Fréttablaðið - 12.11.2009, Síða 44
12. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● nærfatnaður & náttföt
● TRÚARLEG TENGING NÆRKLÆÐA Nærföt hafa sums staðar,
rétt eins og annar fatnaður, öðl-
ast táknrænt eða trúarlegt gildi.
Víða tengist notkun þeirra trúarleg-
um kröfum um að hylja beri þá staði
líkamans sem tengja má við getn-
að. Enn hafa nærbuxur sums stað-
ar greinilega táknræna merkingu.
Þannig nota til dæmis sumir hindúar
ákveðna gerð nærbuxna til að hemja
ástríður sínar. Eins klæðast mormón-
ar bómullarsamfestingum innstum
klæða til að minna sig stöðugt á ým-
islegt sem lýtur að hreinlífi og trú-
festu. Heimild. www.visindavefur.is.
● SAGA BRJÓSTAHALDARANS Konur hafa öldum saman
notað einhvers konar klæði sem líkjast brjóstahöldurum. Líklegt þykir
að brjóstahaldarar í þeirri mynd sem við þekkjum hafi svo smám saman
þróast út frá þessu klæðum. Heiðurinn að fyrsta ósvikna brjóstahaldar-
anum er oft eignaður annaðhvort Herminie Cadolle eða Mary Phelps
Jacob. Flík Cadolle er frá árinu 1889, hún var tvískipt
og efri hlutinn átti að halda uppi brjóstum og
styðja við þau. Jacob þykir síður eiga þenn-
an heiður skilinn þótt hennar brjóstahaldari
sé líkari því sem konur eiga að venjast. Jacob
fékk einkaleyfi á hönnun sinni árið 1914. Síðan
þá hefur brjóstahaldarinn þróast enn frekar, hann
er framleiddur í ýmsum skálastærðum og fæst í alls
konar gerðum: hlýralaus, fóðraður, meðgönguhaldari
og svo framvegis. Heimild: www.visindavefur.is
● G-STRENGURINN Síð-
ustu misseri hefur G-streng-
urinn notið mikilla vinsælda,
en margt er á huldu um upp-
runa þessa þarfaþings og þar
á meðal hvernig sjálft heitið er
til komið. Vitað er að orðið g-
string eða geestring var notað
yfir lendaskýlur indíána seint á
19. öld. Sennilegt þykir að orðið
sem notað er yfir nærhaldið sé
dregið af því. Þó er ekki vitað
með vissu hvernig lendaskýl-
an sjálf hlaut þetta heiti. Ein til-
gátan er sú að bókstafurinn g
sé stytting á orðin girdle, sem
þýðir sokkabandabelti.
Heimild: www.visinda-
vefur.is.
Karlar og konur hafa löngum haft
gaman af því að finna út meðal-
stærð hinna ýmsu líkamsparta
og eru brjóstin ekki undanskilin.
Brjóstastærð er mæld í bókstöf-
um frá A og upp úr auk þess sem
ummálið í tölustöfum fylgir með.
Bæði málin hafa vaxið umtalsvert
á undanförnum árum.
Um miðjan síðasta áratug var
meðal brjóstastærð í Bretlandi
34B. Hún er nú komin í 36C og
virðist tilhneigingin vera svipuð í
öðrum löndum. Á það jafnvel líka
við hjá asískum konum sem lengst
af hafa flestar verið í stærð A.
Skýringarnar á þessu eru einkum
tvær, brjóstastækkanir og vaxandi
ummál kvenna almennt. - ve
Meðalstærðin
komin í 36C
Pamela Anderson er ein þeirra kvenna
sem kom af stað bylgju brjóstastækkana
um miðjan síðasta áratug.
Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til
að koma þér af stað á mjög árangurs ríkan
og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins
er að koma þér á æðra stig hvað varðar
líkamlega og andlega heilsu.
Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur
3 öflugir brennslutímar
2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara
Vikulegar mælingar
Ítarleg næringarráðgjöf
Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna
Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu
Hollustudrykkur eftir hverja æfingu
Takmarkaður fjöldi
6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku
Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon
1. vika – Orkuhleðsla
Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi.
2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla
Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest
út úr holla matnum sem þú ert að borða.
3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun
Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun
hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft.
4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi
Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja
líkamann á náttúrulegan hátt.
Ný námskeið hefjast 16. nóvember
Fyrirlestur 14. nóvember
Skráning er hafin í síma 444 5090 eða
nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is
Hilton Reykjavík Nordica Hotel
Suðurlandsbraut 2
Sími 444 5090
nordicaspa@nordicaspa.is
www.nordicaspa.is
fyrir konur og karla
Sjöfn Sigþórsdóttir hjúkrunarfræðingur
og María Kristjánsdóttir lögmaður
Námskeiðið er frábær
leið til að auka
styrk, úthald
og hreyfigetu. Við erum betur í stakk búnar
að takast á við krefjandi verkefni
Ég breytti um LÍFSSTÍL
og þú getur það líka.
Búinn að missa yfir 20 kíló
á tveimur og hálfum mánuði
og er enn að léttast
Gissur Ísleifsson tölvunarfræðingur