Fréttablaðið - 12.11.2009, Page 70
54 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Einn eftirsóttasti knattspyrnumaður landsins þessa dagana
er Blikinn ungi, Alfreð Finnbogason. Strákurinn sló í gegn í
Pepsi-deildinni í sumar og vakti frammistaða hans athygli utan
landsteinanna.
Hann var til reynslu hjá norska liðinu Viking en félagið
ákvað að bjóða honum ekki samning að svo stöddu.
„Þeir vilja skoða mig betur og hafa boðið mér að
koma með liðinu til La Manga í febrúar. Ég veit ekki
hvort ég tek því boði enda langt í febrúar,“ sagði
Alfreð en fram kom hjá forráðamönnum Viking að
ein ástæðan fyrir því að þeir vildu ekki bjóða honum
samning væri sú að hann sé hægur. „Þetta kom víst eitthvað
vitlaust út og þeir sögðu blaðamennina einblína meira á
það neikvæða. Ég veit samt að ég er ekkert sá fljótasti, ég
er svona meðalfljótur.“
Alfreð er samt með fleiri járn í eldinum og hann fer að
öllum líkindum á reynslu hjá enska félaginu Blackpool.
Það lið er að standa sig vel í ensku B-deildinni og situr þar
í fimmta sæti sem stendur.
„Ég fer líklega út til liðsins í svona 2-3 daga og spila einn
æfingaleik. Það lið gæti verið spennandi kostur,“ sagði Alfreð
sem er staddur með íslenska U-21 árs landsliðinu í San Marínó.
Hann hefur verið á ferð og flugi í um mánuð og ætlar að taka sér
frí þegar hann kemur heim frá Blackpool.
„Það er kominn tími á smá hvíld. Þetta er búin að vera
mikil keyrsla,“ sagði Alfreð sem er samningslaus og getur
því gengið til liðs við það félag sem hann vill.
Stóru félögin á Íslandi hafa öll áhuga á þessum
skemmtilega framherja og svo vilja Blikar að sjálfsögðu
halda sínum manni. „Ég hef ýtt öllu hér heima frá mér
enda vil ég komast út. Ef ekkert verður af því er ljóst að
ég mun fyrst setjast niður með Blikum áður en ég ræði
við önnur félög,“ sagði Alfreð en kitlar ekkert að spila
með stóru liði eins og FH eða KR?
„Jú, auðvitað er það freistandi. Við erum samt að
byggja upp skemmtilegt lið í Kópavoginum og það er
gaman að taka þátt í því þó svo að ég stefni á að fara út
sem fyrst.“
ALFREÐ FINNBOGASON: FÉKK EKKI SAMNING HJÁ VIKING EN SEGIR BLIKANA KOST NÚMER EITT HEIMA
Enska liðið Blackpool vill fá að skoða Alfreð
HANDBOLTI Í síðustu viku fengu
þeir Jóhann Gunnar Einarsson og
Daníel Berg Grétarsson símtal og
var spurt hvort þeir væru til í að
spila með sádiarabísku liði í þrjár
vikur. Var umhugsunartíminn sem
þeir fengu nánast enginn því þeir
þurftu að fara strax morguninn
eftir ef þeir vildu koma.
Þó svo að þeir hafi í fyrstu hald-
ið að um gabb væri að ræða ákváðu
þeir að slá til og halda á vit ævin-
týranna í þrjár vikur. Þeir vissu
nákvæmlega ekkert hvað beið
þeirra.
„Meistaradeildin fer fram hér
í Amman og stendur yfir í þrjár
vikur. Við erum búnir að spila
tvo leiki og þeir unnust báðir. Við
erum því komnir áfram í átta liða
úrslitin,“ sagði Daníel Berg í sam-
tali við Fréttablaðið.
Þeim félögum hefur gengið vel í
fyrstu tveim leikjunum. Daníel er
búinn að skora fimm og tíu mörk í
leikjunum en Jóhann hefur skor-
að fjögur og sex mörk. Leikirnir
tveir voru gegn liðum frá Katar
og Írak.
Stórstjörnur taka þátt í mótinu
Asíska meistaradeildin er sérstakt
mót því þá styrkja öll liðin sig með
útlendingum og borga vel fyrir
það. Má því oft sjá gamlar hetjur
á þessum mótum. Á meðal þeirra
sem eru þarna núna má nefna
Frakkann Joel Abati og Egypt-
ann Hussein Zaky. Svo er gamla
stórskyttan úr Stjörnunni, Tite
Kalandadze, einnig á mótinu en
hann er að spila með liði frá Líb-
anon.
„Okkur skilst að liðið okkar heiti
Al Ahli en við höldum að liðið heiti
Al Jedda. Við erum eiginlega ekki
vissir hvað liðið heitir ef ég á að
segja eins og er,“ sagði Daníel en
eins og áður sagði gerðust hlutirn-
ir hratt.
„Við komum hingað á föstudags-
kvöldinu og þá kom forseti félags-
ins á flugvöllinn og náði í okkur.
Við hittum hann svo í hádegismat
á laugardeginum og svo var leikur
klukkan hálf fjögur. Það var mjög
sérstakt því við vissum ekki hvað
einn maður hét þarna og hvað þá
að við hefðum séð þá spila hand-
bolta áður. Okkur var bara hent í
búning og út á völl,“ sagði Daníel
og hló dátt.
Jói er hræddur við að fara út
Strákarnir hafa lítið gert annað en
að æfa og spila það sem af er. Frá
og með deginum í dag fá þeir aftur
á móti frí frá leikjum fram á næsta
miðvikudag.
„Þá gefst kannski tími til þess
að skoða sig aðeins um. Annars er
Jói svo hræddur við að fara út enda
vitum við ekkert hvað við erum
komnir út í. Jói spurði einn starfs-
manninn í matarsalnum hvort það
væri óhætt að fara út. Það var nú
bara hlegið að honum og sagt að
auðvitað væri það óhætt,“ sagði
Daníel kátur er hann rifjaði upp
þetta skemmtilega atvik.
Þeir félagar hafa annars lent í
mörgu skemmtilegu það sem af er
og bíða spenntir eftir framhald-
inu.
„Forsetinn sagði við Jóa fyrir
síðasta leik að það yrði auðveld-
ur leikur og hann yrði að skora
fimmtán mörk. Svo er mikill áhugi
á mótinu hérna og myndavélar elta
mann alveg inn í klefa. Manni líður
bara eins og NBA-leikmanni. Svo
má reykja alls staðar hérna og leik-
menn fá sér bara sígarettur inni í
klefa eftir leiki. Það þykir ekkert
óeðlilegt hér,“ sagði Daníel.
Peningarnir flæða – líka í lyftunni
Strákarnir fá vel greitt fyrir að
taka þátt í þessu ævintýri en
félag þeirra, Kassel, lánaði þá í
þrjár vikur. Þeir snúa svo aftur
þangað þegar dvölinni í Amman
er lokið.
„Við fáum mjög fínan pening
fyrir að koma hingað og spila.
Það er þegar búið að greiða okkur
þá. Mjög fín laun sem við værum
svona fjóra til fimm mánuði að
fá í Þýskalandi. Svo virðist allt
flæða í peningum hérna. Daginn
eftir leik kemur maður með seðla-
búnt og lætur okkur fá bónus. Við
höfum ekki hugmynd um hvað það
er mikið enda sádiarabískir pen-
ingar. Hittum svo manninn með
seðlana í lyftunni aftur og hann lét
okkur fá meiri pening. Svo er búið
að lofa okkur tíu þúsund dollurum
ef við vinnum mótið. Við erum nú
ekki beint að treysta á að sá pen-
ingur skili sér en það er allt í lagi,“
sagði Daníel Berg Grétarsson.
henry@frettabladid.is
Vitum ekki einu sinni nafn liðsins
Handboltastrákarnir Jóhann Gunnar Einarsson og Daníel Berg Grétarsson eru þessa dagana staddir í
Amman í Jórdaníu þar sem þeir spila með liði frá Sádi-Arabíu í asísku meistaradeildinni. Dvölin hingað til
hefur verið mikið ævintýri. Strákarnir fá jafngildi 4-5 mánaða launa í Þýskalandi fyrir þrjár vikur í Jórdaníu.
TITE LÍKA Í AMMAN Tite Kalandadze,
sem spilaði með ÍBV og Stjörnunni, er
í Amman að spila með liði frá Líbanon.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÆVINTÝRI Í AMMAN Þeir Daníel Berg Grétarsson og Jóhann Gunnar Einarsson spila í
asísku meistaradeildinni þessa dagana. Þeir sjást hér saman á bekk Fram fyrir aftan
Guðmund Guðmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC
KÖRFUBOLTI Það gekk mikið á hjá
úrvalsdeildarliði FSu í gær enda
urðu nokkrir leikmenn liðsins
uppvísir að agabroti er þeir fengu
of mikið í staupinu.
Samkvæmt agareglum körfu-
boltaakademíunnar hjá skólan-
um mega leikmenn aldrei drekka
áfengi á meðan þeir eru á mála
hjá akademíunni. Slík brot geta
varðað brottrekstur.
„Ég er ekki að reka þá. Þeir
reka sig alveg sjálfir þessir gaur-
ar,“ sagði Brynjar Karl Sigurðs-
son, yfirmaður akademíunnar.
„Ég er að hreinsa út úr húsinu
núna.“ Brynjar Karl gat ekki stað-
fest hversu margir leikmenn yrðu
reknir úr akademíunni en hann
sagði að það væri „slatti“.
„Þeir voru á fylleríi og það má
ekki. Hjá okkur ríkja ákveðnar
reglur og mönnum ber að virða
þær. Strákarnir vita af þeim og
það var enginn sem neyddi þá
til þess að skrifa undir pappír-
ana. Þeir vissu hvað þeir voru að
skrifa upp á,“ sagði Brynjar Karl
en ásamt því að mega ekki neyta
áfengis þurfa leikmenn að taka að
lágmarki sautján einingar á önn.
Brynjar var afar ósáttur við
þjálfara og forráðamenn ákveð-
inna liða sem byrjuðu að sveima
yfir leikmönnum FSu um leið og
tíðindin bárust.
„Þeir eru að hringja í mig og
spyrja út í hvað mennirnir geta.
Ég sagði þeim þá að ég væri enn
með tárin í augunum enda fynd-
ist mér málið sorglegt. Spurði þá í
kjölfarið hvort þeim fyndist þetta
vera viðeigandi hegðun af þeirra
hálfu. Þetta er svo sálarlaust að
það hálfa væri nóg,“ sagði Brynj-
ar og ljóst er að hann tók málið
mjög nærri sér. - hbg
Hreinsanir hjá botnliði FSu í Iceland Express-deildinni í kjölfar fyllirís leikmanna:
Þessir gaurar sáu um það sjálfir að reka sig
SÁR OG REIÐUR Guðfaðir körfubolta-
akademíunnar tók agabrot leikmanna
nærri sér. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KÖRFUBOLTI Ólafur Rafnsson, for-
seti ÍSÍ og fyrrverandi formað-
ur KKÍ, tilkynnti í gær að hann
hefði ákveðið að bjóða sig fram
til forseta körfuknattleikssam-
bands Evrópu eða FIBA Europe.
Kjörtímabili núverandi forseta
lýkur í maí á næsta ári. Kosið er
á fjögurra ára fresti.
FIBA Europe er eitt af fimm
svæðissamböndum körfuknatt-
leiks í heiminum og ber ábyrgð
á þróun körfuboltans í Evrópu
ásamt því að fara með yfirstjórn
allra körfuboltamála í Evrópu.
Fram kemur í tilkynningu frá
Ólafi að hann njóti stuðnings
Ólafs Ragnars Grímssonar for-
seta og Katrínar Jakobsdóttur
íþróttamálaráðherra.
Ólafur hefur verið í stjórn
FIBA Europe frá árinu 2002. Síð-
ustu fjögur ár hefur Ólafur verið
varaforseti fjármálaráðs FIBA
Europe og forseti áfrýjunardóm-
stóls alþjóðakörfuknattleikssam-
bandsins, FIBA. - hbg
Ólafur Rafnsson í framboð:
Býður sig fram
til forseta FIBA
Europe
ÓLAFUR RAFNSSON Vill komast til
frekari metorða hjá FIBA Europe.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Sá stórefnilegi íþrótta-
maður, Arnar Sveinn Geirsson,
hefur skrifað undir nýjan þriggja
ára samning við knattspyrnu-
deild Vals.
Arnar, sem er sonur Geirs
Sveinssonar, hefur einnig spilað
með meistaraflokki Vals í hand-
bolta og þykir hann ekki síðri í
handbolta en fótbolta.
Hann þreytti frumraun sína
með meistaraflokki í fótbolta í
sumar og þótti standa sig vel.
- hbg
Arnar Sveinn Geirsson:
Framlengir við
Valsmenn
ARNAR SVEINN Áfram á Hlíðarenda.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
> Baldur á leið til Fylkis
Miðjumaðurinn Baldur Bett hefur ákveðið að söðla um
og leika með Fylki næsta sumar. Baldur hefur verið í
herbúðum Vals síðustu ár eftir að hafa
leikið með FH þar áður. Margir áttu
von á því að Baldur yrði áfram í her-
búðum Vals, sérstaklega eftir að faðir
hans, James, var ráðinn aðstoðar-
þjálfari félagsins. Baldur á eftir að
verða hinu unga liði Fylkis styrkur
enda reyndur miðjumaður sem hefur unnið
ófáa titla á sínum ferli.