Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 27

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 27
ið tímabært að settar verði ákveðnar reglur um gerð útboða og mat á tilboðum, svo að hér ríki eðlilegir viðskiptaliættir á þessu sviði. 3. Um nýsmíði skipa Nýsmíði innanlands var að meðaltali 1900 brl. á ári frá 1970—1973, en hefur minnkað í tæpar 1200 brl. að meðaltali á árunum 1974—1977. Af- kastagetan innanlands er langt frá því að vera fullnýtt. Þetta er því furðulegra, ef hugað er að tölum um innflutning skipa, því á síðasta ári voru keyptir til landsins 11 skuttogarar, auk ann- arra skipa og báta. Á síðasta ári hefur verið reynt að draga úr innflutningi skipa með setn- ingu reglna, t. d. um lækkun lánshlutfalla af inn- fluttum skipum og ákvæðum unr sölu skipa úr landi á rnóti keyptum skipum erlendis frá. Jafn- skjótt og reglur þessar höfðu verið settar, var far- ið að veita undanþágur frá þeim eftir pólitískum leiðum. Á sama tíma stendur í stímabraki að fá samþykkta smíðasamninga hér innanlands, þó að- eins sé um að ræða brot af því, sem keypt er er- lendis frá. Þá eru lánasjóðir tómir og flotinn of stór. Nágrannaþjóðir okkar eru flestar eða allar með ýmis konar styrkjakerfi til stuðnings sínum skipaiðnaði, allt er gert til að halda verkefnum í landinu. Á sarna tíma er á íslandi verið að setja nýjar reglur um lánakjör, sem jafngilda algerri stöðvun á nýsmíði innanlands. Reglur þessar verður að endurskoða hið bráðasta. 4. Um nanðsyn áframhaldandi nýsmíða Því skal ekki mótmælt, að nauðsynlegt er að samræma stærð fiskiskipastólsins (sóknargetu) og nýtingu fiskistofnanna. Það er hins vegar skoðun Félags dráttarbrauta og skipasmiðja, að verði þetta gert með stöðvun allrar endurnýjunar á flotanum, geti annað og veira hlotist af. Yrði ný- smíði innanlands lögðu niður, hefði það vafa- laust í för með sér, að engin áhersla yrði lögð á að endurbæta húsnæði ogaðra aðstöðu þeirra fyr- irtækja, sem við skipasmíði starfa. fafnvel þætti ekki ástæða til að reyna að koma við þeim nýjung- um í framleiðslutækni, sem ýmist er unnið að eða eru í undirbúningi í þessum fyrirtækjum. Þetta er ekki einungis alvarlegt fyrir skipaiðnaðinn, heldur einnig fyrir þjóðarbúskapinn allan. Þetta er stutt margvíslegum rökum í ályktuninni, sem rúmsins vegna er ekki unnt að ræða nú. En í stuttu máli má þó segja, að heildarhagsmunir út- gerðar og skipaiðnaðar fari saman, þ. e. hæfilegar fjárfestingar, jöfn og stöðug endumýjun og þró- un. í raun má líta á skipaiðnað sem liluta af út- gerðarkerfinu. Það veikir útgerðina, ef skipaiðn- aður er á lágu stigi. 7 siðasta blaði timaritsins voru birtar myndir af þeim, sem heiðraðir voru aj Landssambandi iðnaðarmann á Iðnkynning- arári. I>á vantaði á Reykjavikurmyndina tvo menn, setn ekki gátu verið viðstaddir. Hér birtist þvi mytid af þeim: Benedikt Gröndal, verkjrœðingur og Þorbergur Guðlaugsson, veggfóðr- arameistari. Iðnaðarmenn heiðraðir á Degi iðnaðarins á Sauðárkróki. - Fremri röð: Hróbjartur Jónasson, múrarameisari, Óskar Stef- ánsson, beykir. Aftari röð: Þórður P. Sighvatsson, rafvirkja- meistari, Fjólmundur Karlsson, vélvirkjameistari, Arni Guð- mundsson, sem tók við viðurkenningu fyrir Guðtnund Sigurðs- son, húsasmiðameistara og Guðjóti Sigurðsson, bakarameistari. TÍMARIT I ÐNAÐARMAN NA 21

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.