Fréttablaðið - 12.11.2009, Page 78

Fréttablaðið - 12.11.2009, Page 78
62 12. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. eyja, 6. öfug röð, 8. siða, 9. ætt, 11. tveir eins, 12. gervitennur, 14. hopp, 16. í röð, 17. stúlka, 18. bergmála, 20. tveir eins, 21. í miðju. LÓÐRÉTT 1. að lokum, 3. guð, 4. sæegg, 5. þvottur, 7. gagn, 10. veiðarfæri, 13. hjör, 15. hreyfist ekki, 16. úrskurð, 19. ólæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. krít, 6. on, 8. aga, 9. kyn, 11. uu, 12. stell, 14. stökk, 16. de, 17. mey, 18. óma, 20. rr, 21. mitt. LÓÐRÉTT: 1. loks, 3. ra, 4. ígulker, 5. tau, 7. nytsemi, 10. net, 13. löm, 15. kyrr, 16. dóm, 19. at. „Ég get oftast ekki borðað á morgnana þannig að morgunmaturinn samanstendur af súperdós, kaffi og sígarettu.“ Heimir Héðinsson, plötusnúður og nemandi í grafískri hönnun. „Margir af viðskiptavinum okkar halda lömbum sem gæludýrum enda eru þau ljúf og góð,“ segir bóndinn Brianna Schneider. Brianna og Doug, eiginmað- ur hennar, rækta íslenskt sauðfé á bænum Bridosha í Michigan í Bandaríkjunum. Hún segir ullina og kjötið njóta vaxandi vinsælda, en lítur sjálf á rollurnar sem gælu- dýr á vissan hátt. „Við erum alltaf með litlar eða meðalstórar hjarðir. Jafnvel þótt rollurnar sem henta ekki til undaneldis fari til slátr- arans, þá gefum við þeim öllum nöfn ásamt mikilli athygli og alúð,“ segir Brianna. Ari og Gunnar eru á meðal íslenskra nafna sem rollurnar fá hjá Doug og Briönnu. Þá eru sumar nefndar eftir tískuhönnuðum eins og Dior, Coco og Chanel, en ástæð- an fyrir því, að sögn Briönnu, er sú að ullin er hátískuvara. „Þær eiga skilið viðeigandi nöfn!“ segir hún og bætir við að ullin sé sérstaklega mjúk og njóti því vaxandi vinsælda hjá þeim sem vinna meðal annars úr henni klæðnað. Brianna segir nokkur bóndabýli í Bandaríkjunum rækta íslenskt sauðfé sem nýtist á ýmsan hátt. „Ég held að vinsældirnar séu að aukast vegna fjölbreytileika ull- arinnar,“ segir hún. „Svo vill fólk eins og ég og eiginmað- ur minn kyn sem þarf ekki mikið að sjá um. Það er mjög auðvelt að eiga við íslensku sauðkindina og hún er fal- legt skraut á beitiland- inu. Svo er kjötið stór- kostlegt, með mildara bragði en önnur kyn.“ Kynið sem Bri- a nna og Doug rækta er frá Yeom- an-býlinu í Kanada, en þar ræktar Stef- anía Dingum íslenskt sauðfé. Allt íslenskt sauðfé sem ræktað er í Bandaríkj- unum kemur þaðan, en Bri- anna veit ekki frá hvaða bæ á Íslandi sauð- féð er upprunalega. Hún segir að íslenska sauðféð sé sannkallaður fjársjóður. „Okkur finnst blessun að vera með lítinn hluta af Íslandi hjá okkur,“ segir hún. „Við erum að læra meira um Ísland, en það byrjaði allt með þessum æðislegu kindum. Ég hef mikinn áhuga á að fara til Íslands einn daginn.“ atlifannar@frettabladid.is BRIANNA SCHNEIDER: ÍSLENSKA ROLLAN ER FJÁRSJÓÐUR Rækta íslenskar rollur sem gæludýr í Bandaríkjunum RÆKTA ÍSLENSKT SAUÐFÉ Doug og Brianna eru reyndar ekki með íslenskar kindur á þessari mynd, þó að þau líti á þær sem gæludýr. ÍSLENSKAR KINDUR Virkilega fallegar skepnur. „Það að nota tyggjó til að „tyggja burt lystina“ er þekkt aðferð meðal þeirra sem þjást af átröskun og þess vegna finnst mér þessi aug- lýsing ekki alveg við hæfi,“ segir Alma Geirdal, baráttukona gegn átröskunum. Auglýsing fyrir Extra-tyggi- gúmmíið ber slagorðið „tyggðu burt lystina“ og hefur þessi fyrir- sögn farið nokkuð fyrir brjóstið á almenningi þar sem hún þykir hvetja til óheilbrigðra megrunar- aðferða. Alma segir svona auglýs- ingar vera til vitnis um hversu lítið fólk veit um átröskun. Alma bendir á að fyrir jól sé mikið um auglýsingar sem aug- lýsi megrunarvörur svo fólk passi í jólafötin og geta þær virkað mjög hvetjandi á átröskunarsjúklinga. „Ég held að fólk átti sig oft ekki á tengingunni þarna á milli og þess- ar auglýsingar hitta á auman blett hjá fólki sem þjáist af átröskun. Munurinn á átröskunarsjúklingum og öðrum fíklum er að við verðum að lifa með okkar fíkn. Við getum ekki lagt matinn á hilluna heldur neyðumst við til að borða og ná ein- hverjum tökum á fíkninni.“ Páll Hilmarsson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Innness, sem flytur inn Extra-tyggigúmmíið, segir inntak auglýsingarinnar hafa átt að beina sjónum fólks að tann- heilsu. „Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessu, meiningin var auðvitað ekki að særa neinn. Aug- lýsingin átti að koma í veg fyrir nart á milli mála og stuðla þannig að aukinni tannheilsu.“ - sm Beðist afsökunar á auglýsingu Skólína hjónanna Hugrúnar Árna- dóttur og Magna Þorsteinssonar, Kron, hefur heldur betur slegið í gegn frá því fyrsta pörin komu í verslanir fyrir ári. Nú fást skórn- ir í verslunum í löndum á borð við Kína, Japan og Taívan auk fjölda verslana í Evrópu. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel hjá okkur miðað við hvað við höfum verið að í stuttan tíma. Þetta hefur gengið hratt fyrir sig og nú, ári seinna, er línan komin í nokkra tugi versl- ana bæði í Asíu og Evrópu þannig að maður getur ekki verið annað en ánægður,“ segir Hugrún um vinsældir skólínunn- ar. Hjónin sitja þessa dagana við teikniborðið og hanna haustlínu næsta árs. Hugrún segir vinn- una ganga vel og að hugmyndirn- ar mokist út úr þeim. Hjónin senda frá sér tvær skólínur árlega, eina fyrir haust- ið og aðra fyrir sum- arið. „Þessa dagana sitj- um við sveitt heima og teiknum og teiknum. Þegar maður byrj- ar á svona verkefni þýðir ekkert að hætta, maður verður að standa sína plikt og skila af sér bæði haust- og sumarlínu árlega. Sem betur fer vinnum við hjónin vel saman þannig að hugmyndirnar mokast út úr okkur,“ segir Hug- rún og hlær. Aðspurð segir hún það vera skemmtilega upplifun að rek- ast á fólk á götum úti sem klætt er í skó úr Kron-línunni. „Það er alltaf gaman að sjá fólk klæðast hönnun manns og maður verður svolítið stoltur. Það þýðir líka að maður sé að gera eitthvað rétt og það er mikil hvatning,“ segir hún að lokum. - sm Kron í Kína, Japan og Taívan VINSÆLIR HÖNNUÐIR Hjónin Hugrún og Magni hanna saman skólínu undir nafninu Kron. Skórnir eru nú til sölu víða í Asíu og Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR LISTAVERK Skórnir frá Kron líkjast helst listaverki. MYND/SAGA SIG FALINN SJÚKDÓMUR Alma Geirdal segir fólk ekki vita mikið um átröskun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Ólafur Þór Gunnarsson er varamaður Guðfríðar Lilju. 2 Boltinn hrökk af tá Kristjáns Sigurðssonar. 3 42 hafa verið ráðnir án auglýsinga. Jón Gnarr lætur sér ekki leiðast þótt hann sé hættur að vinna á auglýsingastofu. Hann undirbýr nú stofnun stjórnmálaflokksins Besti flokkurinn og hefur birt stefnuskrána. Í henni segir meðal annars að flokkurinn ætli að hjálpa heimilunum í landinu, bæta kjör þeirra sem minna mega sín, stöðva spillingu, auka gegnsæi og láta þá svara til saka sem bera ábyrgð á hruninu. Þá berst flokkurinn fyrir að hafa ókeypis í strætó fyrir námsmenn og aumingja, ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og aumingja og ókeypis í sund fyrir alla. Hmm … Hljómar kunnuglega. Hljómplötuútgáfan Borgin fer nú mikinn og kemst næst Senu sem afkastamesta útgáfa ársins. Hjaltalín- platan Terminal og sólóplata Snorra Helgasonar úr Sprengjuhöllinni eru væntanlegar og til að fylgja þeim eftir fara Hjaltalín og Snorri á tónleikatúr og spila á tíu stöðum frá og með 18. nóvember. Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar verða einnig með í för. Þrátt fyrir útgáfu- magnið gengur illa að fá tónlistina spilaða á Bylgjunni. Þar á bæ vilja menn einhverra hluta vegna ekki spila tónlist með Hjaltalín, Sigríði og Snorra. Lög með Hjálmum, sem Borgin gefur einnig út, eru hins vegar spiluð í botn á Bylgjunni. Blaðamaðurinn og ljósmyndarinn Dagur Gunnarsson hefur síðan um síðustu áramót elt Ármann Guðmundsson og félaga í Ljótu hálfvitunum um allar trissur með upptökuvélina sína og er ætlun- in að gera heimildarmynd um þessa galgopa frá Húsavík. Filmað hefur verið á æfingum, á tónleik- um, í hljóðveri, á skrautlegum tónleikaferðum þar sem bandið lenti í hinum ýmsu ævintýrum og táfýlu og í hinum ýmsu spurningakeppnum sjónvarpsins. Dagur klippir nú myndina saman í frístundum en ætlar að setja allt á fullt eftir áramót og koma helst með myndina í vor. - drg FRÉTTIR AF FÓLKI Aðeins eitt verð 1.190, - kr/kg Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Ath! Sama hvað það er. Allur ferskur fi skur, allir fi skréttir ....allur fi skur í fi skborði. Tilboðið gildir alla vikuna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.