Fréttablaðið - 12.11.2009, Page 74

Fréttablaðið - 12.11.2009, Page 74
58 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Góðæristímabilið fór illa með rekstur handboltadeild- ar ÍBV og deildin er enn að glíma við gamlar syndir að því er fram kemur á heimasíðu ÍBV. Enginn leikmaður félagsins í dag fær greitt fyrir að spila með liðinu og flestir leikmanna liðsins eru meðlimir í stuðningsklúbbn- um Krókódílunum. Má því segja að þeir borgi sig inn á leiki sem þeir spila sjálfir. Menn brydda upp á ýmsu í Eyjum til þess að greiða niður skuldirnar og nú síðast voru leik- menn liðsins að skelfletta humar fyrir Vinnslustöðina. Það gerðu þeir með bros á vör. - hbg Handboltalið ÍBV: Leikmenn vinna í humri STEMNING Leikmaður ÍBV í humar- vinnslunni. MYND/HEIMASÍÐA ÍBV FÓTBOLTI Skagamenn hafa enn ekki samið við miðjumanninn sterka Helga Pétur Magnússon sem og Guðmund Böðvar Guð- jónsson. Guðmundur Böðvar situr að samningaborðinu með Skaga- mönnum að því er fram kemur á heimasíðu félagsins en Helgi Pétur er með allt opið í sínum málum. Ástæðan er sú að hann er að leita sér að framtíðaratvinnu. Helgi Pétur er reynslumikill leikmaður sem getur leikið bæði á miðju og í vörn. Er því líklegt að einhver lið hugsi sér gott til glóðarinnar og reyni að krækja í leikmanninn. - hbg Leikmannamál ÍA: Helgi Pétur enn á lausu HELGI PÉTUR Er án samnings. FÓTBOLTI Spænska neðrideildar- liðið Alcorcon skráði sig heldur betur í sögubækurnar í fyrra- kvöld er liðið sló stórlið Real Madrid út úr spænsku bikar- keppninni. Alcorcon vann fyrri leikinn 4-0 og tapaði svo aðeins 1-0 á Santi- ago Bernabeau-leikvanginum. „Þetta var magnað og við munum aldrei gleyma þessu það sem eftir er af ævi okkar,“ sagði Sergio Mora, leikmaður Alcor- con. „Útsýnið inni á Bernabeau er ótrúlegt. Það var ótrúlegt að taka þátt í þessu því við vorum að skrifa söguna. Ég held ég muni ekki átta mig almennilega á því hvað gerðist fyrr en síðar.“ Ævintýri liðsins heldur áfram en liðið mætir Barcelona í næstu umferð. - hbg Spænski konungsbikarinn: Alcorcon mætir Barcelona næst Svooona sterk Því lengi býr að fyrstu gerð Sumt breytist aldrei Enn sem fyrr býður Gerber upp á mikið úrval af næringarríkum, hollum og góðum barnamat. Veldu aðeins það besta fyrir barnið þitt, því lengi býr að fyrstu gerð. E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 5 5 2 FÓTBOLTI Dramatíkin í kringum framtíð Brasilíumannsins Robinho hjá Manchester City heldur áfram en spænskir fjölmiðlar fullyrða að Barcelona sé komið af fullum þunga í viðræður við enska félagið um kaup á leikmanninum. Bæði Barcelona og Manchest- er City hafa til þessa harðneitað því að hafa átt í viðræðum en leik- maðurinn sjálfur og faðir hans og umboðsmaður hafa gefið sterk- lega í skyn að hann kunni að vera á förum frá Borgarleikvanginum í Manchester og að Nývangur sé ekki ólíkur áfangastaður. Í spænska dagblaðinu El mundo Deportivo er reyndar haft eftir Gilvan de Souza, umboðsmanni og föður Robinho, að hann sé þegar búinn að láta forráðamenn City vita að leikmaðurinn vilji yfirgefa herbúðir félagsins við fyrsta tæki- færi og geti ekki hugsað sér að klára yfirstandandi keppnistíma- bil með félaginu. Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hjá City hefur hins vegar látið sér fátt um finnast um skrif dagblaðanna og stjórnarformaður- inn Garry Cook tók í sama streng í gær og ítrekaði að Robinho væri ekki á förum frá félaginu. „Það er ekki rétt að við höfum rætt við forráðamenn Barcelona út af Robinho og það stendur held- ur ekki til. Eina sem við erum að hugsa um núna er að hann jafni sig á meiðslunum og geti spilað með City á nýjan leik,“ er haft eftir Cook. Hinn 23 ára gamli Robinho gekk í raðir City á lokadegi félagaskipta- gluggans í september árið 2008 á 32,5 milljónir punda en ef eitthvað er að marka breska og spænska fjölmiðla undanfarið þá verður að teljast líklegt að hann yfirgefi City brátt. Hvort sem það verði í janúar eða næsta sumar. - óþ Forráðamenn Barcelona í viðræðum við Manchester City út af Robinho samkvæmt spænskum fjölmiðlum: City ítrekar að Robinho sé ekki á förum ROBINHO Er sagður ósáttur og vilja yfir- gefa herbúðir City við fyrsta mögulega tækifæri. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.