og hefur ráðherra hinn 21. júní s. 1. skipað hann forstjóra til næstu 4ra ára. Tímarit iðnaðarmanna vill af þessu tilelni óska stjórn og forstjóra allra heilla í þýðingarmiklum störfum og væntir þess að víðtæk samstaða allra aðila, sem að iðnaði vinna, náist. Sveinn Björnsson verkfrœðingur, forstjóri Iðntœknistofnunar íslands, Gunnar Thoroddsen iðnaöarráöherra og Bragi Hann- esson bankastjóri, stjórnarformaÖur Iðntœknistofnunar íslands. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 39

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.