Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 8
8 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR 1. Hver situr á þingi í stað Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur sem er í fæðingarorlofi? 2. Af tá hvaða leikmanns hrökk boltinn í íslenska markið í landsleiknum gegn Írönum? 3. Hve margir hafa verið ráðnir til ráðuneyta án undangeng- inna auglýsinga? SVÖR Á SÍÐU 62 EFNAHAGSMÁL Matsfyrir- tækið Moody´s lækkaði í gær lánshæfismat íslenska ríkisins um tvo flokka; úr Baa1 í Baa3. Um leið breytti fyrirtækið spá sinni þannig að horfur séu nú stöðugar, en áður mat það þær neikvæðar. Land- ið er nú í lægsta flokki í fjárfestingarflokki, rétt fyrir ofan ruslbréfin svo- kölluðu. Í tilkynningu Moody´s segir að sterk staða landsins og efnahags- legur sveigjanleiki hafi mildað höggið sem landið fékk við efna- hagshrunið. „Nýlegar efnahags- aðgerðir hafa tekist betur en búist var við,“ segir Kenneth Orchard hjá Moody´s. „Svo virðist sem kreppan verði grynnri og styttri en búist var við.“ Hjördís Dröfn Vilhjálmsdótt- ir, efnahagsráðgjafi fjármálaráð- herra, segir jákvæðar og neikvæð- ar fréttir felast í matinu. Búast hafi mátt við lækkuninni, þar sem fyrirtækið hafi talið horfur hér neikvæðar í síðasta mati sínu. „Það jákvæða er að horfur eru nú stöðugar og það skiptir mjög miklu máli til dæmis þegar við förum að sækja lánsfé á markað. Þá er staðan allt önnur ef við erum á stöðugum horfum en ef við erum á neikvæðum eins og við vorum áður.“ Matið hafi engin áhrif í bráð; stöðugar horfur geri það að verkum að auðveld- ara verði að sækja lánsfé þegar með þarf. Í Hagsjá Landsbankans er tekið undir að búast hafi mátt við matinu. Lækkun- arinnar hafi í raun verið beðið, en afar jákvætt sé að horf- ur teljist nú stöðugar. Moody´s metur stöðuna nú svip- aða og Standard & Poor´s og Fitch, en tvö síðastnefndu fyrirtækin flokka landið enn með neikvæðar horfur, öfugt við Moody´s. „Miðað við hvað horfur á efnahagsbata eru óstöðugar, álagið á ríkisfjármál og óvissu um afnám gjaldeyrishafta, höfum við ákveðið að horfum sé best lýst sem stöðugum.“ Hjördís segir jákvætt að fyrir- tækið telji framvindu í efnahags- málum betri en búist var við. Fyrir- tækið líti svo á að landið fari ekki neðar nema einhverjar skyssur verði gerðar. Það ætli sér að fylgj- ast vel með framvindu mála hér á landi. Íbúðalánasjóður fær sömu einkunn hjá fyrirtækinu og ríkis- sjóður. kolbeinn@frettabladid.is Moody ś telur botninum náð Matsfyrirtækið Moody ś lækkaði lánshæfismat ríkisins í gær. Fyrirtækið segir horfur stöðugar og að botninum sé náð. Hefur ekki áhrif í bráð segir efnahagsráðgjafi. Ísland rétt fyrir ofan ruslflokk. HJÖRDÍS DRÖFN VILHJÁLMSDÓTTIR ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Moody´s fellir lánshæfismat ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs um tvo flokka. Fyrirtækið metur ástandið þó stöðugt og að kreppan verði skemmri og grynnri en búast mátti við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Samninganefnd Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið kom saman til síns fyrsta fundar í Þjóðmenn- ingarhúsinu í gær. Á fundinum stilltu nefndar- menn saman strengi og línur um næstu skref voru lagðar. Meðal verkefna fram undan er að und- irbúa mótun samningsmarkmiða Íslands sem gert verður í sam- vinnu við hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrir að á næstu vikum eða mánuðum ljúki fram- kvæmdastjórn ESB gerð álits síns um aðildarumsókn Íslands og að á grundvelli þess taki aðild- arríkin ákvörðun um að hefja formlegar aðildarviðræður. Átján sitja í samninganefnd- inni sem Stefán Haukur Jóhann- esson, sendiherra í Brussel, fer fyrir. - bþs Fyrsti fundur samninganefndar Íslands við ESB: Stillti saman strengi SKIPAÐ TIL SÆTIS Stefán Haukur Jóhannesson aðalsamningamaður segir nefndarmönnum hvar þeir eigi að sitja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁL Álfheiður Inga- dóttir heilbrigðisráðherra tók í gær á móti undirskriftalista þar sem mótmælt er niðurskurði á Heilbrigðisstofnun Blönduóss. Um 700 manns rituðu nafn sitt á listann. Samkvæmt tilkynningu frá hópnum sem stóð að undirskrift- unum lofaði heilbrigðisráðherra að athuga málið. Hún sagðist þó hvorki telja að mest væri skorið niður hjá HSB, né að ósamræmi væri í kröfum ráðuneytisins um niðurskurð til heilbrigðisstofnana. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2010 er farið fram á að Heil- brigðisstofnun Blönduóss skeri niður um 56 milljónir. - kh 700 skrifuðu undir mótmæli: Mótmæltu nið- urskurði á HSB FJÁRMÁL Hópur fólk sem átti í peningamarkaðssjóðnum Sjóður 9 sem starfræktur var á vegum Glitnis hyggst stefna sjóðnum. „Útgreiðsluhlutfallið úr Sjóði 9 var 85,12 prósent miðað við síð- asta skráða gengi sjóðsins þann 6. október í fyrra,“ segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður hjá Ergó lög- mönnum, sem undirbýr málsókn- ina. Einar Hugi segir að krafist verði viðurkenningar á skaðabótaskyldu Íslandssjóða hf., sem áður hétu Glitnissjóðir hf., vegna mismun- arins og þess tjóns sem sjóðsfélag- ar urðu fyrir. „Þessu til viðbótar er það staðreynd að Glitnir keypti í lok september, með stuðningi þáverandi ríkisstjórnar, skulda- bréf Stoða hf. eða FL Group út úr sjóðnum fyrir tæpa 12 milljarða króna. Sama dag var framkvæmd varúðarniðurfærsla í sjóðnum upp á tæp 7 prósent sem þýðir að raun- verulegt tap sjóðsfélaga var rúm- lega 20 prósent, eða fimmtungur,“ segir Einar Hugi. Kröfulýsingafrestur í þrotabú Glitnis rennur út þann 29. nóv- ember næstkomandi. „Það er mjög mikilvægt fyrir sjóðsfélaga í Sjóði 9, sem og í öðrum sjóðum sem starfræktir voru á vegum bankans, að lýsa kröfum sínum til slitastjórnar Glitnis innan kröfu- lýsingarfrestsins. Að öðrum kosti er hætta á réttarspjöllum verði niðurstaða dómstóla á þá leið að skaðabótaskylda gagnvart sjóðs- félögum verði viðurkennd,“ segir Einar Hugi Bjarnason. - jhh Hópur fólks sem átti í Sjóði 9 mun leita réttar síns fyrir dómstólum: Stefna í farvatni vegna Sjóðs 9 hjá Glitni GLITNIR Hópur fólks hyggst stefna Glitni vegna taps á eignum í Sjóði 9. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.