Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2009, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 12.11.2009, Qupperneq 40
 12. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● nærfatnaður & náttföt La Senza býður upp á breitt stærðar- og litaúrval en þar er hægt að finna nærföt í stíl við nánast hvaða föt sem er. Starfsmenn La Senza eru í óða önn að taka upp jólavörurnar þessa dagana en þar á meðal eru sloppar, inniskór og baby doll-kjólar í úr- vali. „Við erum með mikið í rauðu og svörtu að vanda en líka í neon- bleiku, grænu, bláu og fjólubláu,“ segir verslunarstjórinn Þóra Hlíf Jónsdóttir. La Senza, sem sérhæfir sig í nátt- og nærfatnaði, opnaði á Ís- landi fyrir sjö árum en keðjan var stofnuð í Kanada árið 1990. Hún er í dag í eigu Limited Brands, eig- anda Victorias Secret, og starf- rækir yfir 700 verslanir í yfir þrjá- tíu löndum um allan heim. La Senza leggur upp með að það eigi að vera einstök tilfinning að koma inn í verslanirnar og að við- skiptavinurinn upplifi persónu- lega þjónustu. „Við bjóðum upp á brjóstahaldaramátun og leggjum mikla áherslu á innpökkun vör- unnar með ilmkúlum og öðru fín- eríi. Þá erum við með ilmvötn og sturtusápur í úrvali sem henta vel í gjafapakkann eða handa þeim konum sem vilja gera sérstaklega vel við sig. Eins státar La Senza af mörgum stærðum, frá 30 A og upp í 38 FF auk þess sem von er á stærð 40 G innan tíðar,“ segir Þóra. Hún fullyrðir að konur af öllum stærð- um og gerðum geti því fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Í versluninni er bæði að finna hefðbundin og blúnduskreytt nær- föt en litaúrvalið er með fjölbreytt- ara móti. „Ef konur vantar til dæmis brjóstahaldara undir fjólu- bláan kjól þá er hægt að fá hann hjá okkur. Þá erum við með gott úrval af brjóstahöldurum sem er hægt að breyta á ýmsa vegu og til dæmis skipta um hlýra, taka þá af eða gera kross í bakið en þannig má með auðveldum hætti laga þá að klæðnaði hverju sinni.“ Litadýrð og gott viðmót Mikið er lagt upp úr framsetningu vörunnar í versluninni og er henni ávallt pakkað inn eftir kúnstarinnar reglum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● DUTTLUNGAR TÍSKUNNAR Elstu lífstykki sem vitað er um eru frá 12. öld, gerð úr járni, og er vitað til þess að konur hafi látið fjarlægja úr sér rifbein til að passa betur í þau. Lífstykki urðu ekki eðlilegur hluti af klæðnaði kvenna fyrr en á endurreisnartímabilinu. Hugsuðir upp- lýsingastefnunnar töldu þau heilsuspill- andi og mótmæltu ákaft notkun þeirra um 1770. Franskar konur fóru að ganga í lífstykkjum án þving- ana eftir frönsku byltinguna og slepptu þeim á nýklassíska tímanum. Þau öðluðust nýtt líf á biedermeier-tímanum, um 1825. Um 1840 voru þau svo eftir- sótt að meira að segja karlar klæddust þeim. Nú, eftir umtalsverð- ar bætur, njóta þau nokkurra vinsælda. Heimild: Tíska aldanna Lífstykki litu sum hver svona út á 16. öld en þetta er gert úr járni. Nú eru lífstykki öllu þægilegri. www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 1000 kr. stykkið. Nýtt kortatímabil. Nærföt ● NÝTT VOPN Í BARÁTTUNNI Breskir vísindamenn við Háskólann í Bolton eru að þróa brjóstahaldara sem þeir vonast til að geti orðið nýtt vopn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Í honum eru skynjarar sem nema hitabreytingar í brjóstinu en hækkandi hiti á ákveðnu svæði getur bent til vefjabreytinga eða mögulegrar krabbameinsmyndunar. Haldarinn mun gefa frá sér hljóð- eða sjónmerki sem gefur notandan- um til kynna að eitthvað geti mögulega verið að. Prófessor Elias Siores, sem stýrir rannsókninni, vonast til þess að brjóstahaldarinn geti orðið til þess að krabbameinið uppgötvist á fyrri stigum og að hann geti aukið lífslíkur þeirra kvenna sem þegar hafa greinst en hann sér fyrir sér að þær geti gengið í haldaranum meðan á meðferð stendur. Hann segir engar aukaverkanir fylgja örbylgjunum en að haldarinn, sem hann vonast til að komi á markað innan tveggja ára, muni kosta sitt. Brjóstahaldarinn kemur á markað innan tveggja ára og vonast menn til að hann geti orðið til þess að brjóstakrabbamein greinist á fyrri stigum. Kringlan - Smáralind - Akureyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.