Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 37

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 37
19. gr. Ákvæði 16.—18. gr. hagga í engu rétt- indum og skyldum byggingariðnaðar- manna, sveina og meistara, samkvæmt lögum um iðju og iðnað og öðrum lög- um. Iðnmeislarar skulu undirrita yfirlýs- ingu um ábyrgð sína, eftir því sem nánar verður kveðið á um í reglugerð. VI. KAFLI Byggingarjulltrúar o. jl. 20. gr. Svcitarstjórn skal, að fcngnum tillögum byggingarnefndar, ráða sér byggingarfull- trúa. Skal byggingarfulltrúa sett erindis- bréf í samráði við byggingarnefnd. Svæðisbyggingarnefndir skv. 2. mgr. C. gr. skulu, að fengnu samjrykki hlutað- eigandi sveitarstjórna, ráða byggingarfull- trúa og setja honum crindisbréf. 21. gr. Byggingarfulltrúi skal vera arkilekt, byggingarfræðingur,, byggingartæknifræð- ingur eða byggingarverkfræðingur. í dreif- býli er heimilt að ráða búfræðikandidata í tæknideild búnaðarháskóla í stöðu byggingarfulllrúa. Fáist ekki maður í stöðu byggingarfull- trúa, sem fullnægi skilyrðum 1. mgr., get- ur sveitarstjórn að fengnum tillögum byggingarnefndar ráðið lnisasmíða- cða múrarameistara til starfans. Framangreindir aðilar skulu a. m. k. hafa 2ja ára starfsreynslu, sem byggi'ngar- nefnd metur gilda. Þeir, sem gegna störfum byggingarfull- trúa við gildistöku laga þessara, skulu hafa rétt til að gegna starfi sínu áfram, þótt þeir fullnægi ekki skilyrðum 1. mgr. 22. gr. Byggingarfulltrúi er framkvæmdastjóri byggingarnefndar. Flann undirbýr fundi byggingarnefndar og mál, sem þar verða lögð fram. Hann gengur úr skugga um, að byggingaruppdrættir séu í samræmi við lög og reglur, áritar uppdrætti og gef- ur út byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi annast daglegt eftirlit með því, að hús og önnur mannvirki séu byggð í samræmi við samjrykkta uppdrætti, lög og reglur. Hann annast úttektir einstakra Jrátta byggingar- framkvæmda svo og lokaúttekt fullbyggðs mannvirkis, jregar þess er óskað, og gefur út vottorð Jrar um, allt eftir því sem nán- ar er kveðið á um f byggingarreglugerð. Þá annast byggingarfulltrúi önnur þau störf, sem honum eru falin samkvæmt lögum og reglum, og störf, sem byggingar- nefnd eða sveitarstjórn hcfur falið hon- um, svo og útmælingu lóða, staðsetningu húsa svo og upplýsingagjöf til Fasteigna- mats ríkisins, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 94/1976. 23. gr. Nánari ákvæði um verksvið byggingar- fulltrúa, skyldur hans og réttarstöðu gagn- vart byggingaryfirvöldum og byggingar- aðilum skulu sett í reglugerð. 24. gr. Sveitarstjórn (svæðisbyggingarnefnd) skipar aðstoðarmenn byggingarfulltrúa eftir Jjví sem þörf krefur, að fenginni um- sögn hans, og starfa þeir í umboði hans. Aðstoðarmenn byggingarfulltrúa skulu vera sérfróðir um byggingarmálefni. Sveitarstjórn skipar einnig annað starfs- lið byggingarfulltrúa. 25. gr. Byggingarfulltrúa og starfsliði hans skal heimill aðgangur að byggingarmannvirki til eftirlits á vinnutíma. 26. gr. Nú er viðhald eða frágangi húss eða annars mannvirkis ábótavant að dómi byggingarfulltrúa, og skal hann Jjá gera eiganda (umráðamanni) Jjess aðvart og leggja fyrir hann að bæta úr Jjví, sem áfátt er, innan tiltekins frests. Sinni eigandi (umráðamaður) ekki á- skorun byggingarfulltrúa um úrbætur, skal með slík mál fara samkvæmt 36. gr. 27. gr. Sé ásigkomulag húss eða annars mann- virkis þannig, að hætta geti slafað af og eigandi (umráðamaður) hefur ekki sinnt áskorunum byggingarfulllrúa um úrbæt- ur, getur byggingarnefnd, að fcngnu sam- þykki sveitarstjórnar, látið fjarlægja eða rífa mannvirkið á kostnað eiganda (um- ráðamanns), en gera skal honum aðvart áður. VII. KAFLI Leyjisgjöld. 28. gr. í byggingarreglugerð skal kveðið á um hámarksmælingagjöld og byggingarleyfis- gjöld, Jj. c. gjöld fyrir leyfi til að reisa, stækka eða breyta byggingarmannvirkj- um. Enn fremur skal Jjar kveðið á um gjöld fyrir eftirlit, úttektir og vottorð, scm byggingarfulllrúi lætur í té. 29. gr. Gjöld samkvæmt 28. gr. skulu miðasl við vfsitölu byggingarkostnaðar 1. janúar ár hvert og renna í sveitarsjóð. 30. gr. í byggingarreglugerð skal kveðið á um innheimtu byggingarleyfisgjalda. Verði vanskil á greiðslu byggingarleyfisgjalda, getur byggingarfulltrúi neitað að gefa vottorð um viðkomandi mannvirki. Gjald- fallin byggingarleyfisgjöld má innheimta með lögtaki. VIII. KAFLI Viðurlöe. 31. grg Ef byggingarframkvæmd er hafin án [jess að leyfi sé fengið fyrir henni, ef byggt er á annan hátt en leyfi stendur til eða ef bygging er tekin til annarra nota en byggingarnefnd hefur lieimilað, varðar Jjað sektum. Enn fremur getur byggingar- fulltrúi fyrirskipað stöðvun slíkrar fram- kvæmdar tafarlaust og fyrirskipað brott- nám byggingar eða byggingarhluta. Er lögreglunni skylt að veita byggingarfull- trúa aðstoð við slíkar aðgerðir, ef þörf krefur. Byggingarfulltrúi skal, svo fljótt sem við verður komið, gera byggingar- nefnd grein fyrir sliku máli. Hlíti byggingaraðili ekki fyrirmælum byggingarfulltrúa og lögreglu um stöðvun eða brottnám framkvæmda, skal fara með málið að hætti opinberra mála. Sveitarsjóður á endurkröfu á byggingar- aðila á öllum kostnaði, sem hann hefur liaft af ólöglegri byggingarframkvæmd, og á sveitarsjóður lögveð fyrir endurgreiðslu- kröfu sinni í öllu efni, sem komið er í hina óleyfðu byggingarframkvæmd. 32. gr. Ef hönnuður skv. 12. gr. leggur fyrir hyggingarnefnd uppdrátt, þar sem brotið er í bága við ákvæði laga, reglugerða eða samþykkta um byggingarmálefni,eða brýt- ur slíkt ákvæði á annan hátt, getur bygg- ingarnefnd veitt honum áminningu. Hafi byggingarnefnd veitt liönnuði áminningu, skal hún tilkynna félagsmálaráðherra Jjað. Sama gildir, ef um ítrekað brot er að ræða og ef nefndin telur hönnuð óhæfan til að gera uppdrætti. Ráðherra getur veitt hönnuði áminn- ingu og við ítrekað brot svipt hann lög- gildingu skv. 12. gr. um tiltekinn tíma cða fyrir fullt og allt. Áður en ráðherra tekur slíkar ákvarðanir skal hann leita umsagnar viðkomandi aðila, sem mælt er fyrir um í 12. gr. 33. gr. Ef sá, sem ber ábyrgð á byggingarfram- kvæmdum, brýtur ákvæði laga, reglugerða eða samjjykkla um byggingarmálefni, gel- ur byggingarnefnd veitt honum áminn- ingu. Ef brot er ítrekað eða alvarlegt getur byggingarncfnd svipt hann viðurkenningu skv. 16. gr. Með brot á ákvæðum þessum skal farið að hætti opinberra mála. 34. gr. Ef hönnuður skv. 12. gr., iðnmeistari eða byggingarstjóri gerist alvarlega brol- legur í starfi, má dæma hann til greiðslu sekla. TÍMARIT I ÐNAÐARMAN NA 31

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.