Fréttablaðið - 12.11.2009, Page 56
40 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
Bókmenntir ★★
Elías Snæland Jónsson
Rúnagaldur
Sótt í horfinn heim
Í Rúnagaldri segir frá glímu sjónvarpskonunnar Melkorku við arfleifð afa
síns, Höskuldar, en við sviplegt fráfall hans kemur ýmislegt gruggugt í ljós.
Melkorka fer á slóð afa síns í gegnum dagbækur, ferðast um horfinn heim
nasista sem leituðu í horfinn heim Eddukvæðanna. Höfundurinn fléttar
ágætlega saman þeim hugmyndum sem framámenn Þriðja ríkisins höfðu
um uppruna hins germanska kynstofns, við leit hins unga fræðimanns að
sannleikanum. Bestu kaflar bókarinnar segja frá lífi afans. Þar vantar þó
aðeins upp á; skrefið sem Höskuldur stígur frá því að verða norrænufræð-
ingur í að verða ötull fylgismaður SS-sveitanna, og þess óumræðanlega
hryllings sem þær stóðu fyrir, er til dæmis hálfótrúverðugt og lítið skýrt
í sögunni. Þá vantar upp á persónusköpunina í þeim hluta sem gerist í
nútímanum. Lítill áhugi kviknar hjá lesendum á örlögum Melkorku og
hennar fólks, höfundur hleypir lesendum lítið inn í sálarlíf þess. Sagan á þó
ágætisspretti sem vinna hefði mátt betur úr, hún skautar á köflum full mikið
yfir framvindu mála.
Kolbeinn Óttarsson Proppe
Niðurstaða: Þokkaleg saga sem hefði orðið mun betri með frekari
úrvinnslu.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 12. nóvember 2009
➜ Tónleikar
20.00 Ourlives heldur útgáfutónleika í
Hafnarfjarðarleikhúsinu við Strandgötu
í Hafnarfirði.
20.00 Pulling Teeth verða með tón-
leika á Gamla bókasafninu, kaffi- og
menningarhúsi ungs fólks við Mjósund í
Hafnarfirði. Einnig koma fram Tentacles
of Doom, Hark og Logn.
20.30 Magnús Kjart-
ansson er gestur Jóns
Ólafssonar í tónleikaröð-
inni „Af fingrum fram“ í
Salnum við Hamraborg í
Kópavogi.
21.00 Erik Qvick og
félagar í Lighthouse
kvartettnum taka ofan hattinn fyrir
trommugoðsögninni Elvin Jones og
leika lög eftir David Liebman og Steve
Grossman ofl. á tónleikum í djasskjall-
ara Café Cultura við Hverfisgötu.
21.00 Trúbadora-dúettinn Hobbitarnir
verða með tónleika í Frumleikhúsinu
við Vesturbraut í Reykjanesbæ.
21.00 Janis Joplin tribute verður á
Græna hattinum Hafnarstræti 96 á
Akureyri. Húsið verður opnað kl 20.
22.00 Rafbandið Stereo Hypnosis
heldur útgáfutónleika á Sódómu
Reykjavík við Tryggvagötu. Ruxpin sér
um upphitun.
➜ Opnanir
16.00 Í Safnahúsi Borgarfjarðar við
Bjarnarbraut í Borganesi, verður opnuð
ljóðasýning barna í fimmtu bekkjum
grunnskólanna í nágrenninu. Opið alla
virka daga kl. 13-18.
17.00 Sýning á verkum Soffíu
Sæmundsdóttur opnar í Artóteki, 1.
hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur við
Tryggvagötu 15. Opið mán.-fim. kl. 10-
19, fös. kl. 11-19 og um helgar 13-17.
➜ Ljóð og lög
20.00 Mohawks og Poetrix standa
fyrir Open Mic-kvöldi í kjallara Kaffi
Rótar við Hafnarstræti 17. Listamenn
stíga á svið og flytja lög, texta eða ljóð
en svo verður orðið gefið laus.
➜ Sýningar
Í Listasafni Árnesinga við Austurmörk
í Hveragerði standa yfir sýningarnar
Þræddir þræðir: samsýning Ásgerðar
Búadóttur, Hildar Hákonardóttur, Guð-
rúnar Gunnarsdóttur og Hildar Bjarna-
dóttur og Einu sinni er: sýning Hand-
verks og hönnunar þar sem þemað er
„gamalt og gott“. Opið fim.-sun. kl.
12-18.
Pétur Gautur sýnir olíuverk í Eplinu við
Borgartún 26. Opið virka daga kl. 9-18
og lau. kl. 9-15.
Margrét Jónsdóttir listmálari hefur
opnað sýningu í Listasal Mosfellsbæjar
í Kjarna við Þverholt.
Opið virka daga kl. 12-19 og lau. kl.
12-15.
Íslensk grafík 40 ára, sýning í tilefni af
40 ára afmæli félagsins stendur nú yfir í
í Norræna húsinu við Sturlugötu. Opið
þri.-sun. kl. 12-17.
➜ Síðustu forvöð
Sýningu Gjörningaklúbbsins
„Svartir svanir“ í
Kling & Bang
galleríi lýkur
á sunnudag.
Kling & Bang,
Hverfisgötu 42.
Opið fim.-sun.
kl. 14-18.
➜ Leikrit
20.00 Listafélag Verzlunarskóla
Íslands sýnir leikritið Poppkorn eftir
Ben Elton. Sýningar fara fram í hátíðar-
sal skólans við Ofanleiti. Nánari upplýs-
ingar á www.nfvi.is.
➜ Upplestur
17.00 Árni Matthí-
asson les upp úr bók
sinni „Papa Jazz: Lífs-
hlaup Guðmundar
Steingrímssonar“ í
Bókasafni Hafnarfjarð-
ar við Strandgötu. Papa
Jazz mætir með tromm-
urnar, spilar og spjallar
við gesti. Allir velkomnir.
19.00 Þýski sendiherrann býður
öllum áhugasömum um þýskar bók-
menntir og atburðarins 9. nóvember
1989 þegar Múrinn féll, að hlýða á rit-
höfundalestur þriggja þýskra rithöfunda.
Renatus Deckert, Annett Gröschner
og Thomas Rosenlöcher sem munu
lesa úr bókinni „In der Nacht als die
Mauer fiel“ og síðan svara spurningum
viðstaddra. Upplesturinn fer fram að
Túngötu 18.
20.30 Ljóðaklúbburinn Hási kisi
stendur fyrir ljóðaupplestri í fokheldu
einbýlishúsi að Hömrum 19 á Egils-
stöðum. Aðgangur er ókeypis og gestir
hvattir til að koma vel klæddir.
➜ Fyrirlestrar
20.00 Í Listasafni Reykjavíkur við
Tryggvagötu verða flutt erindi sem
fjalla um hvernig hönnun, sköpun og
viðskipti mætast. Erindin flytja Margrét
Sigrún Sigurðardóttir, Helga Valfells og
Gunnar Hilmarsson. Allir velkomnir.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Í dag verður opnuð í horni Artóteksins í Borgar-
bókasafni í Grófarhúsi sýning á myndverkum Soffíu
Sæmundsdóttur myndlistarmanns. Málverk Soffíu
hafa stundum verið kölluð sögumálverk vegna þess
að myndir hennar búa yfir frásögn af einhverju
tagi með sínum óljósu mannverum í landslagi sem
greinilega er íslenskt þótt ekki sé það ráðandi í
myndinni. Mannvera og land takast á í rými sem
áhorfandanum er tamt að lesa í einhverja sögu. Sjálf
kallar Soffía á ferðalanga, þeir hafa dálitla vængi
til að hefja sig yfir hvunndaginn og tilheyra furðu-
heimi sem áhorfendur fá aðeins að gægjast inn í
litla stund. Soffía vinnur verk sín oft á tré, úr æðun-
um í viðnum spretta fram undraheimar. Pappír og
hvítur strigi veita aðra möguleika og efnisnotkun
hefur áhrif á útkomuna.
Soffía Sæmundsdóttir lærði myndlist við grafík-
deild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987-1991
og lauk mastersgráðu í málun frá Mills College
í Oakland, Kaliforníu 2003. Frá því Soffía lauk
námi hefur hún verið virk í íslensku myndlistarlífi
og vakið athygli fyrir málverk sín og teikningar.
Soffía Sæmundsdóttir hefur tekið þátt í fjölmörg-
um samsýningum og haldið einkasýningar, bæði
á Íslandi og erlendis í Evrópu og Ameríku. Hún
hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir list
sína. Má þar nefna Jay De Fao-verðlaunin (2003) og
Joan Mitchell Painting and sculpture award (2004),
kennd við samnefndar stofnanir, styrk úr ferða- og
dvalarsjóði Muggs og vinnustofudvöl í Kanada og
á Íslandi. Verk Soffíu eru í eigu fjölmargra opin-
berra aðila og stofnana. Á sýningunni eru olíumál-
verk á tré og striga og einþrykk á pappír.
Á vegg verður sýnt myndbandið Málarinn við
höfnina, sem er innsýn í myndheim Soffíu en það
gerði sonur hennar, Erlendur Sveinsson, nemi við
Kvikmyndaskóla Íslands.
Sýningin stendur til 13. desember, opið er mánu-
daga til fimmtudaga kl. 10-19, föstudaga kl. 11-19
og um helgar kl. 13-17. - pbb
Ferðalangar í landinu
MYNDLIST Mannvera í landinu. Eitt verka Soffíu á sýningunni í
Artótekinu. MYND/ARTÓTEK
Íslensk píanótónlist verður í forgrunni þegar
píanóleikarinn Tinna Þorsteinsdóttir kemur
fram á tónlistarhátíðinni Autunno Musicale í
Capua á Ítalíu á morgun. Hátíðin er viðamikil
og fjölbreytt og stendur yfir allt haustið í Cas-
erta-sýslu í grennd við Napólí.
Tinna kemur fram undir sérstökum lið hátíð-
arinnar þar sem ný píanótónlist er kynnt og
mun leika verk eftir þau Þorstein Hauksson,
Þuríði Jónsdóttur, Hilmar Þórðarson, Karólínu
Eiríksdóttur, Mist Þorkelsdóttur og Jón Leifs.
Á hátíðinni kemur fram breiður hópur
þekktra listamanna sem og ýmsir ungir og upp-
rennandi sigurvegarar keppna á borð við Schubert-keppninnar í
Graz, kammermúsíkkeppninnar í Lyon, Cleveland-píanókeppninnar
og Bach-keppninnar í Leipzig til að nefna nokkrar. Heimasíða hátíð-
arinnar er www.autunnomusicale.altervista.org/
Ferð Tinnu er styrkt af Reykjavík Loftbrú. - pbb
Tinna í Capua
TÓNLIST Tinna Þor-
steinsdóttir píanó-
leikari.
F R U M F L U T N I N G U R Á D E G I H E I L A G R A R S E S S E L Í U
ÓRATÓRÍAN
EFTIR ÁSKEL MÁSSON
CECILÍA
FYRIR FJÓRA EINSÖNGVARA, BLANDAÐAN KÓR,
TVÖ ORGEL OG HLJÓMSVEIT
TEXTI: THOR VILHJÁLMSSON
STEINHARPA OG VATNSTROMMUR EFTIR PÁL Á HÚSAFELLI
Þ ó ra E i n a r s d ó t t i r s ó p ra n : H e i l ö g C e c i l í a , v e r n d a r d ý r l i n g u r t ó n l i s t a r i n n a r
B ra g i B e rg þ ó r s s o n t e n ó r : Va l e r í a n u s , e i g i n m a ð u r C e c i l í u
Ág ú s t Ó l a fs s o n b a r í t o n : T í b ú r k í u s , b r ó ð i r Va l e r i a n u s a r
B j a r n i Th o r K r i s t i n s s o n b a s s i : A l m a k h í u s g r e i f i
Þ ó rg u n n u r A n n a Ö r n ó l fs d ó t t i r : e n g i l l
M ó t e t t u kó r H a l l g r í m s k i r k j u
K a m m e r s ve i t H a l l g r í m s k i r k j u
Ko n s e r t m e i s t a r i : U n a Sve i n b j a r n a rd ó t t i r
S t j ó r n a n d i : H ö r ð u r Á s ke l s s o n
H A L LG R Í M S K I R K J A
S U N N U DAG I N N 22. N Ó V E M B E R 2009 K L. 16.00
Ve r k i ð v a r p a n t a ð a f L i s t v i n a f é l a g i H a l l g r í m s k i r k j u m e ð s t y r k f rá K r i s t n i h á t í ð a r s j ó ð i ,
Tó n l i s t a r s j ó ð i m e n n t a m á l a r á ð u n e y t i s i n s ,
M e n n i n g a r - o g f e r ð a m á l a r á ð i R e y k j a v í k u r b o r g a r o g K r i s t n i s j ó ð i .
LIST VINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRK JU 27. STARFSÁR