Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Qupperneq 36

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Qupperneq 36
ir, þó það þýddi í raun að mest allt þróunarstarf ætti sér stað í eftir- menntunarkerfinu og yrði fjár- magnað af aðilum vinnumarkaðar- ins. Það er hins vegar ekki nóg að iðnfræðslan taki við nýjungum frá eftirmenntunarkerfinu. Iðnskólarnir verða að vera í því daglega sam- bandi við atvinnulífið að þeir hafi á hverjum tíma tilfinningu íyrir því á hverju nemendurnir þurfa að halda til að standa sig í atvinnulífinu. Jafnframt verður auðvitað að tryggja að skólakerfið sé samstæð heild grunnskóla og framhaldsskóla. Þar þarf að breyta viðhorfum gagn- vart iðnfræðslunni. Þá á ég ekki fyrst og fremst við fjárhagshliðina heldur afstöðu skól- anna og skólakerfisins jafnt í grunn- skólanum sem framhaldsskólanum gagnvart iðnfræðslunni. Stór hluti skólamanna lítur ekki á iðnfræðsl- una sem sjáfstæðan valkost heldur lausn fyrir nemendur sem treysti sér ekki til að fara í langskólanám. Það viðhorf er í engu samræmi við þarfir þjóðfélagsins og því viðhorfi þarf að breyta. Eg get ekki skilið við umfjöllun um iðnnámið nema nefna til tvennt að auki. I fyrsta lagi er nauðsynlegt á síbreytilegum vinnumarkaði að iðnaðarmenn hafi aðstöðu til þess að þjálfa sig til nýrra verkefna. Nú er aðgangur að eftirmenntunarkerf- um einstakra greina almennt háður því að viðkomandi sé sveinn í grein- inni. Tilfærsla á milli greina er því afar erfið. í öðru lagi skordr á að gefa ófaglærðu fólki eðlilegan að- gang að traustri verklegri kennslu. Það ætti ekki að vekja vel menntuð- um sveinum ótta. Þótt háskólar og hátæknivísindi skipti auðvitað mildu máli fyrir at- vinnuþróun framtíðarinnar blasir við að þau vísindi nýtast sjaldan nema að takmörkuðu leyti ef hinn almenni vinnumarkaður býr ekki yfir þeirrri verkþekkingu að geta virkjað vísindin. Þar hlýtur iðn- fræðslan að vera undirstaða árang- urs í framtíðinni. Wl snn FRÁBÆR HUGBÚNAÐUR ÖFLUGUR SAMHÆFÐUR HUGBÚNAÐUR BESTU KAUPIN FYRIR IÐNAÐARMENN E71 KERFISÞRÓUN HF. Skeifan 17, Pósthólf 8074,128 Reykjavík ÖFLUGUR EINFALDUR í NOTKUN B1KERFISÞRÓUN HF. Skeifan 17, Pósthólf 8074,128 Reykjavík Símar 68 80 55 & 68 74 66, Fax 68 90 31 I Símar 6880 55 & 6874 66, Fax 6890 31

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.