Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Side 51

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Side 51
o vallar, enda tala íslendingar sáralítið um iðnað nema þá í sambandi við vefnað og ferðamenn. Vefnaður fellur þá undir heimilisiðnað, en ferðamenn tengjast þeirri nýju bú- grein sem hagmæltur maður sagði mér að ætti að kalla „túrhesta- mennsku“ og bændur stunda nú kappsamlega. Þessi búgrein kemur að vísu iðnaði ekkert við. Kannski er það lifandi dæmi um kæruleysis- lega afstöðu íslendinga til iðnaðar að þeir skuli leyfa sér að tala um „ferðamannaiðnað“. íslendingum er ekki sýnt um að ræða alvarlega um iðnað og upp- byggingu hans, en þeir eru hug- fangnir af tækni og eiga engin orð of sterk til að vegsama hana. I sann- leika sagt held ég að einu trúar- brögðin sem dafni á Islandi um þessar mundir megi kenna við tækni. Dýrkun og tilbeiðsla tækni- undra er hin eina sanna „nýaldar- hreyfing". Þessi tæknitrúarbrögð koma iðnaði og verkmenningu ekk- ert við, heldur eru af sama toga og eldforn galdra- og draugatrú sem stendur viðgangi heilbrigðrar skyn- semi íyrir þrifum. Tæknitrúar- brögð, sem setja svo sterkan svip á samtíma okkar, ekki síst stjórnmál og fjölmiðlun, eru í sannleika sagt spillandi ekki aðeins fyrir verk- menningu, heldur einnig bókmenn- ingu og siðmenningu. Þau ógna jafnt bókviti, siðviti sem verksviti. Vandi menningan sem virðir ekki verksvit og siðvit íslendingar hafa verið veikari en flestar aðrar þjóðir fyrir boðberum tæknitrúarinnar, sem fanga hugi fólks með alls kyns draumum um nýja framleiðslu eða nýjar lausnir á vandamálum lífsins. Tæknitrúin er ímyndunarveiki bókvitsins. Þessi ímyndunarveiki ógnar bókvitinu þegar það er ekki stutt dyggilega af góðu verksviti og siðviti. Bókvitið hefur því liðið fyrir það á íslandi að verkmenningu og siðmenningu hef- ur ekki verið sinnt sem skyldi. Sið- vitið stýrir bókvitinu og verksvitið segir hvernig það er best nýtt. Ef siðvit og verksvit eru af skornum skammti verður bókvitið skrurn- skælt og fótum troðið og fólk fellur fyrir tálsýnum sem framreiddar eru í bókum og blöðum. Tæknitrúin er afsprengi vanþroska bókvits. jarni málsins er þessi: Skóla- kerfi, sem hefur hampað bókviti umfram verksvit og siðvit, skilar frá sér nemendum sem kunna ekki að þroska bókvit sitt heldur misbeita því og spilla. Af þessum sökum hefur íslensk bók- menning, sem felur í sér fagurbók- menntir og bóldeg vísindi, svo sem eðlisfræði og málfræði, ekki náð á þessari öld að rétta úr kútnum og njóta raunverulegrar viðurkenningar meðal almennings. Svo virðist stundum sem bændur, sjómenn, verslunarmenn og iðnaðarmenn standi saman sem einn maður gegn menntafólki, sem flokkast undir af- ætur á þjóðfélaginu nema þegar það þjónar landbúnaði, sjávarútvegi, verslun eða iðnaði. Iðnaðuninn byggir á menntun og menningu Frá sjónarhóli iðnaðar er þessi af- staða óviðunandi og spillandi vegna þess að verkmenningin, sem iðnað- urinn byggist á, felst í því að nýta sér háþróaða bókmenningu vísinda og fræða. Hér verður verksvitið ekki aðgreint frá bókvitinu. Forsenda iðnþróunar er því sú að mannskap- urinn sem starfar við iðnað kunni skil á eiginlegum vísindum og fræð- um og hafi tamið sér þau öguðu vinnubrögð fræðimennskunnar sem eru forsenda árangurs. Mistök og glappaskot í iðnaði stafa flest af því að hinu fræðilega verksviti er ábóta- vant eða þá að það skortir á siðvitið, fólk sé skeytingarlaust og hafi ekki tamið sér þá vandvirkni og skyldu- rækni sem störfin krefjast. Tómt mál er að tala um menningu yfir- leitt nema fólk hafi lært að bera virðingu fyrir góðu handverki sem og hugverki. Niðurstaða mín er þessi: For- senda þess að íslenskt iðnaðarþjóð- félag fái að blómstra er sú að við mótum menntakerfi þar sem bók- viti, verksviti og siðviti er gert jafn hátt undir höfði. Þá mun iðnaður- inn verða ein meginstoð menningar og háskaleg tæknitrúin verða úr sög- unni.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.