Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 40
í erindi sínu sagði Þórður Gröndal, að ekki
væri nægilega skýr greinarmunur á þjónustu- og
framleiðslugreinum og oft væri þjónusta hluti af
framleiðslu. Eins væri ljóst að þjónustan væri
ekki síður mikilvægen framleiðslan, en það hefði
háð mörgum þjónustufyrirtækjum að hafa ekki
jafn greiðan aðgang að rekstrarlánum eins og
framleiðslugreinar. Þá fagnaði Þórður því, að nú
ætti að taka skipulagsmál föstum tökum.
Taldi Þórður að gjaldskrá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur væri óhugnanlegur frumskógur, sem
þyrfti að grisja, eins taldi hann aðstöðugjaldið
vera óréttlátt, þar sem ekki væri tekið tillit til af-
komu fyrirtækisins og eins væri það mismun-
andi milli bæjarfélaga, þetta þyrfti að lagfæra.
í erindi Gunnars S. Björnssonar fagnaði hann
stefnumörkun borgarstjóra í sambandi við lóða-
úthlutanir, þó væri ekki nógu langt gengið, því
það gæti ekki verið þjóðhagslega hagkvæmt að
mikill meirihluti íbtiða sé unninn í frístunda-
vinnu. Þá óttaðist hann lóðaskort í Reykjavík á
næstunni.
Þá skýrði Gunnar frá því, að ákveðið hefði
verið að fara af stað með könnunarverkefni í
byggingariðnaði og fór hann fram á, fyrir hönd
L.i., stuðning Reykjavíkurborgar, t. d. með upp-
lýsingaöflun og jafnvel afnot af starfsmanni. Eins
lýsti hann ánægju sinni með hugmyndir borgar-
stjóra um iðngarða, útboð og innkaup og taldi
þær að mestu leyti falla saman við skoðanir
Landssambandsins á Joessum málum. Síðan benti
liann á nokkur atriði í Jdví sambandi, sem þyrf’tí
að lagfæra. Þar á meðal var lengri frestur til til-
boðsgerðar, lengri frestur til framkvæmda, rýmri
ákvæði um val efna, stærð eininga sem boðnar
eru út og að innlend tilboð mættu vera hærri en
erlend.
Eins taldi Gunnar það ófært að fyrirtæki í
Reykjavík greiði á einhvem hátt niður orku ann-
arra byggðarlaga. Þá hvatti hann stjórnendur
borgarinnar til að efla starf rannsóknastofnana.
Þessu næst vék hann að málefnum verkmenntun-
ar, sem hann taldi fiornreku í menntakerfinu og
hana yrði að efla. Varaði Gunnar við því, að
byggð yrðu upp tvö verkmenntunarkerfi, sem
beinlínis kepjttu um nemendur.
Að lokum skoraði Gunnar á borgaryfirvöld í
Reykjavík að gangast fyrir stefnumörkun í at-
vinnumálum á stór-Reykjavíkursvæðinu, eins að
efla iðnað sem mest, Joví á honum væri helst að
byggja varðandi aukna framleiðslustarfsemi.
Að foknu erindi Gunnars voru almennar um-
ræður og tóku 8 fundarmenn til máls, en fundi
var slitið kl. 17.00.
Frá Hárgreiðslu-
meistarafélagi Islands
Starfsemi HárgTeiðslumeistarafélagsins var á
síðasta starfsári nokkuð mikil. Auk J:>ess að taka
þátt í NorðurlandakejíjDninni, sem haldin var
hér á landi 18. september 1977, hafa hárgreiðslu-
meistarar skijDulagt ferðir á hárgreiðslusýningar
og keppnir erlendis. Einnig hefur félagið staðið
fyrir námskeiðum og fengið erlenda leiðbein-
endur á þau. Síðast var lialdið námskeið dagana
28. febrúar til 6. mars í Iðnskóla Reykjavíkur og
sóttu 63 J)að námskeið. Leiðbeinandi á Joessu
námskeiði var Þjóðverjinn Peter Gress, sem kom
á vegum hinna Joekktu samtaka PIVOT POINT
í Bandaríkjunum.
Aðalfundur HárgTeiðslumeistarafélags Islands
var haldinn mánudaginn 24. ajaríl s. 1. I stjóm
voru kjörnir: Arnfríður Isaksdóttir formaður,
Rannveig Guðlaugsdótttir, gjaldkeri, Sigurður
G. Benónýsson ritari, Steinunn Jónsdóttir vara-
formaður, Jón Benediktsson, varagjaldkeri og
Bjarnveig Guðmundsdóttir vararitari.
Peter Gress leiðbeinandi á námskeiði sem haldið var 26.02—
6.03. 1978.
34
TIMARIT IÐNAÐARMANNA