Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 30

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 30
Iðnaðarlög 1. gr. Lög þessi taka til rekstrar hvers konar iðnaðar í atvinnuskyni. Til iðnaðar telst bæði handiðn- aður og verksmiðjuiðnaður, hvaða efni eða orka, vélar eða önnur tæki, sem notuð eru, og hvaða vörur eða efni, sem fiam- leidd eru. Heimilisiðnaður skal undanþeginn ákvæðum laganna. 2. gr. Enginn má reka iðnað í at- vinnuskyni á íslandi eða í ís- ienskri landhelgi, nema hann hafi til þess fengið leyfi lögum samkvæmt. 3. gr. Hver maður, karl eða kona, getur fengið leyfi til að reka iðn- að, handiðnað og verksmiðjuiðn- að, ef hann fullnægir eftirgreind- um skilyrðum: 1. Er íslenskur ríkisborgari og búsettur hér á landi. 2. Er lögráða. 3. Hefur forræði á búi sínu. 4. Hefur ekki hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað, slíkan sem um ræðir í 68. gr. hegning- arlaga nr. 19/1940. 5. Hefur viðskiptaþekkingu svo sem bókhaldskunnáttu, sem krafist er við burtfararpróf úr iðnskóla. 24 Lög samþykkt á Alþingi 99. löggjafarþing 1977-1978 samþykkti margvísleg lög sem skipta iðnaSarmenn og atvinnu- rekstur miklu og verða hér birt nokkur þessara laga. 6. Fullnægir að öðru leyti skil- yrðum þeim, sem sett eru í lög- um þessum. Iðnaðarráðherra getur veitt undanþágu frá á- kvæðum 1., 4. og 5. tl. 4. gr. Nú vill félagið eða stofnun reka iðnað og skal þá svo með fara: 1. Ef nokkrir félagar eða allir bera ábyrgð á skuldbindingum félags, þá skulu allir, sem fulla ábyrgð bera, uppfylla þau skil- yrði, sem í 3. gr. eru sett. 2. Ef enginn félaga ber fulla á- byrgð á skuldbindingum fé- lags, þá skal það eiga heimilis- fang og varnarþing á landi hér, enda fullnægi framkvæmda- stjórar og stjórnendur félags, skilyrðum 3. gr. 3. Ef félag er hlutafélag, þá skal enn fremur meira en helming- ur hlutafjárins vera eign manna, búsettra á íslandi. Iðnaðarráðherra getur veitt samskonar undanþágur frá á- kvæðum 1. og 2. töluliðs og í 3. gr. segir. 5. gr. Leyfi glatast, ef leyfishali miss- ir einhverra þeirra skilyrða, sem í 3. og 4. gr. segir, eða þeirra skil- yrða, sem annars eru sett eða kunna að verða sett til að halda réttinum. Nú missir stjórnandi eða framkvæmdastjóri félags slíkra skilyrða, eða félag eða stofnun missir íslenskt heimilis- fang, og skal þá aðili hafa komið málinu í löglegt horf innan 3ja mánaða frá því að breyting varð, en hafi ella fyrirgert leyfi sínu. Ráðherra getur þó lengt frestinn um 3 mánuði, ef sérstaklega stendur á. 6. gr. Leyfi er bundið við nafn. Rétt er maka að halda áfram iðnaði látins maka síns án nýs leyfis, enda fullnægi makinn lögmælt- um skilyrðum. Bú aðila, er leyfi hafði, má reka iðnaðinn, að því leyti sem sá rekstur er þáttur í skiptameð- ferð þess. Erfingi 16 ára eða eldri má reka iðnað arfleiðanda án nýs leyfis, þar til hann er fjárráða, ef hann að öðru leyti fullnægir skil- yrðum 3. gr. 7. gr. Greina skal í iðnaðarleyfi, hvers konar verksmiðjuiðnað heimilt sé að reka samkvæmt því, og hvar hann megi reka. Ekki veitir leyfi heimild til að reka verksmiðjuiðnað annarra teg- undar en nefnd er í leyfi. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.