Fréttablaðið - 12.11.2009, Síða 62

Fréttablaðið - 12.11.2009, Síða 62
46 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Hljómsveitin Hvanndalsbræð- ur tekur nú starf sitt með mikl- um alvörubrag ólíkt því sem áður tíðkaðist. Hljómsveitin hefur líka aldrei verið jafn vinsæl. Hún hefur átt tvo stórsmelli á árinu sem heyr- ast á öllu útvarpsstöðvum lands- ins og í spinningtímum. Sveitin vinnur nú að efni á sjöttu plötuna sem koma mun út í vor og verð- ur frábrugðin fyrri plötum. Eins og áður hefur komið fram verður bandið með í undankeppni Eurov- ision og það gefur út sína útgáfu af jólasálminum „Í Betlehem er barn oss fætt“ á næstu dögum. Þá verður ráðist í að semja titillag leikverksins 39 þrep eftir Alfred Hitchcock, sem Leikfélag Akur- eyrar sýnir eftir áramót. Annir í Hvanndal Í HITCHCOCKLEIKRITI Brjálað að gera hjá Hvanndalsbræðrum. „Þetta er „súpudagur“ fatahönnuða, með þessu framtaki viljum við þakka fólki góðar móttökur og bjóða fólki í heimsókn og upplifa skemmtilega jóla- stemningu í leiðinni,“ segir Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunar- félags Íslands. Fatahönnuðir við Laugaveg og nær- liggjandi götur bjóða gestum og gang- andi í heimsókn í kvöld. Boðið verður upp á veitingar og ýmis skemmti- atriði auk þess sem fólki gefst færi á að skoða nýjar jóla- og vetrarvör- ur. „Hönnunarverslunum hefur fjölg- að mjög hratt á síðustu árum og nú hefur myndast skemmtilegur kjarni hönnunarverslana í kringum Lauga- veg og nærliggjandi götur. Stór hópur fólks kemur niður í miðbæ til að heim- sækja þessar verslanir og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu tómlegur Laugavegurinn væri ef þessar hönnun- arverslanir væru ekki.“ Sextán hönnunarverslanir í mið- bænum taka þátt og má nefna verslan- ir á borð við Nikita, Elabel, Andersen og Lauth, Steinunn, ELM, Júniform, Nakta apann auk annarra. „Það er mikill samhugur meðal fatahönnuða og fólk talar mikið saman, skiptist á upplýsingum og hjálpar hvað öðru og við höfum einnig staðið að nokkr- um samsýningum fyrir viðburði, eins og Bleika kvöldið.“ Aðspurður segir Gunnar að áætlað sé að gera þetta að föstum lið og að félagið standi fyrir degi sem þessum tvisvar á ári, fyrir jól og aftur að vori. Dagskráin hefst klukkan 18.00 og stendur til klukkan 21.00. - sm Fatahönnuðir bjóða í heimsókn KRAFTMIKLIR HÖNNUÐIR Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélags Íslands, segir fatahönnun vera í mikilli uppsveiflu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fjöldi þekktra tónlistarmanna kemur fram á tónleikum Lions- klúbbsins Fjörgynjar sem verða haldnir í Grafarvogskirkju á fimmtudaginn. Á meðal þeirra verða Friðrik Ómar og Jógvan, Páll Óskar og Monika, Lay Low, Hörður Torfason, KK og Ellen Kristjánsdóttir. Karlakórinn Fóstbræður stígur einnig á svið. Þetta er sjöunda árið í röð sem Fjörgyn stendur fyrir þessum góðgerðatónleikum og hefur aðsókn ávallt verið mjög góð. Allur ágóði rennur til Barna- og unglingageðdeildar LSH og líknar sjóðs Fjörgynjar. Tónleik- arnir hefjast klukkan 20 og er miðaverð 2.500 krónur. Styrkja börn > HITTIR FORELDRA JESUS Madonna og kærasti hennar, Jesus Luz, lentu í Brasilíu í gær og munu dvelja í landinu í nokkra daga. Á meðan á dvölinni stendur mun Madonna meðal annars hitta foreldra Jesus í fyrsta sinn, en móðir piltsins er heilum fimmtán árum yngri en Madonna. Galdrakarlinn Einar M. Sverrisson sýndi töfrabrögð í Noregi fyrir 400 manns við góðar undirtektir. „Ég var á Íslenska barnum á mánudagskvöldinu í síðustu viku að sýna barþjónunum nokkur töfrabrögð þegar maður á endan- um á barnum spurði; „How‘s the icelandic depression?“ Ég nennti ekki að ræða það svo ég sýndi honum nokkur brögð. Eftir korter sagðist hann vera með stórt kvöld í Óperunni í Ósló þremur dögum síðar þar sem hann vildi fá mig til að sýna og þremur klukkutím- um síðar var hann búinn að bóka fyrir mig flug, hótel og ganga frá öllum smáatriðum,“ segir Einar M. Sverrison töframaður. Honum var boðið til Ósló af Bjorn Nor- mann, eiganda fyrirtækisins Color express, einu stærsta prentfyrir- tæki Noregs, til að sýna á kvöldi í Óperuhúsinu fyrir 400 af stærstu atvinnurekendunum á Óslósvæð- inu. „Ég svaf eiginlega ekkert fyrstu nóttina eftir að ég vissi að ég væri að fara, þetta gerðist svo hratt. En svo æfði ég mig mjög stíft, setti saman prógram og fór út með mitt besta efni. Til að fá að fara inn í Óperuhúsið sem skemmtikraftur þarf að fá leyfi og fylla út umsókn svo ég var heppinn að hafa feng- ið að fara þarna inn með svo litl- um fyrirvara,“ útskýrir Einar sem gekk á milli gesta og sýndi töfrabrögð meðan vínsmökkun fór fram og á milli rétta í fjög- urra rétta veislumáltíð. „Þetta var svolítið erfitt fyrsta korterið, en þegar maður var búinn að brjóta ísinn gekk þetta mjög vel,“ segir hann. Einar, sem er 23 ára, hefur lagt stund á töfrabrögð um ára- bil og er að mestu leyti sjálflærð- ur. „Ég var um tólf ára þegar ég fór að hafa áhuga á töfrabrögðum, en maður vissi ekki hvar ætti að nálgast það. Fyrir tveimur árum hitti ég svo mann sem kom mér inn í þetta og síðastliðið ár hef ég æft mig reglulega og komið fram. Maður getur lært af bókum sem kenna grunninn og útfært brögð- in á eigin hátt, en þetta lærist best frá öðrum töframönnum,“ segir Einar. „Ég sérhæfi mig í „table- hop“ eða „stralling magic“ sem eru töfrabrögð í návígi. Þetta er mjög vinsælt í Ameríku og eftir að David Blane fór að vera með þætti í sjónvarpinu er fólk meðvitaðra um að töfrar þurfa ekki að gerast uppi á sviði. Fólk hefur oft meira gaman af því að sjá töfrana gerast beint fyrir framan sig,“ útskýrir hann, en segist jafnframt halda sviðssýningar inn á milli. „Um leið og maður fær þessa töfrabakt- eríu hugsar maður nánast ekki um neitt annað og eftir því sem maður verður betri vill maður ýta sér lengra,“ bætir hann við. Ljóst er að Einar hefur vakið lukku í Óperuhúsinu í Ósló því hann hefur nú þegar fengið tilboð frá fleiri fyrirtækjum sem vilja fá hann út á sínum vegum. „Þrjú fyrirtæki sem voru á samkomunni eru búin að hafa samband við mig í þessari viku og vilja fá mig út í desember á samkomur, en þar á meðal er jólahátíð hjá Eurocard,“ segir Einar. Áhugasamir geta haft samband við Einar í gegnum net- fangið galdrar@internet.is. alma@frettabladid.is Sýndi töfrabrögð í Ósló í boði dularfulls Norsara TÖFRANDI Einar vakti mikla lukku meðal gesta Óperuhússins í Ósló í síðustu viku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.