Fréttablaðið - 12.11.2009, Side 33

Fréttablaðið - 12.11.2009, Side 33
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 OPRAH situr ávallt fyrir á forsíðu tímaritsins síns, O. Stund- um fá stjörnurnar þó að deila plássinu með henni. Í desem- ber hlýtur grínleikkonan Ellen DeGeneres þann heiður og ríkir mikil gleði á forsíðunni í það skiptið. „Ég er með mjög fjölbreyttan fatasmekk og fer ekki eftir nein- um sérstökum reglum. Hverju ég klæðist fer allt eftir því hvað ég fíla hverju sinni,“ segir Elín Lov- ísa Elíasdóttir, 18 ára. Elín stund- ar nám á félagsfræðibraut við Verzlunarskóla Íslands, en auk þess æfir hún söng og píanó í Tón- listarskóla Hafnarfjarðar og starf- ar hjá Kaupfélaginu í Kringlunni. „Ég fylgist reglulega með því hvað er að gerast í tískuheimin- um. Ég skoða nánast daglega tvö sænsk tískublogg og fer inn á heimasíður H&M, Vogue og Elle. Ég hef líka gaman af því að skoða hverju stjörnurnar klæðast og elska til dæmis hverju Olsen-syst- urnar og Nicole Richie klæðast,“ segir Elín. Aðspurð segist hún aðallega kaupa föt í Zöru og Topshop hér á landi. „Mér finnst skemmtilegra að versla erlendis því það getur verið erfitt að finna föt hérna heima. Yfirleitt eru allir komnir í það sama eftir viku og úrvalið er takmarkað,“ útskýrir Elín. „Þegar ég kaupi föt úti fer ég mikið í H&M og er mjög hrifin af búð sem heitir Monkey í Svíþjóð. Mér finnst líka gaman að fara í „second hand“- verslanir og reyni þá að finna ein- hverja einstaka flík sem stendur út úr,“ bætir hún við. En hvað er efst á óskalistanum í dag? „Núna langar mig mikið í hlýralausan leðurkjól. Mér finnst allt þetta svarta leður og rokkaða útlit alveg geggjað. Svo er ég að bíða eftir skóm í Kaupfélagið, sem eru svartir, ökklaháir, renndir, með fylltum hæl og spennum. Við erum búin að panta þá svo þeir eru væntanlegir á næstunni,“ segir Elín. alma@frettabladid.is Langar mikið í leðurkjól Elín Lovísa Elíasdóttir Verzlunarskólanemi hefur gaman af því að fylgjast með tísku. Hún skoðar gjarnan tímarit og finnst Olsen-systurnar og Nicole Richie vera flottar fyrirmyndir þegar kemur að klæðaburði. Elín Lovísa klædd bol, buxum og skóm úr Zöru. Beltið er úr „second hand“-búð í Svíþjóð, armbandið keypt á Portobello Road í London, hálsmenin úr Top Shop og H&M, en hringurinn frá Hendrikku Waage. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 12.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 6 mán. vaxtalausar greiðslur Fyrst og fremst í heilsudýnum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.