Fréttablaðið - 12.11.2009, Side 54

Fréttablaðið - 12.11.2009, Side 54
38 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is ath kl. 20.30. Tveir spaugsamir píanist- ar hittast í Salnum í kvöld þar sem Jón Ólafsson rekur garnirnar úr Magn- úsi Kjartanssyni um feril hans og tónsmíðar. Uppnám er í bókabransanum eftir að JPV forlag gaf út sérstakt litprentað hefti sem kallað var Bókatíðindi. Þótti mörgum smærri bókaútgefendum að sér vegið. Ekki hefur tekist að ná samstöðu um fyrirkomulag sölulista með aðkomu allra hagsmunaaðila en þó kom það öllum á ávart að JPV, sem stærst er á íslenskum bóka- markaði, skyldi birta, meðal ann- ars hér í blaðinu, sölulista sem tók einungis til útgáfurita JPV. Keðjan Eymundsson, sem er stærsta net bókaverslana í landinu, sendir vikulega frá sér sölulista og í gær birtust tölur liðinnar viku: þar trónir Arnaldur Indriðason efstur með sín Svörtu- loft, Kristín Marja Baldursdóttir er í öðru sæti með nýja skáldsögu, Karlsvagninn, en Jón Kalman í því þriðja. Bakarinn vinsæli Jói Fel og Óskar Guðmundsson sitja í fjórða og fimmta sæti og er sjónarmun- ur á þeim; bakarinn hefur selt einu eintaki meira þessa viku en sagnfræðingurinn en Jói er höfundur brauða- og kökubókar Hagkaupa sem nýkomin er á markað. Athygli vekur að skáldverkalist- inn í kiljum er setinn af norræn- um höfundum í efstu sætunum: Ástandsbarn Camillu Läckberg er þar söluhæst, en síðan koma í þremur sætum bækur Önnu B. Ragde og loks rekur Stieg Larsson lestina. Norðmaður og tveir Svíar vinsælastir á kiljulistanum íslenska - hver hefði trúað því fyrir fáum árum? Norræn skáldverk söluhæst BÓKSALA Anna B. Ragde er fyrirferðarmikil á kiljulista Eymundsson frá síðustu viku. > Ekki missa af... Sýningum fer að ljúka á Sannleika Péturs Jóhanns og Sigurjóns Kjartanssonar í Borgarleikhúsinu og Friedu Brynhildar Guðjónsdóttur í Þjóðleikhúsinu. Í dag kl. 18 verður opnuð Sögusýning − Íslensk gra- fík í 40 − í sal Íslenskrar grafíkur í Tryggvagötu 17, Hafnarhúsinu gamla við Miðbakka, en gengið er hafnarmegin inn í húsið. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á sögu grafík- listar á Íslandi í máli og myndum. Þetta er önnur sýningin sem Íslensk grafík setur upp þessi dægrin en 7. nóvember var opnuð sýning í Nor- ræna húsinu þar sem 40 íslenskir myndlistarmenn komu saman með ný verk í tilefni af afmæli félagsins og voru öll unnin út frá hugtakinu þrykk. Þar mátti sjá hefðbundna grafík á pappír en einnig fram- sækna nútímavædda þrykktækni með nýjum útfærslum og framsetn- ingu. Megintilgangur sýningarinn- ar er að gefa mynd af því sem er í deiglunni í íslenskri grafík í dag. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ing- ólfsson sem einnig ritar í sýningar- skrá sem kom út af þessu tilefni. Í sal félagsins, sem er í húsnæði með verkstæði sem félagsmenn hafa aðgang að, eru einkum verk frá fyrri árum. Félagið Íslensk grafík (einnig kallað Grafíkfélagið) var stofn- að í núverandi mynd árið 1969 en var upprunalega stofnað árið 1954. Meginliðurinn í starfsemi félags- ins hefur lengst af verið sýningar- hald af ýmsu tagi, einkum sýning- ar á verkum félagsmanna innan lands og utan og útgáfa kynningar- rita um íslenska grafíklistamenn og verk þeirra. Það hefur líka gefið út möppur með verkum félagsmanna og þannig stuðlað að aukinni dreifingu grafíklistar. Félagið hefur sömuleiðis staðið að kynningu á erlendri grafík hér- lendis. Í félaginu eru í dag yfir 70 listamenn. Þeir einir eru meðlim- ir sem lokið hafa minnst fjögurra ára námi frá viðurkenndum lista- skóla og hafa starfað að listsköpun í minnst tvö ár. Eldra félagið stofnuðu nokkrir myndlistarmenn í þeim tilgangi að vinna að kynningu og eflingu grafíklistar hérlendis. Þetta voru Hafsteinn Guðmundsson, Jóhann- es Jóhannesson, Jón Engilberts, Jón Þorleifsson, Kjartan Guð- jónsson, Benedikt Gunnarsson og Veturliði Gunnarsson. Starf- semi félagsins lagðist fljótlega niður enda félagsmenn fáir og lítil aðstaða til að vinna listgrafík hér á landi á þeim tíma. Árið 1969 var núverandi félag stofnað undir sama nafni. Aðal- hvatamaður þess og fyrsti formað- ur var Einar Hákonarson. Ekki eru bein tengsl milli félaganna tveggja önnur en þau að nokkrir af með- limum hins fyrra gengu í hið síð- ara við stofnun þess. Einnig var tekið upp merki gamla félags- ins sem Jón Engilberts teiknaði á sínum tíma. Sýningin stendur í Hafnarhúsi til janúarloka og er sérstaklega gerð með því markmiði að miðla þekkingu um grafík til skóla og annara hópa sem hafa áhuga á slíkri fræðslu. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14.00-18.00. Sýningin í Norræna húsinu varir til 5. desember. pbb@frettabladid.is Tvær grafíksýningar MYNDLIST Þrykk eftir Kjartan Guðjónsson á sögusýningu Íslenskrar grafíkur í Hafnar- húsinu. MYND ÍSLENSK GRAFÍK Á laugardag boða Leikminjasafn Íslands og Listahá- skóli Íslands til málstofu um íslenska leiklistarfræði. Málstofan, sem er haldin í samvinnu við Þjóðminja- safn Íslands og Hugvísindasvið Háskóla Íslands, verður í fundarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu og hefst kl. 14. Þar munu eftirtaldir fræðimenn flytja stutt erindi: Ólafur J. Engilbertsson, sagnfræðingur og leik- myndahöfundur: „Rétt landslag eða róttæk list?“ – sögunni miðlað á sviðinu. Ingibjörg Björnsdóttir listdanskennari: „Aus- druckstanz“ á íslensku leiksviði – Um dansarann Ellen Kid. Magnús Þór Þorbergsson, lektor við leiklistar- deild Listaháskóla Íslands: „Hvað eigum við að kalla instructör?“ Nokkrar hugleiðingar um stöðu leik- stjórans í íslensku leikhúsi á 3. áratug síðustu aldar. Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leikminjasafns Íslands: Að dæma eða ekki að dæma. Hugleiðingar um tilvistarvanda íslenskrar leiklistargagnrýni á fyrri hluta síðustu aldar. Trausti Ólafsson leiklistarfræðingur: Nýjársnótt- in: Gleðileikur Indriða Einarssonar og íslenskir sam- tímaviðburðir. Björn G. Björnsson, leikmyndahöfundur: Hvernig geymist leiklist? Umræðum stýrir Dagný Kristjánsdóttir, prófess- or við HÍ. Hér á landi er starfandi stór hópur fólks sem hefur menntast í leiklistarfræðum, þótt fáir leggi stund á skipulegar rannsóknir. Flestir þeirra fræðimanna sem taka þátt í málstofunni eru á kafi í rannsóknum. Af þeim er Jón Viðar Jónsson afkastamestur, en Ingi- björg Björnsdóttir hefur undanfarin misseri unnið ritun íslenskrar danssögu sem Árni Ibsen hafði lagt drög að er hann veiktist og varð að láta af því verki. Verður fróðlegt að heyra greinargerð hennar um stuttan feril Ellen Kid sem var fyrri kona Jóhanns Briem og menntaður dansari en lést langt fyrir aldur fram. Magnús Þorbergsson vinnur nú að doktorsrit- gerð um leikstjóra hér á landi á þriðja áratugnum en hún hófst með ætlun um að kanna feril Indriða Waage. - pbb Leiklistarsaga á þingi INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR listdanskennari vinnur við rann- sóknir á íslenskri danssögu og heldur erindi um Ellen Kid á þingi um leiklistarsögu á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 20 ár frá því Múrinn féll Þýski sendiherrann býður öllum áhugasömum þýskra bókmennta og atburðarins 9. nóvember 1989 að koma þann 12. nóvember 2009 kl. 19.00 í Túngötu 18, 101 Reykjavík, á rithöfundalestur þriggja þýskra rithöfunda. Renatus Deckert, Annett Gröschner og Thomas Rosenlöcher munu lesa úr bókinni “In der Nacht als die Mauer fi el” (Um nóttina þegar múrinn féll) og síðan svara spurningum viðstaddra. Aðgangur ókeypis. 20 Jahre Mauerfall Der deutsche Botschafter lädt alle an deutscher Literatur und den Ereignissen des 9.November 1989 Interessierten am 12. Novem- ber 2009 um 19.00 Uhr in die Tungata 18, 101 Reykjavik, zu einer Dichterlesung dreier deutscher Autoren ein. Renatus Deckert, Annett Gröschner und Thomas Rosenlöcher werden aus dem Buch „In der Nacht als die Mauer fi el“ lesen und sich dann den Fragen der Teilnehmer stellen. Eintritt frei. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð nydogun@nydogun.is Makamissir SÉRA Bragi Skúlason sjúkrahússprestur fl ytur fyrirlestur um makamissi í kvöld 12. nóvember kl. 20 í safnaðarheimili Háteigskirkju á vegum Nýrrar dögunar. Fyrirspurnir, umræður, kaffi . Allir velkomnir. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.