Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Page 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Page 4
o Þórleifur Jónsson, framkvœmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna: Frá ritstjóra þessu ári er Landssamband iðnaðarmanna 60 ára. Akveð- ið hefur verið að minnast þessara tímamóta fyrst og fremst með því að leggja áherslu á þýðingu iðnaðarins fyrir þjóðarbúið og hlut- verk hans á tímamótum í íslenskri atvinnusögu. Oft áður hefur þjóðin staðið á tímamótum í atvinnusögu sinni. Landssambandið hefur löngum reynt eftir megni að kynna íslensk- an iðnað og berjast fyrir auknum skilningi á þýðingu hans með út- gáfustarfi, greinaskrifum og annarri umfjöllun í fjölmiðlum, erindum og greinagerðum til stjórnvalda o.þ.h. A þessu ári hefur verið ráðist í öfl- ugri kynningarstarfsemi en nokkru sinni fyrr og hefur verulegt fé verið lagt í auglýsingar í því skyni. Þeim er ætlað að auka vitund alls almenn- ings og stjórnmálamanna um þann vilja, kraft, hugsun og metnað, sem í iðnaðinum býr og þannig hvetja þjóðina til dáða, því að ÍSLAND ÞARFNAST IÐNAÐAR. Á sérstökum hátíðarfundi, sem haldinn var á útgáfudegi þessa blaðs, 26. september, voru vatnaskil í atvinnumálum þjóðarinnar einnig til umfjöllunar. Þar fjölluðu Har- aldur Sumarliðason, forseti Lands- sambandsins, Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, og Stefán Ólafsson, forstöðumaður Félagsvísindastofn- unar Háskólans, um mikilvægi þess að skoða venjur, menntun og at- vinnuhætti þjóðarinnar í nýju ljósi, undir kjörorðinu ISLAND ÞARFNAST IÐNAÐAR. fni þessa afmælisblaðs er að verulegu leyti helgað íslensk- um iðnaði á umbreytingar- tímum. Auk upprifjunar á helstu þáttum í sögu Landssambandsins og sögu atvinnuhátta í iðnaði, er í blaðinu leitast við að draga fram nokkur meginatriði, sem snerta til- verugrundvöll iðnaðarins svo og verkmenningar þjóðarinnar. Þetta kemur fram í ávarpi forseta Lands- sambandsins og Páls Skúlasonar prófessors í heimspeki, sem ritar um iðnað og menningu á nýstárlegan hátt. Er það athyglisvert framlag til heimspeki iðnaðar. Þá er fjallað um iðnréttindi og opinber innkaup í ljósi nýrra viðhorfa í Evrópu og EES-samningsins. Hér er um að ræða málefni, sem gengið hafa sem rauður þráður í gegnum sögu Landssambandsins frá upphafi. Það á einnig við um iðnfræðslumálin, sem nokkrir valinkunnir menn hafa verið beðnir að fjalla um í Ijósi þess hvort iðnfræðslan hér á landi sé samkeppnisfær í alþjóðlegu sam- hengi. Með þessari umfjöllun og því að minnast 60 ára afmælisins á of- angreindan hátt, vill Landssam- bandið leggja áherslu á meginhlut- verk sitt frá upphafi. Efling íslensks iðnaðar er takmarkið, því að ÍSLAND ÞARFNAST IÐNAÐAR.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.