Fréttablaðið - 12.11.2009, Page 35

Fréttablaðið - 12.11.2009, Page 35
FIMMTUDAGUR 12. nóvember 2009 3 Þrjátíu og tveir innlendir hönn- uðir sýndu á tískuvikunni í Karachi, höfuðborg Pakistans, sem lauk í gær. Atburðurinn var haldinn þremur vikum á eftir áætl- un en frestunin varð vegna þess ótrygga ástands sem ríkt hefur í landinu. Auk þess þótti það viðeigandi virðing við yfir 300 manns sem lát- ist höfðu í árásum herskárra talibana í október að fresta tískuvikunni. Ætlunin var að kynna erlenda hönn- uði á sýningunni en ekkert varð úr því af öryggisástæðum. Skipuleggjendur héldu þó ótrauðir áfram og árangurinn varð glæsileg sýning á því besta sem Pakistan hefur upp á að bjóða í tískuheiminum. Vitanlega var ekki mikið um bert hold á tískupöllunum en fötin miðuðust heldur við hefðbundinn klæðnað múslima sem hylja vel líkamann. Sumir létu þó gömul viðmið ekki stoppa sig en eitt er víst að litadýrðin var í fyrirrúmi svo og hönnunargleðin. solveig@frettabladid.is Tískusýning í skugga átaka Engir erlendir hönnuðir eða fyrirsætur tóku þátt í tísku- vikunni í Pakistan sem er nýlokið. Ástæðan var ótryggt ástand landsins en herskáir öfgamenn hafa gert mannskæðar árásir á landið á síðustu mánuðum. Karlatískan var einnig sýnd á pöllunum í Pakistan. Ný nálgun að hefðbundinni slæðu múslimaheimsins eftir Athar Hafeez . Samfestingur eftir hönnuðinn Adnan Pardesy. Litríkur kjóll eftir Deepak Perwani. Farmers market setur á markað buxur úr íslenskum náttúru- afurðum. Aðsniðnar dömubuxur úr lambs- leðri og laxaroði, sem er sútað í verksmiðju Sjávarleðurs á Sauðárkróki, eru nýjasta afurð Farmers market. Buxurnar hafa fengið nafnið Sporður en vörur fyrirtækisins bera allar íslensk bæjarnöfn. Hönnunarfyrirtækið Farmers market var stofnað haustið 2005 af Bergþóru Guðnadóttur hönn- uði og Jóel Pálssyni tónlistar- manni. Markmið þeirra er að nýta náttúruleg hráefni og fram- leiða vörulínu af fatnaði og fylgi- hlutum sem hefur sterka skír- skotun til íslenskrar arfleifðar og menningar. Buxurn- ar, sem eru samsettar úr fimmtíu stykkjum, þarf að sér- panta. - ve Leðurbuxur með laxaroði Buxurnar eru samsettar úr fimmtíu stykkj- um. MYND/FARMERS MARKET Glæsilegur búningur eftir Fahad Hussayn. Litríkur og þjóðlegur klæðnaður eftir Athar Hafeez. 2 ÁRA AFMÆLI 20% afsláttur af öllum vörum. Bjóðum upp á veitingar milli 17 og 19 fimmtudaginn 12. nóvember. Tískusýning. Happadrætti. Nýtt kortatímabil. Vertu velkomin. HANSKADAGAR System kr. 33.900,- Flex Max kr. 27.900,- Flex kr. 22.900,- FLOTT Í VETUR...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.