Fréttablaðið - 12.11.2009, Síða 28

Fréttablaðið - 12.11.2009, Síða 28
28 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Sigríður Hjaltested skrifar um kynferðisbrotamál Að undanförnu hefur þó nokkuð borið á umræðu um kynferðis- brot, ekki síst eftir að út kom bókin „Á mannamáli“ eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Bók hennar er afar áhugavert innlegg í umræðu um kynferðisbrot en þar færir hún hugleiðingar sínar í orð af mik- illi rökfestu. Fyrir nokkru birtist grein í Fréttablaðinu um nauðgan- ir, sem bar yfirskriftina „Hljótum að vilja vernda alla“. Í greininni, þar sem m.a. er vitnað til Þórdísar Elvu, um atriði sem þó skipta veru- legu máli þegar fjallað er um mál af þessu tagi*. Tel ég því nauðsyn- legt að fjalla um þátt ákæruvalds- ins og meðferð nauðgunarmála í því fyrirbæri sem nefnt hefur verið „kerfið“. Nauðgunarhugtakið Nauðgun er sú tegund kynferðis- brota sem vekur hvað mestan óhug hjá mönnum. Það að níðast á lík- ama manneskju með þeim hætti stríðir gegn mannlegu eðli og ekkert réttlætir slíkan verknað. Nauðgun er því eitt af þeim brot- um sem varða lengstri tímabund- inni refsingu í almennum hegning- arlögum, eða allt að 16 árum. Í 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga er nauðgun skil- greind sem samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálf- ræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu að notfæra sér geð- sjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verkn- aðinum eða skilið þýð- ingu hans. Nauðgunarhugtakið var rýmkað með laga- breytingu árið 2007. Greinargerð með breyt- ingarlögunum er ítarleg. Þar er lögð rík áhersla á að í stað þess að einblína á hvort manneskju hafi verið þröngvað til sam- ræðis eða annarra kyn- ferðismaka sé litið til þess hvort um samþykkisskort hafi verið að ræða. Sjá má af rökstuðningi í dómum sem fallið hafa eftir laga- breytinguna að þessi nýja nálg- un hefur haft áhrif á sönnunar- mat dómara, þ.e. mat þeirra á samþykki og viljaafstöðu brota- þola. Auk þess er hugtakið ofbeldi túlkað rúmt. Sem dæmi má nefna Hæstaréttardóma í málunum nr. 229/2008 og 383/2008. Rannsókn lögreglu Lögregla rannsakar kynferðis- brotamál sem hefst með fram- kominni kæru brotaþola, beiðni um rannsókn t.d. frá barnavernd- aryfirvöldum eða að frumkvæði lögreglu. Á höfuðborgarsvæðinu starfar miðlæg rannsóknardeild sem sinnir þessum málaflokki. Með því fæst mjög góð yfirsýn yfir málin og sérhæfing sem hefur skil- að góðum árangri. Fullyrða má hins vegar að engin tvö málanna séu eins. Þau eru jafn ólík og einstaklingarnir sem þar koma við sögu. Þeir sem fara með ákæruvald lúta mjög skýrum rétt- arfarsreglum. Þeim ber að gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu eða sektar sakbornings og eiga að stuðla að því að hið sanna og rétta komi í ljós. Þannig er það skylda ákæruvaldsins að gæta hlutleysis á þennan hátt og láta ekki persónulegar skoðanir eða utanaðkomandi þrýsting hafa áhrif á ákvarðanir. Rannsókn lögreglu felst í því að afla nauðsynlegra sönnunargagna svo unnt sé að taka ákvörðun um framhald málsins. Hún getur hins vegar á öllum stigum leitt það í ljós að ekki sé grundvöllur fyrir áframhaldandi rannsókn. Þar geta margar ástæður legið að baki, m.a. að kæra sé ekki á rökum reist, sök geti verið fyrnd eða gerandinn kunni að vera óþekktur einstakl- ingur sem ekki finnist. Sé kær- andinn ósáttur við þessi málalok getur hann kært ákvörðun um að lögregla hætti rannsókn til Ríkis- saksóknara. Nýtur hann við það liðsinnis réttargæslumanns en það er lögmaður sem skylt er að tilnefna brotaþolum í kynferð- isbrotamálum. Staðfesti Ríkis- saksóknari ákvörðun lögreglu er málinu lokið. Kærandi getur þó krafist þess seinna meir að rann- sóknin verði tekin upp aftur komi ný sönnunargögn í ljós. Umræður um ákærur og dóma Kynferðisbrotamál sem eru fullrannsökuð eru send Ríkissak- sóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. Út frá því er gengið í lögum um meðferð sakamála að ákæra sé aðeins gefin út teljist málið líklegt til sakfellis. Sönnunarbyrði um sekt sakborn- ings um atriði sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu en í þeirri reglu felst að allan skyn- samlegan vafa skuli túlka sak- borningi í hag. Sá saksóknari sem fer með málið verður því að meta styrk- leika þeirra sönnunargagna sem aflað hefur verið hjá lögreglu og hvort hann telji þau geta leitt til sakfellingar. Við þetta mat er horft til krafna dómstóla í þessum efnum og þá sérstaklega dómafor- dæma Hæstaréttar þegar við þau er að styðjast. Ákæruvaldið hefur iðulega sætt gagnrýni þegar ákvörðun er tekin um að hætta rannsókn eða ákæra ekki í kynferðisbrotamál- um. Brotaþolar eiga erfitt með að skilja slíka ákvörðun enda mikl- ar tilfinningar þar að baki. Gegn þeim getur verið erfitt að beita rökum. Þá finnst brotaþolum oft sem ákvörðunin þýði að framburð- ur þeirra sé ótrúverðugur. Því ber sérstaklega að leggja áherslu á að ákvörðunin byggist á mati ákæru- valdsins á sönnunarstöðunni í mál- inu eins og lögin gera ráð fyrir. Það er staðreynd, sem ekki verð- ur litið framhjá, að almenningur hefur eðli málanna samkvæmt ekki þá vitneskju um málavexti í kynferðisbrotamálum sem ákæru- valdið og dómarar hafa. Hann er því ófær um að leggja heildstætt mat á málið enda skortir hann vitn- eskju um allt það sem fram kemur í skýrslutökum af aðilum og vitn- um og annað það sem liggur fyrir í málinu svo sem læknisfræðileg gögn, niðurstöður tæknirannsókna o.fl. Þinghöld í nauðgunarmálum eru auk þess lokuð af tilliti til aðila og þrátt fyrir að dómar séu birtir er innihald gagna eða yfirheyrslna aðeins rakið í meginatriðum. Sá sem les dóm getur því ekki allt- af við lestur hans áttað sig fylli- lega á heildarmyndinni. Þá kemur fyrir að rökstuðningur dóma sé af skornum skammti. Þetta er þó ekki sagt til þess að gera lítið úr skoðunum manna á þessum erf- iðu málum, því öll höfum við upp- lifað vanmátt okkar frammi fyrir þeim. Það er í sjálfu sér ekkert óeðli- legt að allir hafi skoðanir á kynferðisbrotamálum enda er umfjöllun fjölmiðla um þau fyr- irferðarmikil. Umfjöllun, sé hún skynsamleg og fagleg, er alltaf af hinu góða. Sé hún það ekki getur hún beinlínis verið skaðleg. Ég reikna fastlega með því að öll viljum við búa í réttar- ríki þar sem sú regla er í heiðri höfð að maður teljist saklaus uns sekt hans er sönnuð. Þetta er meðal þeirra grundvallarréttinda okkar sem staðfest eru í stjórn- arskránni. Ákvæðið byggir auk þess á Mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur verið lögfest- ur hér á landi. Það er ekki síst af þessari ástæðu sem þær kröfur eru gerðar til ákæruvaldsins sem áður hafa verið raktar. Við getum líka öll verið sammála um að við viljum vernda þjóðfélagið okkar gegn glæpum en viljum við ekki að sama skapi vernda saklausa frá því að vera dæmdir sekir? Ég bið menn að ímynda sér sem snöggv- ast að þeir sjálfir eða einhver þeim nákominn sé sakaður um nauðgun. Hvernig ætli málið myndi horfa við ef sá hinn sami héldi fram sak- leysi sínu? Myndi hann ekki krefj- ast þess að umrædd grundvallar- regla væri virt? Refsiskilyrði Refsiskilyrði samkvæmt almenn- um hegningarlögum er að verkn- aður sé unninn af ásetningi eða gáleysi. Þegar um nauðgun er að ræða er áskilnaður um ásetn- ing. Hann getur verið mismun- andi einbeittur og því skal einnig meta hvað sakborningur mátti vita við tilteknar aðstæður. Þegar við lesum ákvæði laganna um nauðg- un verður að hafa þetta í huga, svo og hvort sönnun hafi tekist um þau atriði sem tiltekin eru í greininni. Það er þetta sem dóm- arar í sakamálum koma til með að skoða. Þeir leggja mat á hvort hægt sé að véfengja með skyn- samlegum rökum að sakborningur hafi framið verknaðinn sem hann er sakaður um. Markmið dómar- ans er þannig að meta sönnunar- gögn málsins, fylgja reglum laga um meðferð sakamála um sönnun og komast að niðurstöðu á hlutlæg- an hátt. Sönnunarmat dómarans er samt sem áður frjálst, sem þýðir það að hann leggur einstaklingsbund- ið mat á þau sönnunargögn sem ákæruvaldið hefur fram að færa. Sé það mat dómara að sönnun ákæruvaldsins um sekt hafi ekki tekist ber honum að sýkna ákærða. Það er af þessari ástæðu sem menn geta verið ósáttir við eina dómsnið- urstöðu en sáttir við aðra í málum sem þeir telja vera sambærileg. Verður því enn að hnykkja á því að engin tvö mál eru nákvæmlega eins þó að unnt sé að fá ákveðna leiðsögn í dómafordæmum. Sú leið er því tæk að áfrýja dómum héraðsdóms til Hæsta- réttar en þar með er ekki sagt að fólk sætti sig frekar við niður- stöðu æðri dóms. Það að Hæsti- réttur staðfesti dóm héraðsdóm er hins vegar vísbending um að mat hans á sönnunargögnum hafi verið rétt. Trúverðugleiki vegur þungt Í nauðgunarmálum og reyndar kyn- ferðisbrotamálum almennt er sönn- unarstaðan oftar en ekki ákaflega erfið þar sem sönnunargögn eru jafnan af skornum skammti. Trú- verðugleiki þeirra sem gefa skýrsl- ur í málinu, hvort sem er á meðan rannsókn stendur eða fyrir dómi, hlýtur því alltaf að vega þungt. Eins og sést af dómum er oftar en ekki tekist á um þetta atriði. Dómar sýna að trúverðugur, stað- fastur framburður brotaþola, til viðbótar við óbein sönnunargögn, getur haft úrslitaþýðingu. Sé fram- burður sakbornings hins vegar jafn trúverðugur og staðfastur verður sönnunarstaðan erfiðari. Sem dæmi má nefna karlmann sem hefur sam- ræði við konu og bæði eru jafnölv- uð. Hún heldur því fram að hann hafi notfært sér ástand hennar en hann segir samræðið hafa verið með fúsum og frjálsum vilja henn- ar. Dómgreind hvors þeirra var skertari við þessar aðstæður? Ef það liggur ekki í augum uppi ræðst niðurstaða málsins af því hvaða sönnunargögn önnur en framburð- ur þeirra liggja fyrir í málinu. Má sem dæmi nefna dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. 580/2009. Mótspyrna ekki skilyrði Ákæruvald og dómarar hljóta að þurfa að meta það hvort sönnunar- gögn bendi ákveðið til þess að brot- ið hafi verið gegn kynfrelsi brota- þolans á þann hátt að hann hafi sér enga björg getað veitt og því orðið að láta að vilja sakbornings- ins. Það kann því að vera að brota- þoli hafi verið beittur slíkri nauð- ung að hann hafi hreinlega „frosið“ við þær aðstæður og því enga mót- spyrnu veitt. Það er ekki skilyrði samkvæmt nauðgunarákvæðinu að brotaþoli sýni mótspyrnu eða að hann beri áverka á líkama sínum. Nýlega hafa fallið dómar þar sem sannað þótti að brotaþoli hafi verið beittur slíkri nauðung að „aðgerð- arleysi“ hans þótti eðlilegt þegar hann stóð frammi fyrir tilteknum aðstæðum, sem dæmi má nefna fyrrnefnda Hæstaréttardóma. Er þörf á að breyta nauðgunarákvæðinu? Því hefur verið haldið fram að enn sé nauðsynlegt að breyta 194. gr. almennra hegningarlaga og þá þannig að það sé talið nauðgun þegar samþykki beggja aðila skorti til samræðis eða annarra kynferð- ismaka. Rökin hafa m.a. verið talin þau að þannig séu allir verndaðir en ekki aðeins minnihluti fórnarlamba nauðgana. Ég vík þá aftur að orðum mínum í upphafi greinarinnar og ítreka þá skoðun mína að samræði eða önnur kynferðismök við mann- eskju gegn vilja hennar er óásætt- anlegur verknaður. Hins vegar tel ég nauðsynlegt fyrir þá sem starfa að þessum málaflokki að þeir njóti leiðsagnar skýrrar verknaðarlýs- ingar lagaákvæðis. Að mínu mati veitir orðalag nauðgunarákvæðis almennra hegningarlaga brotaþolum nægi- lega vernd. Yrði ákvæðinu breytt á þann veg að ofbeldi, hótanir eða önnur ólögmæt nauðung yrði fjar- lægð úr verknaðarlýsingu ákvæð- isins hefði það fyrst og fremst táknræna þýðingu en ólíklegt er að breytingin myndi skila sér á annan hátt, t.d. með fleiri ákær- um og sakfellingum. Hins vegar myndum við standa uppi með mun óskýrara ákvæði en nú. Slíkt ber að forðast enda er það til þess fall- ið að valda enn meiri tortryggni manna á því að hvaða atriðum sönnun beindist. Í reynd beinist sönnun að því nú hvort samræði eða önnur kynferð- ismök hafi farið fram gegn vilja brotaþola. Kemur skýrt fram í greinargerð hversu mikil áhersla er á viljaafstöðu brotaþola eins og áður sagði. Eftir sem áður stönd- um við frammi fyrir sömu réttar- farsreglum og áður voru nefndar og ásetningi sem refsiskilyrði. Þess má geta í þessu samhengi að sé brotaþoli undir 15 ára aldri verður nauðgunarákvæðinu beitt samhliða ákvæði 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, sem leggur bann við því að hafa sam- ræði eða önnur kynferðismök við barn undir 15 ára aldri. Það varð- ar þó sömu refsingu og nauðgun að brjóta gegn barni á þennan hátt en séu skilyrði fyrir hendi er rétt að ákæra fyrir brot gegn báðum ákvæðunum. Oftast er um nauð- ung að ræða eins og aðstæður þar sem barnið „frýs“ og spornar ekki gegn verknaðinum. Það sama ætti að eiga við þegar barn er það ungt að það skilur ekki hvað athöfnin felur í sér. Hvað fyrrnefnda atriðið varðar má nefna dóm Hæstaréttar nr. 229/2008 sem áður var nefndur og dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. 299/2009. Ákæruvald og dómstólar verða að sýna hlutleysi Ég vona að ég hafi haft árangur sem erfiði við að upplýsa um við- fangsefni þeirra sem rannsaka, ákæra og dæma í kynferðisbrota- málum og þau vandamál sem þeir standa frammi fyrir við meðferð slíkra mála. Þetta eru ekki verk- efni sem verða leyst á vélrænan hátt án mannlegra tilfinninga. Þessum aðilum ber hins vegar í störfum sínum að sýna hlutleysi og gera ekki greinarmun á því hvort brotaþoli eða sakborning- ur á í hlut. Fyrir það, þó ekki væri annað, ættu þeir að njóta skilnings almennings. Þegar upp er staðið hlýtur niðurstaðan ávallt að vera sú, að við viljum hafa lagareglur sem vernda alla. Höfundur er aðstoðarsaksóknari í kynferðisbrotamálum hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Að horfa jafnt til sýknu og sektar SIGRÍÐUR HJALTESTED KAUPUM GEGN STAÐGREIÐSLU Mercedes Benz GL, ML 320 Cdi Landrover Discovery Dísel LandCruiser 200 (bensín & dísel) Range Rover Vogue V8 Dísel Range Rover Sport Dísel Audi Q7 Dísel BMW X5 Dísel Árgerð 2007 og yngra Sendu myndir og upplýsingar í tölvupósti á: deutsche.auto@gmail.com eða hringdu í síma 821 9980. Pólýfónfélagið Pólýfónkórinn Aðalfundur Pólýfónfélagsins verður haldinn laugardaginn 14.nóvember 2009 kl. 14:00 á Grand- Hótel, Sigtúni 38 í salnum Háteigi B, sem er á 4.hæð í nýju byggingunni. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar um starfi ð undanfarin ár, reikningar félagsins, og kosningar. Loks verða almennar umræður um starfi ð framundan, áframhald útgáfustarfsins og fl eira. Geisladiskar, mynddiskar og fl eira verður til sölu á sérkjörum. Vonast er til að allir félagar mæti vel og stundvíslega. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.