Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 64
 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Tónlist ★★ Cosmic Call Cosmic Call Grípandi Skagarokk Á þessari fyrstu plötu Skagahljóm- sveitarinnar Cosmic Call eru sjö lög. Flest eru þau ágætlega grípandi þar sem taktfastur trommuleikurinn og leikandi gítarleikurinn blandast vel saman. Sérstaklega er upphafslagið Cold Hands vel unnið. Reyndar er ekkert sem kemur á óvart á þessari plötu. Fylgt er forskrift hljómsveita á borð við Kings of Leon og Arcade Fire og söngvarinn reynir hvað hann getur til að stæla Caleb Followill, án þess að ná sömu angurværðinni og dýptinni í röddinni. Hvað sem öllum samanburði líður hefur Cosmic Call sent frá sér hina sæmilegustu frum- raun sem hún getur vel byggt á í framtíðinni. Freyr Bjarnason Niðurstaða: Ágæt byrjun hjá efnilegri hljómsveit. Samkvæmt The Sun hyggst söng- konan Amy Winehouse fara í enn eina lýtaraðgerð innan skamms. Winehouse fór í brjóstastækkun fyrir stuttu og samkvæmt heim- ildarmanni The Sun er söngkonan svo himinlifandi með barminn að hún hefur íhugað að stækka afturendann á sér og fullkomna þannig hið nýja og kvenlega útlit. „Amy er sérstaklega ánægð með brjóstin á sér. Hún horfir á sig í spegli tímunum saman. Henni finnst hún kvenleg á ný og langar að verða enn kvenlegri og trúir því að með annari aðgerð muni hún fullkomna útlit sitt,“ sagði heimildarmað- urinn. Amy breytir útliti sínu AMY WINEHOUSE „Þetta verður mjög fallegt og skemmtilegt lítið hverfi sem þarna rís,“ segir Jakob Frímann Magn- ússon. Jólaþorpi verður komið upp í byrjun desember í hinum svokall- aða Hjartagarði sem er fyrir aftan Nýlenduverslun Hemma og Valda á Laugaveginum, þar sem áður var Hljómalind. Þar verður boðið upp á aðstöðu fyrir fólk til að sýna hand- verk og hönnun sína. Að auki verð- ur þar ýmiss konar jólavarningur á boðstólum. Í garðinum verður komið upp fallega skreyttum tré- húsum í bjálkakofastíl auk þess sem viðburðatjald verður á staðnum þar sem tónlist, upplestrar og barnvænt efni verður á efnisskránni. „Þarna verður miðborgarjóla- stemningin í algleymingi en auðvit- að verður hún úti um alla miðborg- ina líka,“ segir skipuleggjandinn Jakob Frímann. „Við verðum með eitt og annað í gangi á Ingólfs- torgi, Lækjartorgi, Skólavörðustíg og víðar, en á laugardögum verð- ur þetta aðalvettvangurinn fyrir ýmsar uppákomur. Þarna verða líka heimkynni Grýlu, Leppalúða og jólasveinanna,“ segir hann. „Það verður enginn svikinn af því sem þarna verður í boði.“ Í síðustu viku var haldinn handverks- og hönnunarmark- aður í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem fullt var út úr dyrum. „Eftir það var alveg ljóst að það vantaði aðstöðu fyrir þá sem eru að búa til eitthvað skemmtilegt og vilja koma því á markað,“ segir Jakob og bendir á netfangið skemmti- legt@skemmtilegt.is fyrir þá sem vilja taka þátt. - fb Jólaþorp rís við Laugaveginn JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON Jakob Frímann skipuleggur uppsetningu jólaþorps í miðbæ Reykjavíkur í byrjun desember. Söngkonan Fergie sagðist ekki hafa litið á það sem framhjáhald hefði hún sængað með öðrum konum. Samkvæmt tímaritinu The Sun áttaði söngkonan Fergie sig ekki á því að hún mætti ekki gamna sér áfram með öðrum konum eftir að hún var orðin gift kona. Fergie, sem giftist leikaranum Josh Duhamel í byrjun þessa árs, segir að hún líti ekki á það sem framhjáhald sængi hún hjá ann- arri konu. „Ég hef skemmt mér vel með konum og ég skammast mín ekki fyrir það. Vandamálið er að ég skemmti mér alveg jafn vel með karlmönnum. Eftir langt spjall við sálfræðing minn átt- aði ég mig á því að það teldist til framhjáhalds svæfi ég hjá öðrum konum ef ég er í föstu sambandi. Svo segir víst reglan,“ sagði söngkonan. Fergie og Duhamel kynnt- ust árið 2004 við tökur á þátt- unum Las Vegas og hafa verið saman síðan þá. Í lok október birtist blaðaviðtal við strippar- ann Nicole Forrester sem sagðist hafa sængað hjá Duhamel fyrr um sumarið. Forrester gekkst undir lygapróf máli sínu til stuðnings og átti að hafa staðist það próf. Hún lýsir bólferðum sínum og Duhamels og segir einnig frá því að hann hafi hringt í hana eftir að upp um hann komst og beðið hana um að draga sögu sína til baka. Fergie hefur aftur á móti staðið með sínum manni og segir Duhamel vera góðan mann og að ásakanir dansarans séu algjör- lega út í hött. Fergie hélt að hún mætti sænga hjá öðrum konum HÉLT AÐ HÚN HEFÐI LEYFI Söngkonan Fergie hélt að hún mætti sænga hjá konum þrátt fyrir að vera gift. Skemmtileg tilviljun, því, Josh Duhamel, eiginmaður hennar var sakaður um framhjáhald á dögunum. Spennandi námskeið Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 og endurmenntun.is á næstunni Vinnusálfræði og samskipti á vinnustað hefst 17. nóvember Excel I – fjármál og rekstur hefst 17. nóvember Þróun og skipulag borga – sérkenni Reykjavíkur frá alþjóðlegu sjónarhorni hefst 17. nóvember Bætt skipulag með hugarkortum (e. Mind Manager) haldið 19. nóvember Þrívíddarhönnun í SketchUp hefst 19. nóvember Myndgreining á miðtaugakerfi hefst 20. nóvember Nýir dómar um ógildingarreglur samningaréttar haldið 23. nóvember Náttúrulyf og náttúruvörur haldið 26. nóvember Íslenski þroskalistinn haldið 26. nóvember Smábarnalistinn: Staðlaður þroskalisti handa ungbörnum haldið 27. nóvember Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks haldið 28. nóvember Barnavernd: skipulag, vinnsla og samstarf við aðra faghópa haldið 30. nóvember Excel II – fjármál og rekstur hefst 3. desember Fást: sígilt meistaraverk og ný tónlist eftir Nick Cave hefst 8. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.