Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Side 28

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Side 28
Andrés Magnússon, lögfraðingur L.i.: Islensk iönlöggjöf og Evrópska efnahagssvæðið Búast má við að á næstu árum eigi sér stað um- ræða hér á landi um það hvort halda beri iðnlög- gjöfinni óbreyttri. Inngangur Samningurinn um Evrópskt efnahags- svæði liggur nú fyrir Alþingi til staðfest- ingar. Augljóst er að fyrirhuguð þátttaka okkar þar mun hafa- margvísleg áhrif á íslenskan iðnað og telur Landssamband iðnaðarmanna að þegar á heildina er lit- ið verði þau áhrif til góðs. Eitt af mörg- um atriðum sem samtökin hafa kannað í þessu sambandi, er hver áhrif þátttaka okkar muni hafa á íslensk iðnaðarlög, einkum að því er lýtur að hinum lög- giltu iðngreinum. (Hér á eftir verður orðið „handiðnaður“ notað jöfnum höndum fyrir „löggiltar iðngreinar“). Er því tilefni til að fjalla á þessum vettvangi nokkuð um hvaða áhrif þátttaka í Evr- ópsku efnahagssvæði muni hafa á iðnað- arlögin. Einnig verður gerð nokkur grein fyrir iðnlöggjöf Þýskalands og hún borin saman við þá íslensku. Reglup um rekstur á sviðl handiðnað- ar í Evrópulöndum Eins og kunnugt er fela íslensk iðnaðar- lög það í sér að til þess að reka at- vinnustarfsemi á sviði löggiltra iðngreina þurfi menn að hafa meistarabréf. Jafn- framt fela lögin í sér lögverndun á starfs- réttindum sveina og meistara. Þessum lagaákvæðum tengist síðan það fyrir- komulag, sem gilt hefur um iðnfræðslu hér á landi, áður skv. iðnfræðslulögum og nú framhaldsskólalögum. Fyrirkomu- lag þessara mála er með ýmsu móti í Evrópulöndum. Sums staðar, einkum í Suður-Evrópu- löndum, gilda engin sérstök lög um þetta efni, og er jafnvel engin formleg iðnmenntun fyrir hendi. Ollum er því frjálst að vinna við hvers konar iðnaðar- störf og standa fyrir rekstri, sambærileg- um og hjá iðnmeisturum hér á landi. í sumum þessara landa eru þó til staðar óformlegar hindranir, sem felast í áhrifa- mætti rótgróinna samtaka. í öðrum löndum, svo sem Noregi og Danmörku, eru starfsheiti iðnmeistara og/eða iðnaðarmanna lögvernduð, en hins vegar ekki atvinna þeirra. í þessu

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.